Fara í efni  

Bæjarstjórn

1357. fundur 13. september 2022 kl. 17:00 - 19:26 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Foreti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Akraneskaupstað 2022 - 2026

2206059

Samkvæmt 29. gr. sveitarstjórnarlaga skal bæjarstjórn setja sér siðareglur og senda ráðuneyti sveitarstjórnarmála.

Ef siðarreglur eru í gildi skal ný bæjarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra.

Telji bæjarstjórn ekki tilefni til endurskoðunar halda reglurnar gildi sínu en tilkynna skal ráðuneytinu um þá niðurstöðu.

Bæjarráð telur ekki þörf á endurskoðun gildandi siðareglna bæjarstjórnar Akraness.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Til máls tók:
Forseti sem leggur til að málinu verði vísað til bæjarráðs til frekari úrvinnslu og málið komi svo að nýju til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt 9:0


2.Þjóðbraut 3 - kaupsamningur um 1 íbúð

2209035

Kaupsamningur Akraneskaupstaðar og Bestla Þróunarfélags um kaup á 1 íbúð að Þjóðbraut 3.

Íbúðin verður nýtt undir starfsmenn á vegum Akraneskaupstaðar sem verða til þjónustu fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar sem leigja munu samtals 9 íbúðir af Brák hses. að Þjóðbraut 3, en þar eru alls 5 íbúðir, og að Þjóðbraut 5, en þar eru alls 4 íbúðir.

Um er að ræða búsetuúrræði samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir og Akraneskaupstaður veitir Brák hses. stofnframlag vegna kaupa félagsins á íbúðunum.

Með kaupunum nú og þeim gjörningum sem voru til afgreiðslu bæjarráðs er í raun verið að ljúka því ferli sem að var stefnt með samningum Akraneskaupstaðar og Bestla Þróunarfélags við uppbyggingu mannvirkjanna á Þjóðbraut 3 og Þjóðbraut 5 en þar átti Akraneskaupstaður eða tilgreindur aðili af Akraneskaupstað, kauprétt á samtals 10 íbúðum.

Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi kaupsamning dags. 29. ágúst síðastliðinn, um kaup Akraneskaupstaðar á 1 íbúð í fjöleignarhúsinu að Þjóðbraut 3 af Bestla Þróunarfélagi ehf.

Bæjarráð samþykkti jafnframt fyrirliggjandi samkomulag Akraneskaupstaðar við Brák hses. sem varðar m.a. fyrirkomulag og uppgjör vegna kaupa félagsins á samtals 9 íbúðum af Bestla Þróunarfélagi ehf.


Til máls tóku:
Forseti sem leggur til að dagskrárliðir nr. 2, nr. 3 og nr. 4 séu rædd undir þessum dagskrárlið en hvert og eitt mál verði eðli máls samkvæmt undir hlutaðeigandi málum.
KHS og RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning dags. 29. ágúst síðastliðinn, um kaup Akraneskaupstaðar á 1 íbúð í fjöleignarhúsinu að Þjóðbraut 3 af Bestla Þróunarfélagi ehf.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir jafnframt fyrirliggjandi samkomulag Akraneskaupstaðar dags. 29. ágúst síðastliðinn við Brák hses. sem varðar m.a. fyrirkomulag og uppgjör vegna kaupa félagsins á samtals 9 íbúðum af Bestla Þróunarfélagi ehf.

Samþykkt 9:0

3.Þjóðbraut 3 - kaupsamningur um 5 íbúðir

2209001

Kaupsamningur Brákar hses. og Bestla Þróunarfélags um kaup á 5 íbúðum að Þjóðbraut 3.

Um er að ræða úrræði samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016 en Akraneskaupstaður veitir stofnframlag til Brákar hses. vegna kaupanna en íbúðirnar verða til afnota fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar samkvæmt leigusamningi sem gerður verður á milli Brákar hses. og hvers þjónustuþega fyrir sig.

Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi ráðstafanir um uppgjör vegna kaupa Brákar hses. á samtals 5 íbúðum af Bestla Þróunarfélagi ehf. í fjöleignarhúsinu að Þjóðbraut 3 sbr. meðfylgjandi kaupsamning dags. 29. ágúst síðastliðinn.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi ráðstafanir um uppgjör vegna kaupa Brákar hses. á samtals 5 íbúðum af Bestla Þróunarfélagi ehf. í fjöleignarhúsinu að Þjóðbraut 3 sbr. meðfylgjandi kaupsamning dags. 29. ágúst síðastliðinn.

