Fara í efni  

Bæjarstjórn

1288. fundur 26. febrúar 2019 kl. 17:00 - 21:11 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson varamaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 1902204 um Heilbrigðisstefnu ríkisins til ársins 2030, verður dagskrárliður nr. 4.
Samþykkt 9:0.

Mál nr. 1901121 um Velferðarstefnu Vesturlands, verður dagskrárliður nr. 5.
Samþykkt 9:0.

Mál nr. 1807053 um Samgöngumál og skil á Hvalfjarðargöngunum (öryggismál), verður dagskrárliður nr. 6.
Samþykkt 9:0.

Mál nr. 1807133 um Þjóðgarðsstofnun - staðsetning og frumvarp, verður dagskrárliður nr. 7.
Samþykkt 9:0.

Mál nr. 1902222 um Málefni Höfða - fjölgun hjúkrunarrýma, erindi til stjórnvalda, verður dagskrárliður nr. 8.
Samþykkt 9:0.

Mál nr. 1901119 um frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar, verður dagskrárliður nr. 9.
Samþykkt 9:0.

Mál nr. 1901008, fundargerðir 2019 - skipulags- og umhverfisráð, 104. fundargerð er bætt við á dagskrá.
Samþykkt 9:0.

1.Skýrsla bæjarstjóra 2019

1902203

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 23. október 2018.
Til máls tóku:
ELA, ÓA og SFÞ.

2.Aðalskipulag Akraneshöfn - aðalhafnargarður

1709090

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 18. febrúar síðastliðinn, var fjallað um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna Akraneshafnar sem var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 18. október til og með 30. nóvember 2018. Engar athugasemdir bárust.

Minjastofnun gerði kröfu um mælingu á minjum í sjó og á landi, að þær yrðu mældar upp og settar inn á skipulagsuppdrátt. Fornminjastofnun Íslands hefur skilað inn Fornleifakönnun við Akraneshöfn og minjar hafa verið merktar inn á skipulagsuppdrátt.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir aðalskipulagsbreytinguna samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Samþykkt 9:0.

3.Reglur um stofnun starfshópa

1901287

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 14. febrúar síðastliðinn reglur um stofnun starfshópa og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur um stofnun starfshópa.

Til máls tóku: ELA

Samþykkt 9:0.

4.Heilbrigðisstefna ríkisins til ársins 2030

1902204

Umsögn bæjarstjórnar Akraness um Heilbrigðisstefnu ríkisins til ársins 2030.
Forseti ber upp eftirfarandi umsögn bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Akraness fagnar því að þingsályktunartillaga um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sé komin fram og markmiðum tillögunnar sem eru að landsmenn allir eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem tök eru á að veita á hverjum tíma til að vernda andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks.

Bæjarstjórn Akraness vekur athygli á þingsályktunartillögu númer 114 frá árinu 2017 en þar segir m.a. að við gerð heilbrigðisstefnu skuli taka tillit til íbúaþróunar á starfssvæðum heilbrigðisstofnunar og að litið sé til þess hvort sóknarfæri séu í því að nýta auð sjúkrarými á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og létta þar með álagi af Landspítala. Þessi þingsályktunartillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þingheims og vísað til þáverandi heilbrigðisráðherra.

Í þessu samhengi bendir bæjarstjórn Akraness á að íbúum á Akranesi hefur fjölgað um 780 frá árinu 2011 og íbúar Akraness eru nú 7436. Það er því mikið hagsmuna- og öryggismál að Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi sé efld og þjónustustig hennar aukið. Bæjarstjórn Akraness bendir einnig á að Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi sé í einungis 45 mínútna akstursfjarlægð frá Landspítala og því sé tilvalið að gera hana að varasjúkrahúsi fyrir Landspítalann.

Bæjarstjórn Akraness leggur jafnframt mikla áherslu á að þau 15 biðrými sem eru á E deild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi verði gerð að varanlegum rýmum.

Umsögnin skal send velferðarnefnd Alþingis og þingmönnum Norðvesturkjördæmis.

Bára Daðadóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Valgarður L. Jónsson (sign)

Til máls tóku:
ELA, ÓA og ELA sem gerir tillögu um að málinu verði vísað til bæjarráðs til frekari úrvinnslu og e.a. til afgreiðslu.
ÓA sem tekur fram að hann geri ekki athugasemdir við sjálfa umsögnina og að bæjarráð geti jafnframt bætt við og skilað annarri umsögn.
ELA dróg tilbaka tillögu sína um breytta málsmeðferð.


Samþykkt 9:0.

5.Velferðarstefna Vesturlands

1901121

Umsögn bæjarstjórnar Akraness um Velferðarstefnu Vesturlands.
Forseti ber upp eftirfarandi umsögn bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Akraness lýsir ánægju sinni með þau drög sem komin eru fram um Velferðarstefnu Vesturlands og þakkar þeim sem unnu að verkefninu fyrir afar faglegt starf.

