Fara í efni  

Bæjarstjórn

1218. fundur 08. september 2015 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar Sigríður Indriðadóttir stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.
Forseti óskaði eftir að taka inn með afbrigðum, sbr. c lið 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, mál nr. 1508429 - móttaka flóttafólks.
Samþykkt 9:0.

1.Móttaka flóttafólks

1508429

Velferðarráðuneytið óskaði með erindi dags. 1. september síðastliðinn eftir afstöðu sveitarfélaga til að taka á móti flóttafólki.
Til máls tóku: VÞG og VLJ.

Bæjarstjórn Akraness lýsir sig reiðubúna til viðræðna við velferðarráðuneyti um aðkomu sveitarfélagsins að móttöku flóttafólks frá Sýrlandi og felur bæjarstjóra að upplýsa velferðarráðuneytið um vilja sveitarfélagsins.

Samþykkt 9:0.

2.Deilisk. Skógarhverfi 2. áfangi, breyting á nýtingahlutfalli

1508427

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til við bæjarstjórn Akraness að breytt nýtingarhlutfall einbýlishúsa í Skógarhverfi 2 úr 0,5 í 0,35 verði kynnt samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: IP, EBr, ÓA, RÓ, IV, IP, EBr, VLJ og IP.

Samþykkt 9:0

3.Reglur um stöðuleyfi á lóðum.

1508278

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi reglur um stöðuleyfi á fundi sínum þann 20. ágúst 2015 og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt 9:0.

4.Mat á umhverfisáhrifum - C flokkur

1506026

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til við bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að annast fyrir sína hönd ákvarðanir um framkvæmdir í flokki C um mat á umhverfisáhrifum sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 2. mgr. 6 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt 9:0.

5.Blómalundur 2-4, - breyting á byggingarreit

1508371

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja að færa byggingarreit 1,5 m fjær lóðamörkum á byggingarreit Blómalundar 2-4, samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt 9:0.

6.Umsögn vegna ökutækjaleigu

1508430

Skipulags- og umhverfisráðs leggur til við bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna ökutækjaleigu við Akursbraut 11 en samkvæmt 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigur skal starfsleyfi veitt að fenginni jákvæðri umsögn sveitarstjórnar í því umdæmi sem ökutækjaleiga mun hafa fasta starfsstöð.
Samþykkt 9:0.

7.Deilisk.- Breiðarsvæði, Hafnarbraut 3

1504140

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til að samþykkja skipulagsbreytingu samkvæmt grenndarkynningu vegna Breiðarsvæðis, Hafnarbraut 3 og að skipulagsbreytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.

Sameiginlegar athugasemdir bárust við skipulagsbreytingu samkvæmt grenndarkynningu frá íbúum við Háteig 10, 12, 14 og 16, Suðurgötu 19, 16 og 17.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa sem svar bæjarstjórnar við athugasemdum íbúa.
Til máls tóku: EBr.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir skipulagsbreytingu samkvæmt grenndarkynningu vegna Breiðarsvæðis, Hafnarbraut 3 og að skipulagsbreytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.
Samþykkt 9:0.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa sem svar bæjarstjórnar við athugasemdum íbúa.
Samþykkt 9:0.

8.Gjaldskrá skipulags og byggingarmál og tengd þjónustugjöld 2015

1508082

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar á fyrirliggjandi þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarmála.
Samþykkt 9:0.

9.Fundargerðir 2015 - bæjarráð

1501211

3260. fundargerð bæjarráðs frá 27. ágúst 2015.
Til máls tóku:
VLJ um lið númer 12.
SI um lið númer 12.
ÓA um lið númer 12.
VE um liði númer 4, 5 og 14.
RÁ um lið númer 4.
IV um lið númer 14.
IP um liði númer 2, 4, 5, 12, 14 og 15.
RÓ um lið númer 15.
ÓA um liði númer 2, 5 og 15.
VLJ um liði númer 4 og 12.
ÓA um lið númer 12.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2015 - skipulags- og umhverfisráð

1501125

16. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 20. ágúst 2015.
17. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 3. september 2015.
Til máls tóku:
EBr um 17. fundargerð, liði númer 3 og 8.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2015 - velferðar- og mannréttindaráð

1501105

21. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 2. september 2015.
Til máls tóku:
IV um lið númer 2.
VÞG um lið númer 2.
RÁ um lið númer 2.
IP um liði númer 2 og 4.
EBr um liði númer 2 og 4.
RÁ um lið númer 4.
VÞG um lið númer 4.
IV um lið númer 2.
VE um lið númer 2 og 4.
EBr um lið númer 2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2015 - OR

1501218

218. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. júní 2015.
Til máls tóku:
IV spyr um fyrirkomulag varðandi vatnsból á Akranesi ef til náttúruhamfara kæmi.
VE um fyrirspurn IV.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00