Fara í efni  

Bæjarstjórn

1313. fundur 12. maí 2020 kl. 17:00 - 19:40 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
 • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Bára Daðadóttir aðalmaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.

Bæjarfulltrúinn Bára Daðadóttir tekur þátt í fundinum í fjarfundarbúnaði.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 2005059, Barnvænt samfélag - sveitarfélög með réttindi barna að leiðarljósi.

Málið verður nr. 11 í dagskránni verði afbrigðin samþykkt.

Til máls tóku:
EBr, ELA, RÓ, RBS, KHS, BD, EBr, KHS, RÓ, ELA og RÓ.

Samþykkt 6:0, 3 sitja hjá (EBr/RÓ/ÓA)

1.Ársreikningur 2019 - ábyrgða- og skuldbindingaryfirlit

2004032

Óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar Akraness á ábyrgða- og skuldbindingayfirlit í sundurliðunarbók ársreiknings Akraneskaupstaðar vegna ársins 2019.
Forseti leggur fram tillögu um að ræða dagskrárliði nr. 1 til og með nr. 4 saman undir dagskrárlið nr. 2 og að gerð verði grein fyrir umræðunni þar þó hvert og eitt mál verði eðli máls samkvæmt afgreitt sérstaklega.

Tillagan samþykkt 9:0

Bæjarstjórn staðfestir ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit í sundurliðunarbók ársreiknings Akraneskaupstaðar vegna ársins 2019.

Samþykkt 9:0

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2019 - A hluti

2004036

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2019 - A hluti. Síðari umræða.
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafnið í Görðum
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar

Rekstrarniðurstaða A-hluta, fyrir óreglulega liði, er jákvæð um 623,1 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 243,8 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða A-hluta með óreglulegum liðum er jákvæð um 657,6 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 367,3 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í mkr. er 1.718 en nam 1.183 m.kr árið 2018.
Skuldaviðmið er 23% en var 26% árið 2018.
EBITDA framlegð er 8,38% en var 11,7% árið 2018.
Veltufé frá rekstri er 16,84% en var 21,4% árið 2018.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 89% en var 92% árið 2018.
Eiginfjárhlutfall er 57% en var 55% árið 2018.
Veltufjárhlutfall er 2,33 en var 2,75 árið 2018.
Til máls tóku:
SFÞ, ELA, SMS, EBr, ELA, RBS, ÓA og RÓ sem leggur fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna ársreiknings Akraneskaupstaðar 2019:

Á rekstrarárinu 2019 skilar Akraneskaupstaður um 655. m.kr. afgangi eða um 301 m.kr umfram áætlun og er það góður árangur hvort heldur horft er til reksturs Akraneskaupstaðar síðustu ár eða almennt til reksturs sveitarfélaga á Íslandi. Tekjur vaxa, skuldir fara lækkandi og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Núverandi bæjarstjórn hefur haldið áfram á sömu braut og mörkuð var hjá síðustu bæjarstjórn að sýna ráðdeild og sækja fram. En staðan er hvikul og hvergi má slaka á í rekstrinum. Ársreikningur Akraneskaupstaðar ber einnig með sér vísbendingar um að slaknað hafi á aðhaldi í rekstrinum, launakostnaður er að aukast á árinu 2019 um rúmar 495 milljónir og rekstrargjöld vaxa umfram tekjur sem nemur nær 200 milljónum króna. Mikilvægt er að horft verði til þessa á núverandi rekstrarári og í næstu fjárhagsáætlanagerð.

Útgjöld vegna málaflokks fatlaðs fólks fara fram úr áætlun ársins 2019 og greiðslur sem að fylgdu málaflokknum við yfirfærslu hans frá ríki til sveitarfélaga eru ekki í samræmi við þær kröfur sem ríkið gerir til þjónustunnar. Greiðslur Jöfnunarsjóðs duga ekki til að dekka þann kostnað sem sveitarfélagið innir af hendi til að mæta þessum lögbundnu verkefnum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru uggandi yfir stöðu málaflokksins í heild þar sem útlit er fyrir uppsafnað tap sem með réttu ættu að nýtast í aðra lögbundna þjónustu sveitarfélagsins.