Velferðarstefna Vesturlands inniheldur framtíðarsýn, markmið og tillögur að aðgerðum til að nálgast þau markmið sem sett eru fram í tengslum við heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða einstaklinga, starfsendurhæfingu og forvarnir.

Bæjarstjórn Akraness hefur engar efnislegar athugasemdir um þá mælikvarða, tímamörk og ábyrgðaraðila sem sett eru fram í stefnunni en leggur þó til að málefni fatlaðra séu í sér kafla og málefni barnaverndar og félagsþjónustu í öðrum kafla. Að mati bæjarstjórnar Akraness er mikilvægt að leggja áherslu á þessa málaflokka þar sem mikill þungi er í þeim innan sveitarfélaga.

Bæjarstjórn Akraness vísar jafnframt til umsagnar stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis sem barst Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi þann 11. febrúar sl.

Bára Daðadóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Valgarður L. Jónsson (sign)

Samþykkt 9:0.

Til máls tóku:
ELA og RÓ.

6.Samgöngumál og skil á Hvalfjarðargöngum (öryggismál)

1807053

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um umferðaröryggi í Hvalfjarðargöngum.
Forseti ber upp eftirfarandi ályktun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Akraness lýsir yfir verulegum áhyggjum af stöðu öryggismála í Hvalfjarðargöngum einungis örfáum mánuðum eftir að Vegagerðin tók við rekstrinum og mönnuð vakt við göngin hefur verið lögð af.

Þann 12. febrúar síðastliðinn varð árekstur í Hvalfjarðargöngum þar sem ekið var aftan á kyrrstæðan bíl með þeim afleiðingum að tveir menn slösuðust. Í frétt Vísis frá 12. febrúar sl. og frétt Skessuhorns frá 20. febrúar sl. kemur fram að bíllinn sem ekið var á hafi verið kyrrstæður í 15-20 mínútur án þess að við því væri brugðist þar sem bíllinn var ekki sjáanlegur í myndavélakerfi ganganna. Þá hefur einnig komið fram að verulegar brotalamir voru í framkvæmd viðbragðsáætlunar í kjölfar árekstursins, t.d. var slökkvilið ekki kallað út með forgangi þrátt fyrir mögulega eld- og sprengihættu.

Með vísan til framangreinds krefst bæjarstjórn Akraness þess að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra setji umferðaröryggi í Hvalfjarðargöngum í forgang. Tekið verði að nýju upp mannað eftirlit við Hvalfjarðargöng og að viðbragðsáætlun vegna slysa verði tekin til gagngerrar endurskoðunar hið fyrsta.

Ályktunin er send samgönguráðherra, umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Vegagerðinni.

Bára Daðadóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Valgarður L. Jónsson (sign)

Samþykkt 9:0.

Til máls tóku:
RBS og ÓA.

7.Þjóðgarðastofnun - staðsetning og frumvarp

1807133

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um að fyrirhuguð stofnun þjóðgarða og friðlýstra svæða verði starfrækt á Akranesi.
Forseti ber upp eftirfarandi ályktun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Akraness skorar á Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra að höfuðstöðvar nýrrar stofnunar um þjóðgarða og friðlýst svæði (hér eftir nefnd Þjóðgarðastofnun) verði staðsettar á Akranesi og að ný stofnun verði starfrækt með samlegð við Landmælingar Íslands. Hjá Landmælingum starfa nú 26 sérfræðingar en hjá nýrri stofnun munu mögulega starfa nokkrir tugir starfsmanna í heilsárstörfum auk fjölda landvarða í sumarstörfum og flestir þeirra munu sækja vinnu á starfstöðum þjóðgarða og friðlýstra svæða víða um land. Aðeins lítill hluti starfsmanna (mögulega 10%) nýrrar stofnunar munu starfa í höfuðstöðvunum.

Bæjarstjórn telur að með þessu megi stuðla að hagkvæmni í ríkisrekstri, húsrými er nægt fyrir báðar stofnanir í húsnæði Landmælinga á Akranesi og að áliti bæjarstjórnar mun starfsemi beggja stofnana styrkjast með slíkri samvinnu s.s. með því að nýta sameiginlega innviði á sviði upplýsingatækni, mannauðsmála, fjármálastjórnunar og gæðamála.

