Fara í efni  

Bæjarstjórn

1308. fundur 25. febrúar 2020 kl. 17:00 - 20:22 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 1706056 Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar, mál nr. 1905357 Deiliskipulag Skógarhverfi 4. áfangi, mál nr. 1908199 Deiliskipulags Skógarhverfi áfangi 3B og mál nr. 2001005 fundargerðir skipulags- og umhverfisráðs 2020.

Málin verða nr. 3, nr. 4, nr. 5 og nr. 9 í dagskránni verði afbrigðin samþykkt.

Samþykkt 9:0

1.Skýrsla bæjarstjóra 2020

2001229

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 29. janúar síðastliðinn.
Til máls tóku: ÓA og ELA.

2.Höfði - endurbætur á 2. áfanga

2001138

Bæjarráð samþykkti að ráðist verði í verkefnið að endurnýja þak- og veggjaklæðningu á 2. áfanga Höfða og að sótt verði um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra vegna framkvæmdarinnar. Miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdin kosti 60 mkr., að mögulegt framlag Framkvæmdasjóð sjóðsins verði sé rúmlega 23 mkr. en framlag eignaraðila rúmlega 37 mkr. sem skiptist á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveit í samræmi við eignarhluti sveitarfélaganna sem eru 90%:10%. Heildarábyrgð Akraneskaupstaðar vegna framkvæmdarinnar er því rúmlega 33 mkr. og fáist jákvætt svar frá Framkvæmdasjóðnum þarf að gera ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2021.

Bæjarráð vísaði erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tók: ELA

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ábyrgjast kostnað vegna framkvæmdar við endurnýjun þak- og veggjaklæðningar 2. áfang Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis. Bæjarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði vegna þessa við fjárhagsáætlun ársins 2021 að því gefnu að fjárframlag fáist til verkefnisins frá Framkvæmdasjóði aldraðra en gert er ráð fyrir að heildarábyrgð Akraneskaupstaðar vegna þessa verði um 33,3 mkr.

Samþykkt 9:0.

3.Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar

1706056

Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar er sett í samræmi við reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018. Húsnæðisáætlunin er heildstæð áætlun sveitarfélagsins varðandi stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu og er hún gerð til næstu sjö ára, frá árinu 2020 til og með 2026.

Bæjarráð, velferðar- og mannréttindaráð og skipulags- og umhverfisráð hafa staðfest áætlunina og vísað henni til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku: SFÞ, KHS, SMS, ELA, RÓ, EBr og VJ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar vegna áranna 2020 - 2026.

Samþykkt 9:0.

Bæjarstjórn þakkar Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra og embættismönnum þeim sem komu að vinnunni og sérstaklega þeim Sædísi Alexíu Sigurmundsdóttur og Hrefnu Rún Ákadóttur fyrir þeirra framlag. Jafnframt þakkar bæjarstjórn fagráðum Akraneskaupstaðar fyrir þeirra aðkomu að málinu.

4.Deiliskipulag Skógarhverfi 4.áf.

1905357

Deiliskipulagið var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, frá 31. október til og með 15. desember 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að lagfæringar verði gerðar á deiliskipulaginu til að útfærsla gatnamóta Ketilsflatar og Þjóðbrautar verði óháð þessu deiliskipulagi. Lagfæringar eiga ekki við efnisatriði deiliskipulagsins eða hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar.

Lagfæringar felast í eftirfarandi:
Skipulagssvæðið er minnkað verður 2.12 ha í stað 2.25 ha.
Lóð nr. 1 er minnkuð um 38 fermetra á vesturhorni. Nýtingarhlutfall er hækkað í 0.54 til að halda sama byggingamagni.
Tölur í greinargerð eru uppfærðar til samræmis við breytt flatarmál skipulagssvæðis og lóðar.
Til máls tóku: RBS og Ebr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulag Skógarhverfis 4. áfanga.

Samþykkt 8:0, einn bæjarfulltrúi situr hjá (EBr).