Samþykkt 9:0

4.Þjóðbraut 5 - kaupsamningur um 4 íbúðir

2209002

Kaupsamninggur Brákar hses. og Bestla Þróunarfélags um kaup á 4 íbúðum að Þjóðbraut 5.

Um er að ræða úrræði samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016 en Akraneskaupstaður veitir stofnframlag til Brákar hses. vegna kaupanna en íbúðirnar verða til afnota fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar samkvæmt leigusamningi sem gerður verður á milli Brákar hses. og hvers þjónustuþega fyrir sig.

Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi ráðstafanir um uppgjör vegna kaupa Brákar hses. á samtals 4 íbúðum af Bestla Þróunarfélagi ehf. í fjöleignarhúsinu að Þjóðbraut 5 sbr. meðfylgjandi kaupsamning dags. 29. ágúst síðastliðinn.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi ráðstafanir um uppgjör vegna kaupa Brákar hses. á samtals 4 íbúðum af Bestla Þróunarfélagi ehf. í fjöleignarhúsinu að Þjóðbraut 5 sbr. meðfylgjandi kaupsamning dags. 29. ágúst síðastliðinn.

Samþykkt 9:0

5.Umdæmisráð barnaverndarþjónustu Akraneskaupstaðar

2209025

Bæjarráð samþykkti f.h. Akraneskaupstaðar að standa að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndarþjónustu en óskar nánari skýringa á fyrirkomulagi vegna greiðslna fyrir hvert og eitt mál sem fer til meðferðar hjá umdæmisráði.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Til máls tóku:
RBS, KHS, EBr, LÁS, KHS, og RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að standa að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndarþjónustu en óskar nánari skýringa á fyrirkomulagu greiðslna fyrir hvert og eitt mál sem fer til meðferðar hjá umdæmisráði.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna að framgangi málsins og undirbúa breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar vegna skipan umdæmaráðs.

Samþykkt 9:0

6.Vesturgata 81 - umsókn um svalir - breyting úti

2205072

Umsókn um að koma fyrir timbursvölum við húsið. Breytingin var grenndarkynnt frá 16. ágúst til og með 16. september 2022.
Samþykki barst frá þeim aðilum sem grenndarkynnt var fyrir.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting skv. grenndarkynningu verði samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Krókalóns vegna Vesturgötu 81, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

7.Garðasel - útibú

2206029

Uppfært reiknilíkan fyrir leikskólann Garðasel.
Minnisblað vegna fjölgunar barna á leikskólanum Garðaseli starfsárið 2022-2023 lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að reiknilíkan stöðugilda fyrir leikskólann Garðasel verði uppfært til samræmis við fjölgun barna á leikskólanum, skólaárið 2022-2023.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2022, samtals að fjárhæð kr. 29.341.000, sem færður verður á deild 04140-1691 og mætt með lækkun á handbæru fé. Gera verður ráð fyrir þessari aukningu í fjárhagsáætlun ársins 2023.

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar staðfestingar.
Bæjastjórn Akraness samþykki viðauka nr. 14, samtals að fjárhæð kr. 29.341.000, sem færður verður á deild 04140-1691 og mætt með lækkun á handbæru fé.

Samþykkt 9:0

8.Almenningssamgöngur (landsbyggðastrætó leið 57) - ályktun bæjarstjórnar Akraness

2209071

Bæjaryfirvöld hafa verið í samskiptum við Strætó bs.vegna hækkunar á gjaldskrá fyrirtækisins.

Bæjarstjórn Akraness sendir frá sér ályktun vegna hækkunarinnar.
Til máls tóku:

Bæjarstjórn Akraness samþykkir eftirfarandi ályktun:

Bæjarstjórn Akraness mótmælir harðlega þeim gjaldskrárhækkunum sem urðu hjá landsbyggðarstrætó síðastliðið sumar og koma sérstaklega hart niður á reglulegum notendum strætisvagna á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Njóta þessir farþegar nú hlutfallslega mun lakari afsláttarkjara en farþegar á öðrum leiðum miðað við muninn á verði staks fargjalds annars vegar og mánaðar- eða árskorts hins vegar. Við umræddar gjaldskrárbreytingar var verð á árskorti fyrir fullorðna hækkað úr kr. 140.000 í kr. 239.200, sem er með öllu óásættanleg hækkun fyrir hinn almenna strætófarþega á Akranesi.

