Fara í efni  

Bæjarstjórn

1364. fundur 16. desember 2022 kl. 10:15 - 10:40 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Magni Grétarsson varamaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir varamaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Umdæmisráð barnaverndarþjónustu Akraneskaupstaðar

2209025

Ný skipan barnaverndarmála tekur gildi um áramótin.

Til að tryggja lögmæti mögulegra ákvarðana vegna mála frá Akraneskaupstað sem kunna að fara fyrir umdæmisráðið er nauðsynlegt að breyta samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Gert er ráð fyrir að síðari umræða fari fram þriðjudaginn 27. desember nk. kl. 17:00.

Meðfylgjandi er erindi frá innviðaráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu, dags. 13. desember og tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
Forseti gerir grein fyrir forsögu málsins og leggur fram eftirfarandi breytingartillögur á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar:

Tillaga nr. 1 er varðar 63. gr. samþykktarinnar, sem orðist svo:

Nefndir og stjórnir

Eftirtaldar nefndir og stjórnir sem kjörnar eru af bæjarstjórn heyra undir stjórnsýslu velferðar- og mannréttindaráðs:
- Öldungaráð.
- Samráðshópur um málefni fatlaðra.
- Umdæmisráð barnaverndar. Bæjarstjórn skipar í umdæmisráð barnaverndar skv. 14. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Samþykkt 9:0

Tillaga nr. 2, er varðar 64. gr. samþykktarinnar, sem orðist svo:

Heimild velferðar- og mannréttindaráðs til fullnaðarákvörðunar

Velferðar- og mannréttindaráði er falin yfirstjórn barnaverndarþjónustu skv. 1. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Undir það fellur að leggja fram tillögur til bæjarstjórnar um útgjaldaliði í fyrrgreindum málaflokkum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar og að sinna öðrum þeim verkefnum sem bæjarstjórn felur henni með erindisbréfi.

Samþykkt 9:0

Tillaga nr. 3, er varðar 75. gr. samþykktarinnar, sem orðist svo:

Við VI. kafla samþykktarinnar bætist viðauki nr. 1 sem verður svo hljóðandi:

Viðauki 1

1. gr.
Starfsmenn barnaverndarþjónustu

Starfsmönnum barnaverndarþjónustu er heimilt að afgreiða án staðfestingar bæjarstjórnar mál á verksviði bæjarstjórnar, ef:
A. Lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn því.
B. Þau varða ekki fjárhag sveitarfélagsins umfram það sem kveðið er á um í starfs- og fjárhagsáætlun.
C. Þau víkja ekki frá stefnu bæjarstjórnar í veigamiklum málum.

2. gr.

Starfsmenn barnaverndarþjónustu sem taldir eru upp í 1. og 2. tl. 2. mgr. 2. gr. viðauka þessa fara með vald til fullnaðarafgreiðslu mála með samþykkt þessari skv. 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Félagsmálastjóri ber ábyrgð á öllum verkefnum og ákvörðunum sem byggja á barnaverndarlögum sem ekki hafa verið falin öðrum þ.m.t. umdæmisráði, dómstólum eða öðrum stjórnvöldum sbr. 2. mgr. 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Velferðar og mannréttindaráði er falið yfirstjórn barnaverndarþjónustunnar skv. 1. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Eftirtaldir starfsmenn fara með vald til fullnaðarafgreiðslu:
1. Félagsmálastjóri sem er forstöðumaður félagsþjónustu á hverjum tíma.
2. Yfirfélagsráðgjafi sem er framkvæmdarstjóri barnaverndar á hverjum tíma.

3.gr.

Starfsmenn barnaverndarþjónustu skv. 1-2 tl. 2. mgr. 2. gr. viðauka þessa, afgreiða mál er falla undir 2. gr. að uppfylltum ákvæðum laganna og þeirra reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra.

4.gr.
Endurupptaka mála

Eftir að starfsmenn barnaverndarþjónustu sbr. tl. 1-2 í 2. mgr. 2. gr. viðauka þessa hafa tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt aðila, á aðili máls rétt á því að mál sé tekið fyrir að nýju ef ákvörðun hefur verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggt á atvikum sem hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin. Endurupptaka er heimil innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Aðili máls skal beina kröfu um endurupptöku máls til velferðar- og mannréttindaráðs.

5.gr.
Birting ákvörðunar

Við birtingu ákvörðun skal kynnt að um fullnaðarafgreiðslu sé að ræða á grundvelli 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar. Að öðru leyti skal gætt að ákvæðum 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

6. gr.
Gildistaka

Viðauki þessi staðfestist hér með og öðlast þegar gildi.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness vísar breytingartillögum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fram fer þann 27. desember næstkomandi.

Samþykkt 9:0
Vegna tæknibilunar var því miður ekki unnt að senda fundinn út og ekki er til upptaka af fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00