Fara í efni  

Bæjarstjórn

1322. fundur 24. nóvember 2020 kl. 17:00 - 19:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Karitas Jónsdóttir varamaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Guðjón Viðar Guðjónsson varamaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.

Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

Forseti óskar eftir að dagskrárliður nr. 3 fari út af dagskránni en erindið er óafgreitt í bæjarráði.

Samþykkt 9:0

1.Sementsreitur - gjaldskrá

2010266

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember sl. tillögu skipulags- og umhverfisráðs um að gjaldskrá gatnagerðargjalda við Sementsreit verði 25% hærri en almenn gatnagerðargjaldskrá Akraneskaupstaðar að undanskildum gjaldflokki um einbýlishús.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tók: RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir tillögu bæjarráðs um að gjaldskrá gatnagerðargjalda við Sementsreit verði 25% hærri en almenn gatnagerðargjaldskrá Akraneskaupstaðar að undanskildum gjaldflokki um einbýlishús.

Samþykkt 9:0

2.Endurskoðun reglna um úthlutun lóða

1910114

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember sl. breytingar á reglum um úthlutun lóða. Breytingarnar eru gerðar til samræmis við nýja gjaldskrá gatnagerðargjalds á Akranesi.

Bæjarráð vísar reglunum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tók: RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir breyttar reglur um úthlutun lóða til samræmis við nýja gjaldskrá gatnagerðargjalds á Akranesi nr. 1099/2020 frá 12. nóvember síðastliðnum.

Samþykkt 9:0

3.Höfði - endurbætur 2020

2001138

Bæjarráð tók fyrir erindi Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis um endurbætur á 2. hæð á fundi sínum þann 29. október sl.

Bæjarráð telur ekki forsvaranlegt að fara í verkefnið án nýrrar umsóknar miðað við þær breyttu forsendur sem blasa eftir endurskoðun kostnaðaráætlunar. Að auki eru aðstæður í samfélaginu í dag þannig að erfitt er að sjá hvernig unnt sé að hafa hóp iðnaðarmanna að störfum á heimilingu á næstunni en bæjarráð er sammála stjórn Höfða um að knýjandi þörf er á endurbótum á húsnæðinu. Stærra viðfangsefni er hins vegar hið fjárhagslega umhverfi sem ríkisvaldið hefur búið sveitarfélaginu sem rekstararaðila þjónustu þessa málaflokks sem raunverulega er alfarið á ábyrgð ríkisins að veita. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag gengur tæplega lengur og aðgerða þörf en nokkur sveitarfélög hafa tekið ákvörðun um að skila verkefninu til baka til ríkisins.

Bæjarráð samþykkti að standa straum af fyrirliggjandi hönnunarkostnaði en sú fjárfesting mun nýtast verði sótt um að nýju á næsta ári er opnað verður fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð aldraðra.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 30 og vísaði viðaukanum til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar. Ráðstöfuninni verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 30. Ráðstöfuninni er mætt með lækkun á handbæru fé að fjárhæð kr. 15.479.000.

Samþykkt 9:0

4.Námsleyfi í leikskólum

2002322

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum úthlutun vegna náms starfsmanna leikskólanna í leikskólakennarafræðum. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs sem samþykkti viðauka nr. 31 vegna þessa og vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 31 en um er að ræða tilfærslur á milli liða í áætluninni og hafa ekki áhrif á ætlaða rekstrarniðurstöðu.

Samþykkt 9:0

5.Reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

2009128

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á 135. fundi sínum þann 16. september 2020 fyrirliggjandi drög að reglum Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilum og vinnulag vegna úthlutunar. Ráðið tók málið einnig fyrir á 140. fundi sínum þann 18. nóvember 2020 og samþykkti tillögu að breytingum sem sneru að umsóknarferlinu.

Reglurnar eru byggðar á samþykkt ríkisstjórnarinnar sem í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Samþykkt var 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.

Reglur Akraneskaupstaður eru í samræmi við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum.