Við yfirferð á nýrri gjaldskrá hjá landsbyggðarstrætó vakna alvarlegar spurningar um jafnræði íbúa óháð búsetu. Þannig má kaupa árskort sem gildir fyrir vegalengdina milli Staðarskála og Egilsstaða (Norðurland árskort) á kr. 159.200, sem þýðir að töluvert ódýrara er fyrir fólk að komast þar yfir mun lengri vegalengd en milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Einnig er Borgarbyggð með sér úrlausn innan síns sveitarfélags þar sem lengsta vegalengdin er 22,8 km frá Borgarnesi í Varmaland en verð fyrir árskort er kr. 96.000.

Bæjarstjórn beinir því til stjórnenda Vegagerðarinnar / landsbyggðarstrætó að unnið verði að lausn til að tryggja ferðir milli höfuðborgarsvæðisins og nærsveitarfélaga þess (Akranes, Borgarnes, Hveragerði, Selfoss, Reykjanesbær) á sanngjörnu verði og miða þá ef til vill við hámarks fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, 60 km og undir, og bjóða upp á betri kjör á árskortum til íbúa þeirra svæða.

Bæjarstjórn leggur áherslu á að gjaldskrá Strætó vegna ferða á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins taki mið af vegalengdinni á milli þessara svæða og að afsláttarkjör vegna magnferða (árskort og árshlutakort) séu í samræmi við fargjald fyrir stakar ferðir.

Þá gerir bæjarstjórn alvarlega athugasemd við það að ekki hafi verið haft betra samráð við hlutaðeigandi sveitarfélög áður en gripið var til svo mikilla verðhækkana og óskar eftir betra og tíðara samtali við forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna reksturs og þjónustu landsbyggðarstrætó.

Bæjarstjórn Akraness minnir á að stjórnvöld hafa lagt fram ákveðnar áherslur í umhverfis- og loftslagsmálum og þá hefur ríkisstjórn Íslands undanfarið lagt aukna áherslu á byggðaþróun og húsnæðisuppbyggingu í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Hér þarf hugur að fylgja máli og eru góðar, ódýrar og áreiðanlegar almenningssamgöngur til þessara svæða lykilatriði á leiðinni að þessum markmiðum. Bæjarstjórn brýnir því ríkisstjórnina til að leita allra leiða í rekstri landsbyggðarstrætó svo að ekki þurfi að grípa til svo gríðarlegra verðhækkana sem hér um ræðir.

Valgarður L. Jónsson (sign)
Líf Lárusdóttir (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Einar Brandsson (sign)
Jónína Margrét Sigmundsdóttir (sign)
Guðmundur Ingþór Guðjónsson (sign)
Liv AAse Skarstad (sign)
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (sign)


Samþykkt 9:0


9.Hvalfjarðargöng - ályktun bæjarstjórnar Akraness

2209109

Ályktun bæjarstjórnar um fyrirhugaða innheimtu veggjalda - Hvalfjarðargöng.
Til máls tóku:

Bæjarstjórn Akraness samþykkir eftirfarandi ályktun vegna hugmynda um innheimtu veggjalda í Hvalfjarðargöngum:

Á fundi sínum þann 25. september 2018 sendi bæjarstjórn Akraness frá sér ályktun þar sem hún fagnaði þeim merkisáfanga, að Spölur skilaði Hvalfjarðargöngum uppgreiddum til ríkisins tuttugu árum eftir að þau voru opnuð fyrir umferð. Það að göngunum væri skilað að fullu uppgreiddum til ríkisins var lykilatriði, því það þýddi að innheimta veggjalda yrði lögð niður og við tæki rekstur á ábyrgð ríkisins eins og raunin er um öll önnur samgöngumannvirki í íslenska vegakerfinu. Í ályktun sinni brýndi bæjarstjórn jafnframt ríkið til að huga að undirbúningi nýrra Hvalfjarðarganga, þar sem núverandi göng væru komin að mörkum leyfilegs umferðarmagns.

Nú berast fréttir af því að ríkisstjórnin áformi að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum á nýjan leik árið 2023, fimm árum eftir að ríkið tók við mannvirkinu fullbúnu og skuldlausu. Þessi gjaldtaka er sögð eiga að fjármagna byggingu nýrra Hvalfjarðarganga.

Hvalfjarðargöng voru einstök framkvæmd á íslenskan mælikvarða og saga þeirra í raun merkisatburður í samgöngusögu íslensku þjóðarinnar. Ekki aðeins eru göngin fyrstu og einu neðansjávargöngin á Íslandi, heldur voru þau einnig fyrsta einkaframkvæmdin í íslenska vegakerfinu og fyrsta alþjóðlega fjárfesting sinnar tegundar í samgöngumálum á Norðurlöndum.
Þá voru Hvalfjarðargöng fyrsta framkvæmdin í samgöngumannvirkjum á Íslandi sem samið var um á grundvelli alútboðs þar sem verktakinn bar alla ábyrgð á fjármögnun verksins á framkvæmdatíma sem og tæknilega ábyrgð á framkvæmd verksins.

