Fara í efni  

Bæjarstjórn

1330. fundur 23. mars 2021 kl. 17:00 - 19:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Elsa Lára Arnardóttir 2. varaforseti
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir varamaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

Næsti fundur bæjarstjórnar er þriðjudaginn 13. apríl 2021.

1.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Dalbraut 6

2008220

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við breytingum á deiliskipulaginu.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að greinargerð skipulagsfulltrúa verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugasemda sem bárust við deiliskipulagsbreytinguna.
Til máls tóku:
EBr, RBS, RÓ, RBS og RÓ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2021 sem svar bæjarstjórnar við framkomnum athugasemdum.

Samþykkt 7:2 (VLJ/ELA/RBS/GS/KHS/ÓA/SMS) : (EBr/RÓ)

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu á lóð við Dalbraut 6, að breytingin verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 7:2 (VLJ/ELA/RBS/GS/KHS/ÓA/SMS) : (EBr/RÓ)

2.Esjuvellir 8 bílskúr - umsókn um byggingarleyfi - grenndarkynning

2011264

Umsóknin var grenndarkynnt fyrir Esjuvöllum 4, 6 og 10, frá 27. janúar til 2. mars 2021. Engar athugasemdir bárust, samþykki barst frá Esjuvöllum 10.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimila byggingarleyfi á bílskúr í samræmi við meðfylgjandi gögn á lóð nr. 8 við Esjuvelli.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir byggingarleyfi á bílskúr við Esjuvelli 8.

Samþykkt 9:0
Fylgiskjöl:

3.Fab Lab smiðja á Akranesi

2101256

Málefni Fab Lab smiðju Vesturlands á Akranesi.

Hjálagðir eru samstarfssamningar um rekstur og umsjón smiðjunnar ásamt húsaleigusamningum milli Akraneskaupstaðar og Brim hf. og milli
Akraneskaupstaðar og ArTTré ehf.

Óskað var eftir staðfestingu bæjarráðs á þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu með tilheyrandi fjárhagsstuðning til ársloka 2026.

Bæjarráð samþykkti þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu og fyrirliggjandi samninga og skuldbindingar sem í því felast fyrir Akraneskaupstað og fól bæjarstjóra frágang málsins.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 8 að fjárhæð kr. 3.400.000 sem er mætt af óvissum útgjöldum 20830-4995 og færist á deild 13060-4390.

Bæjarráð vísaði viðauka nr. 8 til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
Til máls tóku:
ELA og ÓA.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 8 að fjárhæð kr. 3.400.000 sem er mætt af deild 20830-4995 og færist á deild 13060-4390.

Samþykkt 9:0

4.Niðurgreiðsla vegna dvalar barna hjá dagforeldrum 2021

2010176

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 2. mars 2021 tillögu að hækkun niðurgreiðslu til foreldra upp í kr. 70.000 miðað við fulla vistun og vísaði til samþykktar í bæjarráði þar sem hækkunin rúmast innan fjárheimildar 2021.

Bæjarráð samþykkti tillögu um hækkun á niðurgreiðslum til foreldra, úr kr. 55.000 fyrir fulla vistun á mánuði (8 tímar eða meira) í kr. 70.000. Fyrir foreldra fjölburabarna sem kaupa vistun hjá dagforeldrum í 4-8 klukkustundir hækkar niðurgreiðslan úr kr. 63.000 í kr. 78.000 á mánuði og fyrir annað fjölburabarn hækkar niðurgreiðslan úr kr. 100.000 í kr. 130.000. Hækkun niðurgreiðslu til foreldra vegna vistunar barns í skemmri tíma en fulla vistun verður hlutfallsleg miðað við dvalarstundafjölda barnsins.

Bæjarráð samþykkti að hækkunin gildir frá 1. apríl næstkomandi. Hækkunin rúmast innan samþykktar fjárheimildar á deild 04200-5917 og hefur því ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu.

Bæjarráð vísaði málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku:
RBS, GS, SMS og EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur Akraneskaupstaðar um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.

Samþykkt 9:0

5.Reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

2009128

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á 149. fundi sínum þann 17. mars 2021 fyrirliggjandi tillögu að breytingum á reglum Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilum. Breyting á 1. grein sem snýr að framlengingu á umsóknarfresti.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar samþykkt sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tók: KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

Samþykkt 9:0

6.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð

2101002

3453. fundargerð bæjarráðs frá 11. mars 2021.
Til máls tóku:
EBr um fundarlið nr. 10.
ELA um fundarlið nr. 10.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð

2101004

156. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 16. mars 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2021 - Skipulags- og umhverfisráð

2101005

188. fundargerð skipulag- og umhverfisráðs frá 2. mars 2021.
189. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 8. mars 2021.
190. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 16. mars 2021.
Til máls tóku:
EBr um fundargerð nr. 189, fundarlið nr. 6.
EBr um fundargerð nr. 190, fundarliði nr. 1, nr. 2, nr. 4 og nr. 6.
RÓ um fundargerð nr. 190, fundarliði nr. 1 og nr. 2 og um Fjöliðjumálið.
RBS um fundargerð nr. 188, fundarlið nr. 1.
RBS um fundargerð nr. 189, fundarliði nr. 1, nr. 6 og nr. 10.
RBS um fundargerð nr. 190, fundarliði nr. 1 og nr. 2, nr. 4 og nr. 6.
RBS um Fjöliðjumálið.
KHS um Fjöliðjumálið.
RÓ um fundargerð nr. 190, fundarliði nr. 1 og nr. 2.
RBS um fundargerð nr. 190, fundarliði nr. 1 og nr. 2.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2021 - Velferðar- og mannréttindaráð

2101003

149. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 17. mars 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2021 - Orkuveita Reykjavíkur

2101009

299. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. janúar 2021.
Forseti óskar eftir að taka til máls undir þessum dagskrárlið.

ELA, 2. varaforseti við stjórn fundarins.

Til máls tóku:
EBr um ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur varðandi laun forstjóra fyrirtækisins sem nýlega voru kynntar í fjölmiðlum.
VLJ fundarliði nr. 2 og nr. 3.
VLJ um ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur varðandi laun forstjóra fyrirtækisins.
ÓA um ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur varðandi laun forstjóra fyrirtækisins.
RÓ um ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur varðandi laun forstjóra fyrirtækisins.

VLJ tekur að nýju við stjórn fundarins.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00