Akranes er hlutlaust svæði og ekki bundið af hagsmunum þeirra landsvæða þar sem þjóðgarðar eða friðlýst svæði eru rekin. Einnig samræmist staðsetning Þjóðgarðastofnunar á Akranesi þeim sjónarmiðum að nýjum stofnunum og opinberum störfum skuli fundinn staður á landsbyggðinni. Um leið er Akranes nálægt Reykjavík og býður þar með upp á nálægð við bæði stjórnsýslu og helstu ferðamannasvæði, sem stuðlar að skilvirkni. Staðsetning starfa á Akranesi hentar bæði fyrir þá starfsmenn sem þar kjósa að búa og einnig fyrir þá starfsmenn sem vilja búa fyrir sunnan göng.

Þetta er að dómi bæjarstjórnar, frábært tækifæri til að skapa þessum tveimur stofnunum aðstæður þar sem einn plús einn gæti orðið miklu meira en bara tveir.

Bæjarstjórn Akraness vill benda á að nýlega höfum við misst bæði sýslumanns- og lögreglustjóraembætti og bæjarstjórn stendur nú í mikilli baráttu við að verja þau störf sem eftir eru hér á vegum þessara embætta. Vesturland kemur verst út meðal landshluta þar sem einungis 3% opinberra starfa eru en 5% íbúa og hefur þeim einungis fjölgað um 1,8% frá 2013 til 2017 á meðan störfum á vegum ríkisins hefur fjölgað um 9,6% á landinu öllu.

Ályktunin er send umhverfis- og auðlindaráðherra, umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og þingmönnum Norðvesturkjördæmis.

Bára Daðadóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Valgarður L. Jónsson (sign)

Samþykkt 9:0.

Til máls tóku:
ELA,SMS, SFÞ, RÓ, SFÞ og ÓA.

8.Málefni Höfða - fjölgun hjúkrunarrýma, erindi til stjórnvalda

1902222

Undirtekt bæjarstjórnar Akraness um ályktun stjórnar Höfða um hjúkrunarrými.
Forseti ber upp eftirfarandi ályktun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Akraness tekur undir svohljóðandi ályktun stjórnar Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis dags. 25. febrúar síðastliðinn:

Stjórn Höfða lýsir yfir miklum vonbrigðum með svör heilbrigðisráðuneytisins á erindi Höfða frá 28. desember 2016 um fjölgun varanlegra hjúkrunarrýma og telur þau í miklu ósamræmi við þá hrópandi þörf á fjölgun hjúkrunarrýma í landinu öllu.

Fyrir liggur að þegar heimild Höfða til reksturs svokallaðra biðhjúkrunarrýma í tengslum við fráflæðisvanda Landspítala rennur út í lok september mánaðar 2019 munu standa auð og ónotuð fjögur íbúðarými á Höfða. Vert er að geta þess að skv. útreikningi heilbrigðisráðuneytis kostar 36,5 mkr. að byggja nýtt hjúkrunarrými með búnaði. Því munu standa ónotuð íbúðarými á Höfða sem kostar 146 mkr. að byggja.
Varðandi rök ráðneytisins um að heilbrigðisumdæmi Vesturlands sé eitt best setta heilbrigðisumdæmi landsins m.t.t. fjölda hjúkrunarrýma vill stjórn Höfða taka eftirfarandi fram:

- Í sveitarfélögunum Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað sem eru í suðurhluta umdæmisins og liggur að heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins eru um 65% af íbúafjölda umdæmisins en einungis 50% af varanlegum hjúkrunarrýmum umdæmisins og því mikil þörf á nýjum hjúkrunarrýmum.
- Í dag eru 28 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum á Höfða og á biðlista eftir hvíldarinnlögn í hjúkrunarrými eru 20 einstaklingar.
- Reiknuð vistunarþörf í hjúkrunarrými fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit er langt umfram þau 61 hjúkrunarrými sem eru á Höfða í dag.
- Með tilkomu Færni- og heilsumatsnefnda er vistun í hjúkrunarrými ekki bundin við íbúa hvers umdæmis fyrir sig.
- Í dag eru um 8,5% af íbúum Höfða með færnismat úr öðrum heilbrigðisumdæmum og um 11% af einstaklingum á biðlista eftir dvöl.

Stjórn Höfða skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að endurskoða afstöðu sína til erindis Höfða um fjölgun varanlegra hjúkrunarrýma og felur formanni stjórnar og framkvæmdastjóra að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra sem allra fyrst um málið.

Ályktunin er send heilbrigðisráðherra, þingmönnum Norðvesturkjördæmis og eignaraðilum.

Bára Daðadóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Valgarður L. Jónsson (sign)

Samþykkt 9:0.

Til máls tóku:
ELA, RBS og EBr.

9.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019

1901119

Ályktun varðandi Hvalveiðar.
Til máls tóku:

RÓ sem leggur fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að heimila áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019?2023. Ákvörðunin er samhljóma umsögn bæjarráðs Akraness frá 7. janúar sl. til atvinnuveganefndar vegna þingsályktunartillögu um endurmat á hvalveiðistefnu Íslands.