Áhyggjuefni er að Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði sé rekið með tapi þrátt fyrir að bagga lífeyrisskuldbindinga hafi verið létt af starfseminni. Ljóst er að fjárveitingar ríkisins duga ekki til standa undir lögbundinni starfsemi hjúkrunarheimila og engar vísbendingar eru um að breyting verði þar á. Nú er svo komið að sveitarfélög treysta sér ekki til að sinna rekstri nýrra hjúkrunarheimila og önnur íhuga að skila hjúkrunarheimilum í rekstri til ríkisins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka því þann vilja sinn að lokið verði við athugun á því hvort hagkvæmara sé breyta Hjúkrunar og dvalarheimilinu Höfða í sjálfseignarstofnun.

Nú eru óvenjulegir tímar á Íslandi meðan heimsfaraldur gengur yfir og enginn veit nákvæmlega hvernig framtíðin lítur út. Það verður hlutverk bæjarfulltrúa á Akranesi að verja rekstur og þjónustu Akraneskaupstaðar við íbúa og tryggja að Akraneskaupstaður geti sinnt þeim mikilvægu verkefnum, uppbyggingu og þjónustu sem honum ber til framtíðar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum.

Rakel Óskarsdóttir (sign)

Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)

Einar Brandsson (sign)

Ólafur G. Adolfsson (sign)

Framhald umræðu:

Forseti óskar eftir að varaforseti taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls.
EBr tekur við stjórn fundarins.

Framhald umræðu:

VJ sem leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra vegna ársreiknings Akraneskaupstaðar 2019:

Ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir árið 2019 sýnir að fjárhagsstaða Akraneskaupstaðar er sterk. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 655 milljónir króna sem er 301 milljón króna betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Skuldaviðmið samstæðu lækkar niður í 23 %, rekstrartekjur ársins hjá samstæðu voru 5,2 % hærri en á fyrra ári, veltufé frá rekstri hjá samstæðu var 15,3 % af heildartekjum eða 1.228 milljónir króna og fjárfest var fyrir 981 milljón á árinu 2019. Handbært fé hækkar um 113 milljónir á árinu og nam 2.304 milljónum í árslok 2019.

Þessi sterka staða er til komin vegna ábyrgrar fjármálastjórnar og hún er okkur afar mikilvæg. Við stöndum núna frammi fyrir met ári í fjárfestingum og framkvæmdum hjá Akraneskaupstað en áætlað er að verja um 1,5 milljarði í uppbyggingu á þessu ári. Einnig eru uppi fordæmalausir tímar vegna Covid-19 og sú staða hefur nú þegar haft mikil áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar.

Vegna styrkrar fjármálastjórnar Akraneskaupstaðar þá erum við í stakk búin til að takast á við þá stöðu sem uppi er í þjóðfélaginu. Skuldir kaupstaðarins eru lágar og hafa farið lækkandi undanfarin ár. Þess vegna getum við stutt samfélagið okkar með það að markmiði að efla heilsu og hamingju íbúa og stuðla að nýjum atvinnutækifærum. Þó að sá stuðningur þýði að það taki okkur eitt til tvö ár að komast í gegnum efnahagsleg áhrif þessa ástands þá erum við að sinna því hlutverki okkar að standa með samfélaginu öllu með því að vernda og verja þau heimili, fyrirtæki og félagasamtök sem verða fyrir hvað mestum skakkaföllum. Það er hlutverk okkar og það ætlum við að halda áfram að gera.

Valgarður Lyngdal Jónsson (sign)

Elsa Lára Arnardóttir (sign)

Bára Daðadóttir (sign)

Ragnar Baldvin Sæmundsson (sign)

Kristinn Hallur Sveinsson (sign)

Framhald umræðu:
ELA og KHS.

Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikninga A- hluta Akraneskaupstaðar og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2019 - B-hluti

2004035

Ársreikningur Akraneskaupstaðar - B hluti. Síðari umræða.
2.1. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2. Gáma
2.3. Háhiti ehf.
2.4. Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Rekstrarniðurstaða B-hluta var neikvæð um 1,9 m.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 12,9 m.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.
Bæjarstjórn samþykkir ársreikninga B- hluta Akraneskaupstaðar og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0

4.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2019 - samstæða

2004034

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2019. Síðari umræða

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, fyrir óreglulega liði, var jákvæð um 621,2 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 231,0 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar með óreglulegum liðum var jákvæð um 655,6 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 354,4 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í m.kr. er 1.721 en nam 2.081 m.kr. árið 2018.
Skuldaviðmið er 23% en var 26% árið 2018.
EBITDA framlegð er 7,83% en var 10,80% árið 2018.
Veltufé frá rekstri er 15,27% en var 19,49% árið 2018.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 84% en var 87% árið 2018.
Eiginfjárhlutfall er 55% en var 53% árið 2018.
Veltufjárhlutfall er 2,19 en var 2,52 en árið 2018.

Bæjarráð staðfesti samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar með undirritun og leggur til við bæjarstjórn Akraness að reikningurinn og ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit vegna ársins 2019 verði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir ársreikninginn og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0.

5.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2020

2003227

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 25. mars sl. viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2020 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Viðaukinn felur í sér ráðstöfun að fjárhæð um kr. 138.843.000 vegna samþykktar á kjarasamningi Verkalýðsfélags Akraness og Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. Akraneskaupstaðar og Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2020, samtals að fjárhæð kr. kr. 138.843.000 og að kostnaðarakanum verði mætt með tilfærslum af deildunum Óviss útgjöld innan hvers málaflokks sem og deildinni Laun, óúthlutað 20830-1697 samkvæmt nánari sundurliðun í sérstöku fylgiskjali sem er meðfylgjandi fundargerðinni. Viðaukinn felur í sér tilfærslu á milli liða í áætluninni og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.

Samþykkt 9:0

6.Atvinnuátaksverkefni

2004189

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. maí sl. að veita samtals að hámarki 25,0 mkr. til átaksverkefnis til fjölgunar sumarstarfa fyrir námsmenn en fjárheimildin miðast við ráðningu í alls 50 störf í tvo mánuði. Fjárhæðinni verður mætt með lækkun rekstrarafgangs og vísað til viðaukasamþykktar í bæjarstjórn Akraness. Samþykktin er einnig gerð með fyrirvara um samþykki Alþingis á fjáraukalögum.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun ársins 2020, samtals að fjárhæð kr. 25.000.000, og að kostnaðaraukanum verði mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi. Fyrirvari er á samþykkt bæjarstjórnar um að Alþingi samþykki fjárveitingu til verkefnisins í fjáraukalögum.

Samþykkt 9:0

7.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2020-2023

1912062

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. maí sl. flýtiframkvæmdir samkvæmt endurskoðaðri fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins, alls kr. 200.301.000 í fjárfestingu og kr. 100.781.000 í gjaldfærðar framkvæmdir.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 12 að þessari fjárhæð og skal eignfærða hlutanum ráðstafað á verkefni og gjaldfærða hlutanum inn á málaflokka og deildir samkvæmt meðfylgjandi fylgjskjali.