Breytingin felst í lagfæringu á deiliskipulaginu til að útfærsla gatnamóta Ketilsflatar og Þjóðbrautar verði óháð deiliskipulaginu. Lagfæringin á ekki við efnisatriði deiliskipulagsins og varðar ekki hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar.

5.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3B

1908199

Deiliskipulag skólalóðar í Skógahverfi, áfanga 3B var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, frá 31. október til og með 15. desember 2019. Engar athugsemdir bárust á auglýsingartíma.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi lagfæringar verði gerðar við deiliskipulagið vegna ábendinga Skipulagsstofnunar, lagfæringar eiga ekki við meginatriði deiliskipulagsins og eru ekki íþyngjandi fyrir aðliggjandi svæði eða aðra hagsmunaaðila:

Bætt er við umfjöllun um gæði bygginga.
Bætt er við umfjöllun um frágang lóðar.
Greinargerð lagfærð með endurröðun kafla.
Byggingreitur er minnkaður og felldur út reitur fyrir einnar hæðar byggingar á jaðri hans.
Til máls tóku: RBS og EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulag skólalóðar í Skógarhverfi, áfanga 3B. Skógarhverfis 4. áfanga til samræmis við framkomnar ábendingar Skipulagsstofnunar.

Samþykkt 8:1 (EBr).

Breytingin felst í lagfæringu á deiliskipulaginu vegna ábendinga Skipulagsstofnunar, varða ekki meginatriði skipulagsins og eru ekki íþyngjandi fyrir aðliggjandi svæði eða aðra hagsmunaaðila en Akraneskaupstað.

Lagfæringarnar felast í eftirfarandi:
a. Bætt er við umfjöllun um gæði bygginga.
b. Bætt er við umfjöllun um frágang lóðar.
c. Greinargerð er lagfærð með endurröðn kafla.
d. Byggingarreitur er minnkaður og felldur út reitur fyrir einnar hæðar byggingu á jaðri hans.

6.Fundargerðir 2020 - Bæjarráð

2001002

3401. fundargerð bæjarráðs frá 13. febrúar 2020.
3402. fundargerð bæjarráðs frá 20. febrúar 2020.
Til máls tóku:
ELA um fundargerð nr. 3401, lið nr.2, nr.3, nr.9, nr.10 og nr. 11.
Ró um fundargerð nr. 3401, lið nr.2, nr.3, nr.11 og nr.13.
EBr um fundargerð nr. 3401, lið nr.2 og nr.5.
RBS um fundargerð nr. 3401, lið nr.2, nr.3, nr.4, nr.12 og nr. 5.
SMS um fundargerð nr. 3401, lið nr.5.
ÓA um fundargerð nr. 3401, lið nr.11.

Forseti óskar eftir að EBr, varaforseti, taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls.

EBr tekur við stjórn fundarins.

VLJ um fundargerð nr. 3401, lið nr.11.
RÓ um fundargerð nr. 3401, lið nr.11.
ÓA um fundargerð nr. 3401, lið nr.11.
VLJ um fundargerð nr. 3401, lið nr.11.

Forseti tekur að ný við stjórn fundarins.

Fundargerðirnar lagðar fram.

7.Fundargerðir 2020 - Skóla- og frístundaráð

2001004

124. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 18. febrúar 2020.
Fundargerðin lögð fram.

8.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

121. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 19. febrúar 2020.
Fundargerðin lögð fram.

9.Fundargerðir 2020 - Skipulags- og umhverfisráð

2001005

(Með fyrirvara um samþykki)
144. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 17. febrúar 2020.
145. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 24. febrúar 2020.
Til máls tóku:
EBr um fundargerð nr. 144, lið nr.3 og nr.6.
ELA um fundargerð nr. 144, lið nr.3.
RBS um fundargerð nr. 144, lið nr.3, nr.6, nr.4, nr.5 og nr.7.
EBr um fundargerð nr. 144, lið nr. 3.
SFÞ um fundargerð nr. 144, lið nr. 3.

Fundargerðirnar lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 20:22.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00