Fara í efni  

Bæjarstjórn

1266. fundur 09. janúar 2018 kl. 17:00 - 17:50 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.
Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, að taka á dagskrá með afbrigðum mál nr. 1801120 (Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu 2018) og mál nr. 1801082 (Vegir á Vesturlandi - ástand). Fyrrnefnda málið verður nr. 3 á dagskránni og síðarnefnda málið verður nr. 4 á dagskránni.

Samþykkt 9:0.

1.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi

1712047

Bæjarráð tók fyrir erindi lögreglustjórans á Vesturlandi á fundi sínum þann 14. desember 2017 og vísar því til umfjöllunar í bæjarstjórn Akraness. Um er að ræða hvatningu til sameiningar almannavarnanefnda á Vesturlandi.

Lagt er til að mál nr. 1 og 2 ræðist í sameiningu er varðar sameiginlega almannavarnanefnd og lögreglusamþykkt á Vesturlandi.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu lögreglustjórans á Vesturlandi um eina sameiginlega almannavarnarnefnd á Vesturlandi.

Samþykkt 9:0.

2.Lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi - áskorun um sameiginlega samþykkt

1712183

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 28. desember síðastliðinn tillögu lögreglustjórans á Vesturlandi um samhljóða lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi og fól bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í byrjun ársins 2018 verði sett fram tillaga að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Vesturland sem lögð verði fyrir bæjarráð og eftir atvikum bæjarstjórn í framhaldinu til formlegrar afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu lögreglustjórans á Vesturlandi um sameiginlega lögreglusamþykkt á Vesturlandi.

Samþykkt 9:0.

3.Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu 2018

1801120

Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu fyrir árið 2018 er lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku: VÞG.

Samþykkt 9:0.

4.Vegir á Vesturlandi - ástand

1801082

Ályktun bæjarstjórnar Akraness vegna ástands vegkaflans á Kjalarnesi.
Til máls tóku: ÓA, VLJ og IP.

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun:

Bæjarstjórn Akraness skorar á samgönguyfirvöld að bregðast nú þegar við ástandi Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og veita frekari fjármunum til nauðsynlegra úrbóta vegna tvöföldunar vegkaflans. Ljóst er að við núverandi ástand verður ekki unað og vegamálastjóri hefur sjálfur stigið fram og sagt vegkaflann hættulegan og brýnt að aðskilja akstursstefnur. Þegar æðsti embættismaður vegamála á Íslandi lýsir því yfir að banaslys á tilteknum vegkafla sé kannski ekki mjög óvæntur atburður þá verður að bregðast við því með viðeigandi hætti.

Í Samgönguáætlun 2015-2018 er gert ráð fyrir 700 milljónum króna til endurbóta á Vesturlandsvegi. Þrátt fyrir auknar fjárveitingar í þágu umferðaröryggis í nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi, er vegkaflanum um Kjalarnes raðað enn aftar í röðina en áður og einungis gert ráð fyrir að verja 200 milljónum til endurbóta með uppbyggingu hringtorgs við Esjumela, sem verður það áttunda í röð hringtorga frá Keldnaholti að Esjumelum.

Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa margsinnis undanfarin ár vakið athygli á brýnni nauðsyn þess að framkvæmdum á Vesturlandsvegi verði hraðað umfram þær áætlanir sem þó birtast í langtímasamgönguáætlun. Það er með öllu óviðunandi að árið 2018 sé enn verið að keyra Vesturlandsveg sem einu einbreiðu og óupplýstu þjóðleiðina út úr Reykjavík og er það ástand ekki í samræmi við áherslur stjórnvalda um forgangsröðun í þágu umferðaröryggis.

Akranesi, 9. janúar 2018.

Sign (Sigríður Indriðadóttir)
Sign (Ólafur Adolfsson)
Sign (Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir)
Sign (Rakel Óskarsdóttir)
Sign (Einar Brandsson)
Sign (Valgarður L. Jónsson)
Sign (Ingibjörg Valdimarsdóttir)
Sign (Ingibjörg Pálmadóttir)
Sign (Kristjana Helga Ólafsdóttir)

Samþykkt 9:0.

5.Aðalskipulag - endurskoðun

1606006

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að endurskoðuð aðalskipulagstillaga 2018 - 2030, verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum á almennum kynningarfundi sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: EBr.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisráðs um að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Akraness sem nær til skipulagstímabilsins 2018 til 2030 verði kynnt almenningi og hagmunaðilum á almennum kynningarfundi sbr.2.mgr.30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

Tímasetning fundarins verður auglýst síðar á heimasíðu Akraneskaupstaðar og í staðarmiðlum.

6.Aðalaðveituæð hitaveitu með Akrafjallsvegi 51 - framkvæmdaleyfi

1711076

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir legu nýrrar hitaveitulagnar verði samþykkt.
Til máls tók: EBr.

Samþykkt 9:0.

7.Viðauki við fjárhagsáætlun 2017

1702004

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 3 á fundi sínum þann 28. desember síðastliðinn og vísar honum til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2017.

Samþykkt 9:0.

8.Lántaka v/ lífeyrisskuldbindinga 2017

1712082

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 28. desember síðastliðinn að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 372.000.000, með lokagjalddaga 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem lágu fyrir á fundinum og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
Til máls tók: SFÞ.

Bæjarstjórn samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 372.000.000, með lokagjalddaga 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem lágu fyrir á fundinum.

Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélaga, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvartekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á uppgjöri á lífeyrissjóðsskuldbindingu hjá Brú lífeyrissjóði (A- deild) sem felur í sér verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt veitir bæjarstjórn Sævari Frey Þráinssyni,bæjarstjóra Akraneskaupstaðar, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt 9:0.

9.Fundargerðir 2017 - bæjarráð

1701005

3231. fundargerð bæjarráðs frá 14. desember 2017.
3232. fundargerð bæjarráðs frá 28. desember 2017.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2017 - velferðar- og mannréttindaráð

1701006

72. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 19. desember 2017.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2017 - skipulags- og umhverfisráð

1701008

74. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 11. desember 2017.
Til máls tóku:
IP um lið nr. 3.
EBr um lið nr. 3.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2017 - Orkuveita Reykjavíkur

1701023

252. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 20. nóvember 2017.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2017 - Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

1701021

134. fundargerð stjórnar SSV frá 10. desember 2017.
Til máls tók: RÓ um liði nr. 2, nr. 3 og nr. 7.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00