Fara í efni  

Bæjarráð

3168. fundur 25. október 2012 kl. 16:00 - 19:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson formaður
 • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Laun forstöðuþroskaþjálfa

1203090

Minnisblað starfsmanna- og gæðastjóra og framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 20. september 2012, varðandi launakjör forstöðuþroskaþjálfa á grundvelli kjarasamnings Þroskaþjálfafélags Íslands.
Inga Ósk Jónsdóttir starfsmanna- og gæðastjóri mætti á fundinn til viðræðna.

Afgreiðslu frestað.

2.Risna, gjafir og móttaka gesta - reglur

1206211

Tillaga starfsmanna- og gæðastjóra um reglur.
Inga Ósk Jónsdóttir starfsmanna- og gæðastjóri mætti á fundinn til viðræðna.

Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Ýmis starfsmannamál.

1110136

Minnisblað vegna starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar dags. 23. október 2012. Lagt er til að við starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar verði bætt ákvæði varðandi stefnu kaupstaðarins í eineltismálum.
Inga Ósk Jónsdóttir starfsmanna- og gæðastjóri mætir á fundinn.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Fjárhagsáætlun 2012- fjölskyldustofa

1110153

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 17.10.2012, þar sem óskað er viðbótarfjárveitingar vegna ýmissa rekstrarútgjalda sem falla undir Fjölskyldustofu og fara umfram fjárheimildir skv fjárhagsáætlun 2012.

Bæjarráð samþykkir að vísa beiðninni til úrvinnslu og umfjöllunar við endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

5.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

Andrés Ólafsson fjármálastjóri mætir á fundinn.

Málið rætt.

6.Skógahverfi - leikvöllur

1206044

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 19. október 2012 þar sem óskað er eftir fjárveitingu til lagfæringa á leikvelli í Skógahverfi að upphæð kr. 250.000,- í samræmi við bókun bæjarráðs 13. júní s.l.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveitingu verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi af fjárhagsliðnum 21-95-4995-1 "óviss útgjöld".

7.Visitakranes.is - samningur um rekstur ferðaþjónustuvefs

1209175

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 11. október 2012, þar sem mælt er með því að gengið verði til samninga um vefsíðuna visitakranes.is og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að heimila Akranesstofu að ganga frá samningi um umrædda þjónustu. Fjárveitingu ársins 2012, kr. 100.000.- verði getið í viðauka með fjárhagsáætlun og komi af liðnum 21-95-4995-1, og samþykkir bæjarráð að gera ráð fyrir kostnaði skv samningi í fjárhagsáætlun ársins 2013.

8.Ferðaþjónusta á Akranesi

1209082

Bréf byggingarfulltrúa dags. 18. október 2012 þar sem gerð er grein fyrir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar varðandi hugmyndir um hótelbyggingu.

Lagt fram.

9.Selveita, girðing

1209065

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofur dags. 22.október 2012 þar sem gerð er grein fyrir afstöðu framkvæmdaráðs vegna greiðslu á girðingu við Selveitu að upphæð kr. 322.551,-. Framkvæmdaráð telur að fallast beri á erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu Framkvæmdaráðs. Gert verði ráð fyrir fjárveitingu í viðauka við fjárhagsáætlunar og komi af liðnum 21-95-4995-1.

10.Landsfundur Þroskahjálpar 2012 - ályktun

1210121

Bréf frá Þroskahjálp dags. 15. október 2012, þar sem gerð er grein fyrir ályktun fulltrúafundar 12.-14. október s.l. í Stykkishólmi um "Fjölskyldan - þjónusta og hlutverk".

Lagt fram.

11.OR - aðveitustöð

1207057

Umræður um samning og flutning aðveitustöðvar Orkuveitu Reykjavíkur á Akranesi.

Bæjarstjóra falið að taka upp viðræður við Orkuveitu Reykavíkur varðandi málið.

