Fara í efni  

Bæjarráð

3120. fundur 23. júní 2011 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson formaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Þór Valsson varamaður
 • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Umboð til handa bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar.

1106123

Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundi bæjarstjórnar Akraness 21. júní 2011:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 23. ágúst nk. Bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála í samræmi við 62. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar."

Lagt fram.

2.Starf dýraeftirlitsmanns

1009113

Tillaga framkvæmdaráðs frá 7. júní 2011 þar sem lagt er til við bæjarráð að það heimili ráðningu starfsmanns í 100% starf í þjónustumiðstöð sem sinni dýraeftirliti í að a.m.k. hálfu starfi.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

3.Listabraut-hljóðfæra og söngnám samstarf grunnskólanna

1105099

Samþykkt fjölskylduráðs frá 24. maí 2011 þar sem óskað er fjárheimildar að fjárhæð 1,8 mkr. til hljóðfærakaupa vegna samvinnuverkefnis milli Tónlistarskólans á Akranesi og grunnskólanna.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu allt að 1,3 mkr. með vísan til þess að grunnskólarnir leggi auk þess til 250 þús.kr. hvor. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

4.Starfsréttindi og ráðningar í leikskólum

1104071

Bréf fjölskylduráðs varðandi umfjöllun ráðsins á fundi 7. júní 2011 um starfsréttindi og ráðningar í leikskólum og stefnumörkun um hlutfall leikskólakennara skv. lögum nr. 78/2008. Vakin er athygli bæjarráðs á stefnumörkuninni þar sem hún felur í sér aukinn kostnað eftir því sem markmiðin ná fram að ganga.

Lagt fram.

5.Skagastaðir - starfsmannahald til áramóta 2011

1008041

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 13. júní 2011, varðandi starfsmannahald 2011. Óskað er eftir heimild til að framlengja 6 mánaða ráðningu starfsmanns um einn mánuð eða fram í miðjan ágúst. Áætlaður kostnaður er 260 þús.kr.
Þá er óskað heimildar til ráðningar nýs starfsmanns á forsendum atvinnuátaks frá 1. ágúst nk. til áramóta. Hlutdeild Akraneskaupstaðar er áætluð 300 þús.kr.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

6.Flóttamenn frá Írak - verkefni

1106023

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 13. júní 2011, þar sem sótt er um fjárstuðning vegna stuðningsverkefnis við flóttamenn frá Írak. Áætlaður kostnaður er kr. 2.775.000 á ári.
Þá er sótt um fjárstuðning vegna vinnu með börnum sem upplifað hafa stríð og afleiðingar þess. Áætlaður kostnaður er um kr. 3.500.000. Einnig er sótt um fjárhagslegan stuðning til velferðarráðuneytisins vegna framangreindra verkefna.

Bæjarráð samþykkir beiðnirnar. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

7.Pólskir innflytjendur - þjónusta

1106024

Samþykkt fjölskylduráðs frá 7. júní 2011 varðandi þjónustu við íbúa á Akranesi sem flutt hafa frá Póllandi. Akraneskaupstaður hefur gert samning við Akranesdeild Rauða krossins um þjónustu við innflytjendur og er pólskur verkefnisstjóri í 75% starfi sem sinnir ýmsum verkefnum sem tengjast samningnum. Óskað er eftir viðbótarfjármagni kr. 400.000 sem nýtt verði til að hækka upphæði í framangreindum samningi úr kr. 2.500.000 í kr. 2.900.000 á yfirstandandi ári.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

8.Vátryggingar sveitarfélagsins

1106081

Bréf Sjóvá, dags. 6. júní 2011, þar sem vakin er athygli á vátryggingum sveitarfélaga hjá Sjóvá.

Lagt fram.

9.Samningur um endurbyggingu æfingasvæðis á Jaðarsbökkum austan og sunnan Akraneshallar.

1106096

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

10.Kirkjubraut 39, umsókn um áform að setja upp sjálfsafgreiðslustöð

1103088

Bréf byggingarfulltrúa, dags. 22. júní 2011, lagt fram til kynningar.

11.Fjölbrautaskóli Vesturlands - Endurskoðun samnings.

1010163

Samningur Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Dalabyggðar, Eyja- og Miklaholtshrepps, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps, ásamt menntamálaráðuneytinu, um uppbyggingu Fjölbrautaskóla Vesturlands. Samningurinn var undirritaður þann 23. maí sl. með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Akraness.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

12.Vistin, gistiheimili -Beiðni um rekstrarleyfi.

1106148

Bréf Sýslumannsins á Akranesi, dags. 20. júní 2011, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Magnúsar Freys Ólafssonar f.h. Kala ehf., um rekstrarleyfi fyrir gistiheimilið Vistina, Vogabraut 4, Akranesi. Bent er sérstaklega á 22. og 23. gr. rgj. nr. 585/2007 varðandi umsagnaraðila, umsagnir og efni þeirra.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

13.FIMA - húsnæðismál

1105092

Á fundi framkvæmdaráðs 21. júní sl. var m.a. fjallað um ósk Fimleikafélags Akraness um styrk til búnaðarkaupa. Framkvæmdaráð samþykkti beiðnina fyrir sitt leyti og vísaði málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að ganga til samninga við FIMA og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.

14.Framkvæmdaráð - 60

1106007

Fundargerðin lögð fram.

15.Framkvæmdaráð - 61

1106014

Fundargerð 61. fundar framkvæmdaráðs frá 21. júní 2011.

Fundargerðin lögð fram.

16.Gamla kaupfélagið - Beiðni um rekstrarleyfi.

1106151

Bréf Sýslumannsins á Akranesi, dags. 22. júní 2011, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Maríu Sigurðardóttur f.h. GK Veitinga ehf., um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Gamla kaupfélagið, Kirkjubraut 11, Akranesi.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

17.Starfshópur um átak í nýsköpunar- og atvinnumálum.

1012103

Bæjarráð samþykkir að setja á stofn atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar eigi síðar en 1. janúar 2012. Með vísan til áður samþykktra tillagna starfshóps um atvinnumál á Akranesi samþykkir bæjarráð að fela starfshópnum áframhaldandi störf þar til stofnuð verður atvinnumálanefnd.

18.Háteigur 16 umsókn um byggingu bílgeymslu

1106125

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 22. júní 2011, varðandi umsókn um byggingu bílgeymslu að Háteigi 16. Lóðin er ekki deiliskipulögð og þarf umsóknin að fara í deiliskipulags/grenndarkynningarferli. Nefndin samþykkti að fyrirhuguð framkvæmd verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði við Háteig 14, 16 og Suðurgötu 10,16 og 17.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00