Kostnaðarauka vegna eignfærslu verður mætt með lækkun á handbæru fé og kostnaðarauka vegna gjaldfærslu verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi. Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku:
RBS, EBr og RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 12 að fjárhæð kr. 200.301.000 í fjárfestingu og kr. 100.781.000 í gjaldfærðar framkvæmdir, sem skal ráðstafað samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að kostnaðarauka vegna eignfærslu verði mætt með lækkun á handbæru fé og kostnaðarauka vegna gjaldfærslu verði mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Samþykkt 9:0

8.Deiliskipulag Sementsreits - Suðurgata 126

2005001

Umsókn um að heimila sjúkraþjálfun á efri hæð hússins.
Grenndarkynnt var fyrir Jaðarsbraut 3, Skagabraut 24 og Suðurgötu 124. Eigendur hafa sent inn samþykki sitt fyrir framkvæmdinni.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynning sem gerð var skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010 verði samþykkt og send á Skipulagsstofnun og í B-deild stjórnartíðinda.
Til máls tók:
RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Sementsreits vegna Suðurgötu 126 sem felst í breytingu á notum efri hæðar hússins, úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði fyrir sjúkraþjálfun. Lyfta verður sett við útitröppur til að tyggja aðgengi að fyrirhugaðri starfsemi.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

9.Aðalskipulag Tjaldsvæði - við Kalmansvík

1904033

Aðalskipulagsbreytingin var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 2. mars til og með 15. apríl 2020.

Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir aðalskipulagsbreytingu Tjaldsvæðis við Kalmansvík og að breytingin verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Samþykkt 9:0

10.Deiliskipulag Tjaldsvæði við Kalmansvík

1904037

Deiliskipulagsbreytingin var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 2. mars til og með 15. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók:
EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu Tjaldsvæðis við Kalmansvík og að breytingin verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

11.Barnvænt samfélag- sveitarfélög með réttindi barna að leiðarljósi

2005059

Bæjarráð afgreiddi á fundin sínum þann 11. maí sl. að taka þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag og vísaði málinu til endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tók.
SMS, ELA og RÓ sem lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja sig ekki á móti hugmyndinni að Akranes taki þátt í verkefninu "Barnvænt samfélag" sem er samvinnuverkefni Félags- og barnamálaráðherra, UNICEF og útvalinna sveitarfélaga á Íslandi. Hins vegar gagnrýna bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins meðferð meirihlutans á málinu. Aðdragandi og undirbúningur málsins lítill sem enginn og afgreiðsla keyrð í gegn með aukafundum fagráða og bæjarráðs þvert á það sem kveðið er á um í gögnum UNICEF um innleiðingu sveitarfélaga að "Barnvænu samfélagi".

Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur G. Adolfsson (sign)

Bæjarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu "Barnvænt sveitarfélag".

Samþykkt 6:0, 3 sitja hjá (RÓ/EBr/ÓA)

12.Fundargerðir 2020 - Bæjarráð

2001002

3414. fundargerð bæjarráðs frá 30. apríl 2020.
3415. fundargerð bæjarráðs frá 5. maí 2020.
3416. fundargerð bæjarráðs frá 7. maí 2020.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2020 - Skóla- og frístundaráð

2001004

129. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 5. maí 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2020 - Skipulags- og umhverfisráð

2001005

152. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 27. apríl 2020.
153. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 4. maí 2020.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

126. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 6. maí 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2020 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2002057

881. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. apríl 2020.
882. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl 2020.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

17.Fundargerðir 2020 - Faxaflóahafna

2001014

192. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 8. maí 2020.
Til máls tók:
ÓA um fundarlið nr. 4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerðir 2020 - SSV

2001008

153. fundargerð SSV frá 29. apríl 2020.
Til máls tóku:
RÓ um fundarliði nr. 5 og nr. 9.
BD um fundarliði nr. 5 og nr. 9.
RÓ um fundarliði nr. 5 og nr. 9.
EBr um fundarliði nr. 5. og nr. 9.
RÓ um fundarlið nr. 9.
EBr um fundarlið nr. 9.
VLJ um fundarlið nr. 9.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Samþykki bæjarfulltrúans Báru Daðadóttur á fundargerðinni liggur fyrir með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 19:40.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00