Fara í efni  

Bæjarstjórn

1359. fundur 11. október 2022 kl. 17:00 - 17:57 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson 1. varaforseti
 • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
 • Líf Lárusdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
 • Liv Aase Skarstad aðalmaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
 • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Björn Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Varaforseti stýrir fundi í forföllum forseta.

Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

Forseti upplýsir að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sé í embætttiserindum í Reykjavík og sökum umferðar tejfist hann örlítið og komi seinna á fundinn.

Óskar eftir því að hnika til dagskránni þannig að liður nr. 1, skýrsla bæjarstjóra, verði tekin til umræðu eftir að bæjarstjóri komi á fundinn.

Ekki voru gerðar athugasemdir við þá ósk forseta.

1.Skýrsla bæjarstjóra 2022

2203034

Skýrsla bæjarstjóra um málefni frá mars síðastliðnum.
Til máls tóku:
SFÞ og LL.

Lagt fram.

2.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Í erindinu eru lögð fram drög að samningi við KPMG um aðstoð við mótun heildarstefnu Akraneskaupstaðar ásamt drögum að erindisbréfi fyrir stýrihóp verkefnisins.

Á bæjarstjórnarfundi 7. júní sl. var bæjarstjóra falið að vinna erindisbréf vegna fyrirhugaðrar stefnumótunarvinnu bæjarstjórnar Akraness vegna tímabilsins 2022 - 2026.

Á fundi bæjarráðs þann 6. október síðastliðinn samþkkti bæjarráð fyrirliggjandi erindisbréf stýrihóps um stefnumótun Akraneskaupstaðar og samning við KPMG um verkefnið og vísaði málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Til máls tóku:
SAS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf stýrihóps um stefnumótun Akraneskaupstaðar og samning við KPMG um verkefnið.

Samþykkt 9:0

3.Fundargerðir 2022 - bæjarráð

2201002

3509. fundargerð bæjarráðs frá 30. september 2022.
3510. fundargerð bæjarráðs frá 6. október 2022.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

189. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 4.október 2022.
Til máls tóku:
LÁS um dagskrárlið nr. 2.
KHS um dagskrárlið nr. 2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2022 - skóla- og frístundaráð

2201004

200. fundur skóla- og frístundaráðs frá 5. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2022 - skipulags- og umhverfisráð

2201005

246. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 26. september 2022.
247. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 3. október 2022.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2022 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2201057

913. fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. september 2022.
Til máls tóku:
RBS um dagskrárlið nr. 3.
RBS um kosningu nýrrar stjórnar Sambandsins og óskaði forseta til hamingju með kjör sem varamaður í stjórn.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:57.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00