Síðast en ekki síst eru Hvalfjarðargöng eina vegaframkvæmd í sögu landsins sem er að fullu greidd með notendagjöldum. Það væri því sérlega ósanngjarnt að hefja að nýju innheimtu veggjalda einmitt þar.

Bæjarstjórn Akraness leggur þunga áherslu á að íbúar landsins njóti jafnræðis óháð búsetu. Frá því að Hvalfjarðargöng voru byggð hefur ríkið staðið fyrir uppbyggingu dýrra samgöngumannvirkja víða um land, svo sem lagningu jarðganga og tvöföldun vega. Þessi uppbygging hefur átt sér stað án þess að notendur þeirra mannvirkja, að Vaðlaheiðargöngum einum undanskildum, hafi þurft að greiða fyrir notkun þeirra, hvað þá fyrir framkvæmd þeirra áður en þau voru byggð. Það skýtur því skökku við að íbúar Vesturlands þurfi að greiða á ný fyrir notkun Hvalfjarðarganga, í þetta sinn til að safna fyrir nýjum göngum. Slík ráðstöfun brýtur alvarlega gegn jafnræði íbúa miðað við búsetu þeirra.

Bæjarstjórn brýnir innviðaráðherra til dáða við undirbúning nýrra Hvalfjarðarganga, sem löngu eru orðin tímabær miðað við umferðarþunga um núverandi göng, og lýsir sig reiðubúna til samtals og samvinnu um það verkefni.

Bæjarstjórn mótmælir hins vegar harðlega þeim fyrirætlunum að hefja að nýju gjaldtöku veggjalda í núverandi göngum, enda væri slík gjaldheimta hrein svik við fólk og fyrirtæki á Akranesi og annars staðar á Vesturlandi sem og alla notendur Vesturlandsvegar sem nú þegar hafa greitt þessa framkvæmd upp.

Þá hvetur bæjarstjórn ráðherra til að líta til aðferðafræðinnar við undirbúning og byggingu núverandi ganga þar sem framkvæmdin sjálf var fjármögnuð samkvæmt alútboði, en innheimta veggjalda hófst ekki fyrr en mannvirkið var fullbúið og opið fyrir umferð.

Valgarður L. Jónsson (sign)
Líf Lárusdóttir (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Einar Brandsson (sign)
Jónína Margrét Sigmundsdóttir (sign)
Guðmundur Ingþór Guðjónsson (sign)
Liv AAse Skarstad (sign)
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (sign)


Samþykkt 9:0

10.Fundargerðir 2022 - bæjarráð

2201002

3501. fundargerð bæjarráðs frá 12. maí 2022.
3502. fundargerð bæjarráðs frá 16. júní 2022.
3503. fundargerð bæjarráðs frá 14. júlí 2022.
3504. fundargerð bæjarráðs frá 28. júlí 2022.
3505. fundargerð bæjarráðs frá 11. ágúst 2022.
3506. fundargerð bæjarráðs frá 25. ágúst 2022.
3507. fundargerð bæjarráðs frá 8. september 2022.
Til máls tóku:
LL almennt um fundargerðirnar sem eru flestar frá þeim tíma sem bæjarráð leysti bæjarstjórn af í sumrleyfi hennar.
LÁS um fundargerð nr. 3505, dagskrárliði nr. 2 og nr. 4.
VLJ úr stól forseta um fundargerð nr. 3505, dagskrárlið nr. 2.
LL um fundargerð nr. 3505, dagkrárlið nr. 2.
SAS um fundargerð nr. 3502, dagskrárliði nr. 3, nr. 4 og nr. 15.
VLJ úr stóli forseta um fundargerð nr. 3502, dagskrárlið nr. 3.
LL um fundargerð nr. 3502, dagskrárlið nr. 15.
JMS um fundargerð nr. 3502, dagskrárlið nr. 3.
RBS um fundargerð nr. 3503, dagskrárliði nr. 11, nr. 13 og nr. 20.
RBS um fundargerð nr. 3504, dagskrárlið nr. 6.
RBS um fundargerð nr. 3506, dagskrárlið nr. 2.
VLJ úr stóli forseta um fundargerð nr. 3503, dagskrárlið nr. 13.
SFÞ um fundargerð nr. 3503, fundarlið nr. 20.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

187. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 7. september 2022.
Til máls tóku:
KHS sem þakkar Svölu Hreinsdóttur sviðsstjóra fyrir hennar mikilvægu störf í þágu Akraneskaupstaðar.
SFÞ sem þakkar Svölu Hreinsdóttur sviðsstjóra fyrir hennar mikilvægu störf í þágu Akraneskaupstaðar.
VLJ úr stóli forseta sem þakkar Svölu Hreinsdóttur fyrir hennar mikilvægu störf í Þágu Akraneskaupstaðar.
RBS um dagskrárliði nr. 1, nr. 2, nr. 3 og nr. 4.
KHS um dagskrárliði nr. 1, nr. 2, nr. 3 og nr. 4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2022 - skóla- og frístundaráð

2201004

196. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 31. ágúst 2022.
197. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 6. september 2022
198. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 7. september 2022.
Til máls tóku:
SFÞ sem þakkar Valgerði Janusdóttur sviðsstjóra fyrir hennar mikilvægu störf í þágu Akraneskaupstaðar.
JMS sem þakkar Valgerði Janusdóttur sviðsstjóra fyrir hennar mikilvægu störf í þágu Akraneskaupstaðar.
JMS um fundargerð nr. 197, dagskrárliði nr. 1, nr. 2 og nr. 3.
LÁS sem þakkar Valgerði Janusdóttur sviðsstjóra og Svölu Hreinsdóttur sviðsstjóra fyrir þeirra mikilvægu störf í þágu Akraneskaupstaðar.
VLJ úr stóli forseta og þakkar Valgerði Janusdóttur sviðsstjóra fyrir hennar mikilvægu störf í þágu Akraneskaupstaðar.
SAS sem þakkar Valgerði Janusdóttur sviðsstjóra fyrir hennar mikilvægu störf í þágu Akraneskaupstaðar.
SAS um fundargerð nr. 196, dagskrárlið nr. 3.
EBr um fundargerð nr. 196, dagskrárlið nr. 3.
JMS um fundargerð nr. 196, dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2022 - skipulags- og umhverfisráð

2201005

243. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 29. ágúst 2022.
244. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 5. september 2022.
245. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 7. september 2022.
Til máls tóku:
LÁS um fundargerð nr. 243, dagskrárliði nr. 12 og nr. 15.
GIG um fundargerð nr. 243, dagkrárliði nr. 12 og nr. 15.
VLJ úr stóli forseta um fundargerð nr. 243, dagskrárlið nr. 12.
SAS um fundargerð nr. 243, dagskrárliði nr. 12 og nr. 15.
SAS um fundargerð nr. 244, dagskrárlið nr. 1.
RBS um fundargerð nr. 243, dagskrárliði nr. 12 og nr. 15.
KHS um fundargerð nr. 243, dagskrárlið nr. 15.
KHS um fundargerð nr. 245, dagskrárlið nr. 1.
LÁS um fundargerð nr. 243, dagskrárliði nr. 12 og nr. 15.
VLJ úr stóli forseta um fundargerð nr. 243, dagskrárlið nr. 15.
RBS um fundargerð nr. 243, dagskrárlið nr. 15.
RBS um fundargerð nr. 244, dagskrárlið nr. 1.
GIG um fundargerð nr. 243, dagskrárliði nr. 12 og nr. 15.
GIG um fundargerð nr. 244, dagskrárlið nr. 1.
SAS um fundargerð nr. 243, dagskrárlið nr. 15.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2022 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2203254

128. fundargerð stjórnar Höfða frá 27. júní 2022.
Til máls tóku:
SAS um dagskrárlið nr. 5 og hvetur til að öllum bæjarfulltrúum sé boðið til að skoða yfirstandandi framkvæmdir á Höfða.
EBr um dagskrárlið nr. 5. og sem formaður stjórnar Höfða mun hann tryggja að öllum bæjarfulltrúum sé boðið í heimsókn á Höfða til að skoða framkvæmdirnar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2022 - SSV

2202006

168. fundargerð samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 1. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2022 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands og fylgiskjöl

2201046

176. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 20. júní 2022.
177. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 7. september 2022 ásamt fylgigögnum.
Til máls tóku:
RBS um fundargerð nr. 176, liður nr. 4.23.
KHS um fundargerð nr. 176, dagskrárliði nr. 4.23 og nr. 7.
VLJ um fundargerð nr. 176, dagskrárlið nr. 7 og óskar KHS til hamingju með kjör nefndarinnar um að KHS gegni formennsku hennar.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

17.Fundargerðir 2022 - Orkuveita Reykjavíkur

2203045

319. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. maí 2022.
Fundargerð eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. ágúst 2022.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

18.Fundargerðir 2022 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2201057

911. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. júní 2022.
912. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. ágúst 2022.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:26.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00