Fara í efni  

Bæjarstjórn

1168. fundur 09. apríl 2013 kl. 17:00 - 17:20 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
 • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Einar Benediktsson aðalmaður
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Sveinn Kristinsson, stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.

1.Tilnefning í stjórn Byggðasafnsins í Görðum

1303079

Tilnefning þriggja aðalmanna og þriggja varamanna í stjórn Byggðasafnsins í Görðum.

Til máls tóku: EB, GPJ

Einar Brandsson lagði til að tilnefningu í stjórnina verði frestað.

Samþykkt 9:0.

2.Tilnefning í menningarmálanefnd

1303078

Tilnefning fimm aðalmanna og fimm varamanna í menningarmálanefnd.

Eftirtaldir voru tilnefndir:

Aðalmenn:

Guðríður Sigurjónsdóttir, formaður

Björn Guðmundsson

Elsa Lára Arnardóttir

Hjördís Garðarsdóttir

Þorgeir Jósefsson

Varamenn:

Ólafur Ingi Guðmundsson

Hlédís Sveinsdóttir

Helga Kristín Björgólfsdóttir

Rún Halldórsdóttir

Margrét Snorradóttir

Fleiri tilnefningar komu ekki fram. Eru því framangreindir aðilar réttkjörnir í menningarmálanefnd.

Samþykkt 9:0.

3.Alþingiskosningar 27. apríl 2013

1303045

Tillaga um gerð og frágang kjörskrár vegna kosninga til Alþingis 27. apríl 2013 ásamt tillögu um launagreiðslur til kjörstjórna og annarra starfsmanna.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarráði veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugsemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Bæjarstjórn samþykkir að greiðslur til yfirkjörstjórnar, undirkjörstjórna og annarra starfsmanna verði með sama fyrirkomulagi og var viðhaft við síðustu kosningar í október 2012.

Samþykkt 9:0.

4.Bæjarstjórn - 1167

1303018

Fundargerð bæjarstjórnar frá 26. mars 2013.

Fundargerðin staðfest 9:0.

5.Bæjarráð - 3183

1303017

Fundargerð bæjarráðs frá 25. mars 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fjölskylduráð - 112

1303021

Fundargerð fjölskylduráðs frá 26. mars 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fjölskylduráð - 113

1303026

Fundargerð fjölskylduráðs frá 2. apríl 2013.

Til máls tók EB. Gerði hann athugasemd við skráningu í fundargerð fjölskylduráðs.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Framkvæmdaráð - 95

1303019

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 21. mars 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Framkvæmdaráð - 96

1304001

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 4. apríl 2013.

Til máls tóku undir tl. 2: ÞÞÓ, EBen.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.OR - fundargerðir 2013

1301513

183. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. febrúar 2013.

Til máls tóku: GS, HR, GPJ

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Höfði - fundargerðir 2013

1302040

22. fundargerð stjórnar Höfða frá 21. mars 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00