Bæjarráð samþykkti reglunar á fundi sínum þann 20. nóvember og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Til máls tók: KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn í sérstökum aðstæðum í samræmi við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins.

Samþykkt 9:0

6.Breyting á fundartíma bæjarstjórnar

2011215

Vegna breytinga á tímaáætlun vegna framlagningar fjárhagsáætlunarinnar og umfjöllunar um hana í bæjarstjórn Akraness er gert ráð fyrir að bæjarstjórnarfundir verði þann 1. og 15. desember og að fundurinn þann 8. desember falli niður.
Þrátt fyrir að í bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar sé kveðið á um að bæjarstjórnarfundir skulu haldnir annann og fjórða þriðjudag í mánuði gerir forseti tillögu um að bæjarstjórnarfundir í desember 2020 verði haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag í mánuðinum.

Samþykkt 9:0

7.Fundargerðir 2020 - Bæjarráð

2001002

3435. fundargerð bæjarráðs frá 12. nóvember 2020.
3436. fundargerð bæjarráðs frá 15. nóvember 2020.
3437. fundargerð bæjarráðs frá 16. nóvember 2020.
3439. fundargerð bæjarráðs frá 20. nóvember 2020.
Til máls tóku:
RÓ um fundargerð nr. 3437, fundarliði nr. 2 og nr. 3.
RÓ um fundargerð nr. 3439, fundarlið nr. 6.
ÓA um fundargerð nr. 3439, fundarlið nr. 2.
RBS um fundargerð nr. 3439, fundarlið nr. 2.
KHS um fundargerð nr. 3439, fundarlið nr. 2.
VLJ um fundargerð nr. 3439, fundarliði nr. 2 og nr. 6.
VLJ um fundargerð nr. 3437, fundarliði nr. 2 og nr. 3.
RÓ um fundargerð nr. 3439, fundarlið nr. 6.
RÓ um fundargerð nr. 3437, fundarliði nr. 2 og nr. 3.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2020 - Skipulags- og umhverfisráð

2001005

180. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 16. nóvember 2020.
Til máls tóku:
GVG um fundarlið nr. 5.
RÓ um fundarlið nr. 6.
RBS um fundarliði nr. 6, nr. 8, nr. 9, nr. 10 og nr. 11.
VLJ um fundarlið nr. 11.
RÓ um fundarliði nr. 6, nr. 10 og nr. 11 og varðandi framlagningu fundargerða starfshóps um sorpmál.
KHS um fundarlið nr. 6.
RBS um fundargerðir starfshóps um sorpmál.
ÓA um fundarlið nr. 6.
VLJ um fundarlið nr. 6.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2020 - Skóla- og frístundaráð

2001004

147. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 19. nóvember 2020.
Til máls tóku:
EBr um fundarlið nr. 1.
RBS um fundarlið nr. 1.
RÓ um fundarlið nr. 1.
EBr um fundarlið nr. 1.
RBS um fundarlið nr. 1
GVG um fundarlið nr. 1.
RÓ um fundarlið nr. 1.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

139. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 11. nóvember 2020.
140. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 18. nóvember 2020.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2020 - Faxaflóahafna

2001014

199. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 13. nóvember 2020.
Til máls tók:
ÓA um fundarliði nr. 5, nr. 6, nr. 7 og nr. 8.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2020 - Orkuveita Reykjavíkur

2001015

293. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. ágúst 2020.
294. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. september 2020.
295. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 5. október 2020.
296. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. október 2020.
Til máls tóku:
VLJ um rekstur fyrirtækisins OR almennt, sbr. liði nr. 2 í fundargerðum nr. 295 og nr. 296.
GVG um fundargerð nr. 296, fundarlið nr. 13.
RÓ um fundargerð nr. 296, fundarlið nr. 13.
VLJ um fundargerð nr. 296, fundarlið nr. 13.
EBr um fundargerð nr. 296, fundarlið nr. 13.
VLJ um fundargerð nr. 296, fundarlið nr. 13.
GVG um fundargerð nr. 296, fundarlið nr. 13.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00