Fara í efni  

Bæjarstjórn

1209. fundur 10. mars 2015 kl. 17:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Sigríður Indriðadóttir, stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.

1.Aðalskipulag breyting - Þjóðvegur 13-15

1411099

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2015 að leggja til við bæjarstjórn að skipulagslýsing og breyting á aðalskipulagi vegna svæða við Þjóðveg 13, 13A og 15, verði auglýst samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að gefinn verði vikufrestur til að skila inn athugasemdum við lýsinguna. Haldinn verði sérstakur kynningarfundur um lýsinguna.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna svæða við Þjóðveg 13, 13A og 15. Lýsingin verði auglýst ásamt kynningarfundi samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur verður ein vika frá birtingu auglýsingarinnar.

Samþykkt 9:0.

2.Deiliskipulag - Skógarhverfi 2. áfangi, Akralundur 2, 4 og 6

1502177

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2015 að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi vegna lóðanna við Akralund nr. 2, 4 og 6 verði samþykkt samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði send Skipulagsstofnun til kynningar.
Til máls tóku: IV og EBr.

Bæjarstjórn samþykkir að breyta deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tilkynning um breytinguna verði send Skipulagsstofnun til umsagnar.

Samþykkt 9:0.

3.Deiliskipulag - Smiðjuvalla, vegna Kalmansvellir 6 og Smiðjuvellir 3.

1401126

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2015 að leggja til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga, vegna lóðanna nr. 6 við Kalmansvelli og nr. 3 við Smiðjuvelli, verði samþykkt samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindi skipulags- og umhverfisráðs dags. 6. mars 2015, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

Samþykkt 9:0.

4.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015

1501335

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í Salnum í Kópavogi 17. apríl 2015. Kosning landsþingsfulltrúa.
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir (Æ) verður aðalmaður í stað Svanbergs Eyþórssonar (Æ) og Anna Lára Steindal (Æ) varamaður í stað Vilborgar.

Samþykkt 9:0.

5.Fundargerðir 2015 - bæjarráð

1501211

3248. fundargerð bæjarráðs frá 26.2.2015.
Til máls tóku: IP um liði númer 1 og 6. RÁ um liði númer 1 og 6. RÓ um liði númer 2, 6 og 10.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2015 - velferðar- og mannréttindaráð

1501105

9. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 4.3.2015.
Til máls tóku: GB um lið númer 2. RÁ um lið númer 2. IP um liði númer 1 og 2. VÞG um liði númer 1 og 2. SI um lið númer 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2015 - skóla- og frístundaráð

1501099

9. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 3.3.2015
Til máls tóku: RÓ um liði númer 3 og 6. GB um lið númer 3. SI um lið númer 3. ÓA um lið númer 3. EBr um lið númer 3. IV um lið númer 3. GB um lið númer 3. SI um liði númer 2, 3 og 6.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2015 - skipulags- og umhverfisráð

1501125

7. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 5.3.2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2015 - Faxaflóahafnir

1501216

129. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 20.2.2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2015 - OR

1501218

212. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26.1.2015.
Til máls tóku: VE um liði númer 3, 5 og 10. IV um lið númer 10. EBr um lið númer 10. VE um lið númer 10. IV um lið númer 10. EBr um lið númer 10. VE um lið númer 10.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00