12.Norðurálsmót 2013

1210140

Bréf Knattspyrnufélags ÍA dags. 17. október 2012, þar sem óskað er eftir endurnýjun til 3ja ára á samkomulagi frá 2011 við Akraneskaupstað.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við fjárhagsáætlunagerð 2013.

13.FVA - Tækjakaup 2012

1201124

Bréf skólameistara FVA dags. 10. október 2012, þar sem óskað er eftir framlagi til tækjakaupa að upphæð kr. 2.400.000,-

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við fjárhagsáætlunagerð 2013.

14.Lánasjóður sveitafélaga - lán nr. 1212_32

1210138

Tölvupóstur Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 18. október 2012 og samningsdrög að lánasamningi nr. 1212_32. Um er að ræða lántöku að fjárhæð 101 m.kr. vegna endurfjármögnunar verkefna. Um er að ræða verðtryggt lán til 12 ára með 3,55% föstum ársvöxtum.

Bæjarráð leggur til að eftirfarandi tillaga verði samþykkt: "Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 101.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna annað óhagstæðara lán hjá Landsbanka Íslands sem tekið var árið 2003 til að fjármagna gatnagerð, leikskóla og slökkvistöð, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Jóni Pálma Pálssyni, bæjarritara, kt. 270754-3929, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari." Bæjarráð leggur einnig til við bæjarstjórn að lánsfjárhæðinni verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi til hækkunar á handbæru fé í árslok 2012.

15.Skráning reiðleiða - kortasjá

1210077

Bréf Landssambands hestamanna dags. 3. október 2012 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi að upphæð kr. 100.000,- á ári næstu 4 árin, til að skrá reiðleiðir í sveitarfélaginu inn í kortasjá.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar skipulags- og umhverfisstofu.

16.Afskriftir 2012

1203209

Bréf sýslumannsins á Akranesi dags. 9. október 2012 þar sem óskað er eftir afskriftum á eftirstöðvum útsvarsgreiðslna 11 aðila að upphæð kr. 2.613.243,-

Bæjarráð samþykkir erindið.

17.OR - Ábyrgðagjald 2012

1207068

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur þar sem gerð er grein fyrir 4. hluta ábyrgðagjalds 2012.

Lagt fram.

18.Menningarráð Vesturlands - fjárhagsáætlun 2013

1209060

Afrit af bréfi Menningarráðs Vesturlands dags. 17. október s.l. til bæjarráðs Grundarfjarðar, afrit af bréfi Grundarfjarðarbæjar dags. 3. október 2012 til Menningarráðs Vesturlands og bréf Menningarráðs Vesturlands dags. 6. september s.l. ásamt meðfylgjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.

Formaður menningarráðs Vesturlands gerði nánari grein fyrir málinu.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framlagða fjárhagsáætlun.

19.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar - árshlutareikningur 2012

1210105

Árshlutareikningur Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar 1. janúar til 30. júní 2012.

Lagður fram.

20.Raforkuflutningskerfi - þróun og uppbygging

1210102

Bréf Línudans ehf. dags. 9. október 2012 þar sem kynnt er þjónusta á vegum fyrirtækisins sem snýr að þróun og endurbyggingu raforkuflutningskerfa.

Lagt fram.

21.Frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins - mál nr. 155.

1210151

Tölvupóstur Alþingis dags. 18. október 2012 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, mál nr. 155.

Lagt fram.

22.Frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka) - mál nr. 55.

1210152

Tölvupóstur Alþingis dags. 19. október 2012 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka), mál nr. 55.

Lagt fram.

23.OR - úttektarnefnd - úttektarskýrsla

1201419

Umræður um úttektarskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur.

Lögð fram.

24.Aðalfundur samtaka sveitarfélaga 2012

1208034

Fundargerð 43. aðalfundar Sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var í Stykkishólmi 31. ágúst - 1. september 2012.

Lögð fram.

25.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012

1202065

69. fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 7. september 2012.

Lögð fram.

26.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2012

1201188

109. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 15. október 2012.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00