Fara í efni  

Bæjarráð

3107. fundur 20. janúar 2011 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Fundargerð ritaði: Guðný Jóna Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Fráveitu- og vatnsgjöld, kynning OR á breytingu á álagningu og innheimtu.

1101029

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi og Páll Erland, framkvæmdastjóri Veitna OR kynntu breytingarnar.

2.Framlenging ákvörðunar frá 19. ágúst 2009 varðandi þjónustu og launakjör

1012097

Hafdís Sigurþórsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir trúnaðarmenn starfsfólks bæjarskrifstofu mættu á fundinn.

3.Tillögur við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2011

1012149

Umræður um tillögur til fjárhagsáætlunar 2011.

4.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2010.

1003012

Rekstrarstaða jan.-nóv. 2010.

Lagt fram.

5.Löggæslumál

1101125

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við lögregluyfirvöld. Meðfylgjandi er ályktun frá Lögreglufélagi Akraness dags. 14.1.2011.

Bæjarráð lýsir yfir þungum áhyggjum af ráðgerðum samdrætti í löggæslu á Akranesi og nágrenni og óskar eftir að sýslumaður geri grein fyrir stöðu mála. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við Innanríkisráðuneytið varðandi málið.

6.Akstursíþróttir á Akranesi

1101118

Ósk Jóns Þórs Jónssonar dags.14.1.2011, f.h. Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um leyfi til að halda rallkeppni á Akranesi.

Bæjarráð óskar eftir að Jón Þór Jónsson komi á fund bæjarráðs og geri grein fyrir málinu.

7.Félag ferðaþjónustuaðila á Akranesi

1101145

Tölvupóstur Magnúsar Freys Ólafsonar dags. 15.1.2011 um stofnun "Félags ferðaþjónustuaðila á Akranesi" ásamt fundargerð dags. 12. janúar 2011.

Bæjarráð fagnar stofnun félagsins og óskar eftir góðu samstarfi.

8.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

Fundargerð starfshóps um byggingarframkvæmdir dags. 13.1.2011

Lögð fram.

9.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir

1101099

Fundargerð frá 10. janúar 2011.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00