Fara í efni  

Bæjarstjórn

1271. fundur 27. mars 2018 kl. 17:00 - 19:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson varabæjarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.
Forseti óskar eftir samþykki fundarmanna að fundarliður nr. 6, ráðning forstöðumanns íþróttamannvirkja verður tekinn fyrir í lok fundarins og að slökkt verði á upptöku áður en umræða hefst.

Samþykkt 8:0.

1.Skýrsla bæjarstjóra 2018

1801223

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 28. febrúar síðastliðnum.

2.Breytingar á reglum um úthlutun lóða

1803171

Tillaga um breytingar á reglum um úthlutun lóða.
Til máls tók: EBr.

Samþykkt 8:0.

3.Dalbrautarreitur - útboðsgögn

1803087

Útboðsgögn vegna Dalbrautarreits voru samþykkt í bæjarráði þann 15. mars síðastliðinn og þeim vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Fyrirhugað er að útboðið verði auglýst á tímabilinu 3. apríl til 3. maí næstkomandi.
Til máls tóku:
EBr, VLJ, SFÞ, VLJ, ÓA, VLJ, ÓA, IP og ÞG.


Samþykkt 8:0.

4.Deilisk. - Flóahverfi, breyting

1801145

Auglýstar breytingar á deiliskipulagi Flóahverfis fólust annars vegar í því að breyta gatnakerfi lítillega á svæðinu og hins vegar í tímabundinni heimild að setja upp starfsmannabústaði. Framkomnar athugsemdir lúta einungis að mótmælum við tímabundinni heimild til að setja upp starfsmannabústaði í Flóahverfi.

Fyrirtæki sem komið var með heimild um lóðir á svæðinu hefur dregið umsókn sína til baka. Fyrir lá vilji fyrirtækisins um að nýta lóðirnar tímabundið undir starfsmannabústaði ef deiliskipulagsbreytingin hefði náð fram að ganga.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsferlinu verði hætt og þeim er gerðu athugsemdir við það verði tilkynnt um þá ákvörðun.
Til máls tók: EBr.

Samþykkt 8:0.

5.Gjaldskrár skóla- og frístundasviðs árið 2018

1710094

Bæjarráð samþykkti gjaldskrá íþróttamannvirkja og Tónlistarskóla Akraness á fundi sínum þann 15. mars síðastliðinn og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samþykkt 8:0.

6.Starf Íþróttamannvirki - forstöðumaður

1802061

Staða forstöðumanns íþróttamannvirkja var auglýst í byrjun febrúar síðastliðinn með umsóknarfrest til 25. sama mánaðar. Alls sóttu 17 manns um starfið.
Bæjarfulltrúarnir SI og IP víkja af fundi undir þessum lið.
Bæjarfulltrúinn Kristjana H. Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum.

Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Bæjarstjórn samþykkir ráðningu Ágústu Rósu Andrésdóttur í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar og óskar henni velfarnaðar í starfi.

Samþykkt 7:0.

Bæjarstjórn þakkar jafnframt fráfarandi forstöðumanni Herði Kára Jóhannessyni fyrir hans störf í þágu kaupstaðarins.

7.Fundargerðir 2018 - bæjarráð

1801005

3338. fundargerð bæjarráðs frá 15. mars 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2018 - skóla- og frístundaráð

1801007

79. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 20. mars 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2018 - velferðar- og mannréttindaráð

1801006

78. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 21. mars 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2018 - skipulags- og umhverfisráð

1801008

78. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 26. febrúar 2018.
79. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 12. mars 2018.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2018 - Faxaflóahafnir

1801027

166. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 9. mars 2018.
Til máls tóku:
EBr og ÓA.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2018 - Orkuveita Reykjavíkur

1801026

256. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. febrúar 2018.
257. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 8. mars 2018.
Til máls tóku:
VLJ um fundargerð nr. 256, lið nr. 7.

VLJ leggur fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaðir, bæjafulltrúar Samfylkingarinnar, mótmæla þátttöku fulltrúa Akraneskaupstaðar í þeirri ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að hækka laun forstjóra fyrirtækisins um 6,9%. Á sama tíma býðst t.d. almennu launafólki hjá Faxaflóahöfnum 1,4% launahækkun á grundvelli rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins. Eðlilegt hefði verið að bjóða forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur prósentuhækkun í takti við þær hækkanir sem í boði eru fyrir almennt launafólk."

Valgarður Lyngdal Jónsson (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)

Frh umræðu:
RÓ um fundargerð nr. 256, liði nr. 7 og um fundargerð nr. 257.
ÓA um fundargerð nr. 256, lið nr. 7.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00