Fara í efni  

Bæjarráð

3183. fundur 25. mars 2013 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson formaður
 • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Styrkir

1303109

Bæjarráð samþykkir að auglýsa styrki að upphæð 2,1 mkr. vegna verkefna sem tengjast afþreyingu og viðburðum sumarið 2013. Horft verði til þess að verkefnin laði að ferðamenn til Akraness, bæði innlenda og erlenda. Auglýst verði eftir styrkumsóknum frá einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum með umsóknarfrest þann 15. apríl næstkomandi. Hámark styrkupphæðar verði kr. 300.000 fyrir hvert verkefni. Fjárveiting verði tekin af liðnum 21-89-5948-1, styrkir.

2.Sólmundarhöfði 7, aðgerðir til áframhaldandi framkvæmda

1210168

Erindi Hamla ehf., dags. 20. mars 2013, þar sem óskað er niðurfellingar dagsekta vegna Sólmundarhöfða 7, Akranesi.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Suðurgata 57 (Landsbankahús)

1201238

Samantekinn kostnaður vegna viðgerðar á húseigninni Suðurgötu 57, Akranesi, fyrir 2012 og 2013.

Kostnaðargreining lögð fram.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu vegna aðkeyptrar vinnu og efni vegna 2013 að fjárhæð kr. 3.826.492.- Fjárhæðarinnar verði getið í viðauka fjárhagsáætlunar og verði tekin af liðnum 21-95-4995-1, óviss útgjöld.

4.Átak í atvinnumálum 2013 - framlag

1211108

Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdasviðs og verkefnisstjóra í atvinnumálum um tilhögun sumarstarfa hjá Akraneskaupstað sumarið 2013. Gert er ráð fyrir að ráða sjö starfsmenn, þar af einn verkstjóra. Ennfremur er gert ráð fyrir að ráða starfsmenn í gegnum verkefnið Liðsstyrk, eftir því sem hægt er. Garðyrkjustjóra er falið að auglýsa eftir starfsfólki, bæði verkstjóra og almennum starfsmönnum.

5.Kór Akraneskirkju - notkun á Bíóhöllinni.

1210012

Beiðni kórs Akraneskirkju vegna afnota af Bíóhöllinni án endurgjalds fyrir tónleika í lok desember 2012.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afgreiða erindið.

6.FEBAN - húsnæðismál

1207042

Erindi FEBAN, dags. 28. febrúar 2013, varðandi húsnæðismál og greiðslu kostnaðar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afgreiða málið.

7.Uppsögn á starfi

1303169

Bréf Jóhönnu Jónsdóttur, dags. 13. mars 2013, þar sem hún segir lausu starfi sínu sem forstöðumaður Kirkjuhvols.

Lagt fram.

8.Umsóknir í tækjakaupasjóð

1303138

Umsóknir um búnaðarkaup fyrir leikskólann Teigasel, vegna skrifstofuaðstöðu fyrir félagslega heimaþjónustu og búsetuþjónustu fatlaðra og vegna endurnýjunar tölvu á bæjarskrifstofu.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð allt að 1,5 mkr. vegna búnaðarkaupa. Fjárhæðar verði getið í viðauka fjárhagsáætlunar ársins 2013 og fjárveiting tekin af liðnum ,,óviss útgjöld" 295-4995-1.

9.Gamla Kaupfélagið - lengri opnunartími um páska 2013

1303182

Erindi Gísla S. Þráinssonar f.h. Gamla Kaupfélagsins, dags. 20. mars 2013, þar sem óskað er eftir leyfi til lengingar opnunartíma yfir páskahátíðina.

Bæjarráð samþykkir opnunartíma til kl. 03:00 aðfaranótt Skírdags og aðfaranótt annars í páskum 2013.

10.Starfshópur vegna tekjutengingar afslátta af þjónustugjöldum - 1

1302029

Fundargerð 1. fundar starfshóps vegna tekjutengingar afslátta af þjónustugjöldum frá 19. febrúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

1302073

Drög að samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar að fengnu áliti og athugasemdum innanríkisráðuneytisins.
Einnig er gerð tillaga að nýjum kafla samþykktarinnar er varðar skipulags- og umhverfisnefnd.

Samþykkt að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.

12.Ársskýrslur Bókasafns Akraness og Héraðsskjalasafns Akraness fyrir árið 2012

1303161

Bæjarráð þakkar fyrir framlagðar skýrslur safnanna.

13.Spölur hf. - fundargerðir stjórnarfunda eignarhaldsfélagsins 2013

1303141

Fundargerðir stjórnarfunda Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. frá 27. febrúar og 12. mars 2013.

Lagðar fram til kynningar.

14.Fundargerðir samstarfsnefndar Akraneskaupstaðar og VLFA 2013

1303170

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur samstarfsnefndar frá 20. mars 2013.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00