Bæjarráð lagði í umsögn sinni áherslu á að hvalveiðar við Ísland fari fram með sjálfbærum hætti á grundvelli vísindalegra rannsókna, og að ekki verði eingöngu litið til þjóðhagslegra hagsmuna heldur einnig til áhrifa innan tiltekinna atvinnusvæða. Bein og afleidd störf sem skapast í kringum hvalveiðar og -vinnslu skipta miklu máli á atvinnusvæði Akurnesinga og þessi störf snerta framfærslu margra fjölskyldna á þessu svæði ásamt því að skapa sveitarfélögum mikilvægar tekjur. Einnig er mikilvægt að skapa þeim fyrirtækjum sem stunda hvalveiðar og -vinnslu stöðugt laga og rekstrarumhverfi svo hægt sé að ráðast í nauðsynlegar fjárfestingar og endurnýjun búnaðar til aukinnar verðmætasköpunar.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ávallt staðið vörð um fjölbreytt atvinnulíf á Akranesi og taka því heilshugar undir umsögn bæjarráðs og ákvörðun ráðherra.

Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)

Forseti óskar eftir að annar varaforseti, bæjarfulltrúinn Einar Brandsson, taki við stjórn fundarins þar sem hann óskar að taka til máls undir þessum lið.
EBr tekur við stjórn fundarins.

Framhald umræðu:

VLJ leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd fulltrúa Samfylkingarinnar og Framsókn og frjálsra:
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra vilja árétta að bæjarráð sendi frá sér umsögn um frumvarp um hvalveiðar í janúar sl. með aðkomu allra flokka. Bæjarfulltrúar standa við þá umsögn. Bæjarfulltrúar vilja jafnframt árétta það ákall sem komið hefur fram, frá bæjarfulltrúum minnihlutans, að tillögur berist bæjarfulltrúum tímanlega svo þeir hafi tækifæri til að kynna sér málin og ræða við sitt bakland, t.d. á bæjarmálafundum. Tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ályktun um hvalveiðar barst 22 mínútum fyrir bæjarstjórnarfund í dag og þá aðeins til oddvita meirihlutans.

Í ljósi ofangreinds munu bæjarfulltrúar meirihlutans ekki taka þátt í þeirri ályktun sem hér er lögð fram.

Valgarður L. Jónsson (sign)

Elsa Lára Arnardóttir (sign)

Bára Daðadóttir (sign)

Ragnar B. Sæmundsson (sign)

Kristinn Hallur Sveinsson (sign)


Framhald umræðu:

ÓA, VLJ, ELA, RBS, ÓA, BD, VLJ.
EBr óskar eftir að forseti taki að nýju við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls.
VLJ tekur við stjórn fundarins að nýju.

Framhald umræðu:

EBr og ÓA.

10.Fundargerðir 2019 - bæjarráð

1901005

3367. fundargerð bæjarráðs frá 14. febrúar 2019.
Til máls tóku:
ELA um fundarliði nr. 1, nr. 2, nr. 3, nr. 4, nr. 5, nr. 7, nr. 12, nr. 13, nr. 14, nr. 16, og nr. 18.
SFR til skýringar.
RBS um fundarliði nr. 8 og nr. 9.
SMS um fundarlið nr. 2.
RÓ um fundarliði nr. 19, nr. 16, nr. 12 og leggur fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að bæjarráð fylgi eftir hugmyndum fráfarandi meirihluta bæjarstjórnar Akraness um að skoða með hvaða hætti má bæta og efla mötuneytismál mennta- og þjónustustofnanna Akraneskaupstaðar. Með vísan í úttekt á mötuneytum leik- og grunnskóla sem unnin var undir lok síðasta kjörtímabils er ljóst að svigrúm er til að bæta þessa þjónustu sem og að ná fram mögulegri hagræðingu í innkaupum, samþættingu milli stofnana og hafa lýðheilsumarkmið varðandi hollustu matar að leiðarljósi.

Rakel Óskarsdóttir (sign)

Sandra M. Sigurjónsdóttir (sign)

Einar Brandsson (sign)

Ólafur Adolfsson (sign)

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2019 - skóla- og frístundaráð

1901007

98. fundargerð skóla- og frístundaráðs 14. febrúar 2019.
99. fundargerð skóla- og frístundaráðs 19. febrúar 2019.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2019 - skipulags- og umhverfisráð

1901008

103. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 14. febrúar 2019.
104. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 18. febrúar 2019.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2019 - Faxaflóahafnir

1901022

177. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 15. febrúar 2019.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Því miður mistókst hljóðupptaka fundarins.
Biðjumst velvirðingar á því.

Fundi slitið - kl. 21:11.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00