Fara í efni  

Bæjarstjórn

1213. fundur 28. apríl 2015 kl. 17:00 - 18:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014 - A hluti

1504018

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014, A-hluti, lagður fram til kynningar og fyrri umræðu.
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Gáma
1.4 Byggðasafn
1.5 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.
Til máls tóku: IV, IP, VLJ og RÁ.
Samþykkt 9:0 að vísa reikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014 - B hluti

1504019

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014, B-hluti, lagður fram til kynningar og fyrri umræðu.
2.1 Höfði hjúkrunar og dvalarheimili
2.2 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.3 Háhiti ehf.
Til máls tóku: IV, IP, VLJ og RÁ.
Samþykkt 9:0 að vísa reikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014 - samstæða

1504039

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2014, lagður fram til kynningar og fyrri umræðu.
Til máls tóku: IV, IP, VLJ og RÁ.
Samþykkt 9:0 að vísa reikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bókun frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar,

Ánægjulegt er að sjá að nýr meirihluti hefur áttað sig á að fjárhagsáætlanir og fjármálastjórn síðasta meirihluta sé til eftirbreytni, en sú stefna sem hann markaði var bæði hófsöm og skynsamleg. Fyrsta fjárhagsáætlun núverandi meirihluta ber vitni um þetta.
Ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir 2014 liggur nú fyrir og sýna niðurstöður hans að aðalsjóður er að skila hagnaði uppá tæpar 292 millj.króna.
Ef horft er til lykiltalna er ljóst að þær eru flestar vel viðunandi, en það er þó helst framlegð samstæðunnar sem þarf að batna, en hún er 4,2% árið 2014 en var 8,2% árið 2013.
Við leggjum áherslu á og hvetjum núverandi meirihluta til að stíga varlega til jarðar og halda áfram á þessari sömu braut, með því að halda vel utan um fjármál bæjarins og halda áfram að greiða niður skuldir.
Okkar helsta áhyggjuefni í dag er rekstrarniðurstaða hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða, en hún er óviðunandi, skilar 146 millj.kr.tapi á síðasta ári. Helsta ástæða tapsins eru lífeyrisskuldbindingar en einnig vantar tekjur í reksturinn til að endar náist saman. Ef þessi þróun heldur áfram er ekki langt í að kaupstaðurinn þurfi að fara að borga með rekstrinum. Mikið hefur verið gert til að spara í rekstri heimilisins, en það virðist þó ekki duga til með þær tekjur sem heimilið fær frá ríkinu í dag. Þrýsta þarf áfram á ríkisvaldið að yfirtaka lífeyrisskuldbindingar eins og nú þegar hefur verið gert hjá hjúkrunarheimilum sem rekin eru af öðrum en sveitarfélögum. Þá þarf með auknum þunga að fara fram á að framlög verði hækkuð þannig að þau nái að standa undir rekstrinum.

Ingibjörg Valdimarsdóttir og Valgarður L. Jónsson

4.19. júní 2015 - frí vegna 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna

1504113

Áskorun frá ríkisstjórninni að gefa starfsfólki frí þann 19. júní til að taka þátt í hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.
Til máls tóku: RÁ og SI.

Bæjarstjórn Akraness lagði fram eftirfarandi bókun:
Til að gæta fyllsta jafnræðis gagnvart íbúum á Akranesi mun Akraneskaupstaður ekki loka stofnunum sínum þann 19. júní.
Á Akranesi og í nágrenni eru mörg fyrirtæki sem hafa litla möguleika á að leggja niður starfsemi sína vegna hátíðarhaldanna og því mikilvægt að þjónusta bæjarins, til dæmis starfsemi leikskóla, skerðist ekki á meðan.

5.Fundargerðir 2015 - bæjarstjórn

1501210

1212. fundargerð bæjarstjórnar vegna sameiginlegs fundar með bæjarráði og skipulags- og umhverfisráði sem haldinn var þann 20. apríl 2015.
Til máls tóku: IP, RÁ, EB og IV.
Lögð fram.

6.Fundargerðir 2015 - bæjarráð

1501211

3251. fundargerð bæjarráðs frá 16. apríl 2015.
Til máls tóku: RÁ, VLJ, IP SI, og ÓA.
Lögð fram.

7.Fundargerðir 2015 - skipulags- og umhverfisráð

1501125

9. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 9. apríl 2015.
Til máls tóku: IP og RÁ.
Lögð fram.

8.Fundargerðir 2015 - velferðar- og mannréttindaráð

1501105

12. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 22. apríl 2015.
Lögð fram.

9.Fundargerðir 2015 - skóla- og frístundaráð

1501099

12. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 21. apríl 2015.
Til máls tók: RÓ, IV og SI.
Lögð fram.

10.Fundargerðir 2015 - Höfði

1501215

49. og 50. fundargerðir stjórnar Höfða frá 4. mars og 13. apríl 2015.
Lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00