Fara í efni  

Bæjarráð

3148. fundur 15. mars 2012 kl. 16:00 - 18:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.

1.1.Mat á námskeiði - launahækkun

1203015

2.Ráðstefna slökkviliða og Mannvirkjastofnunar 2012

1203011

Tölvupóstur Mannvirkjastofnunar mótt: 2. mars 2012 þar sem gerð er grein fyrir ráðstefnu og dagskrá hennar um brunavarnir.

Lagt fram.

3.Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

1102351

Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 27. febrúar 2012 þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, framboðsfrestur er til hádegis 16. febrúar n.k.

Lagt fram.

4.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

1203079

Bréf dags. 6. mars 2012, um aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga

Bæjarritara falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

5.Samband íslenskra sveitarfélaga - XXVI. landsþing

1202168

Bréf dags. 8. mars 2012, þar sem boðað er til XXVI. landþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram.

6.Samstarfsnefnd - 148

1203003

Fundargerð samstarfsnefndar Akraneskaupstaðar og St.Rv. frá 2. mars 2012.

Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

6.1.Mat á menntun - launahækkun

1202201

6.2.Ákvæði kjarasamninga - vinnufatnaður

1203009

7.Samstarfsnefnd Akraneskaupstaðar og VLFA - 2

1203002

Fundargerð frá 2. mars 2012.

Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

7.1.Mat á starfsreynslu - launahækkun

1202195

7.2.Mat á menntun - launahækkun

1202198

8.Frumvarp til laga, mál nr. 112 - um húsaleigubætur

1203078

Tölvupóstur Alþingis dags. 29. febrúar 2012, þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um húsaleigubætur - mál nr. 112.

Lagt fram.

8.1.Ákvæði kjarasamninga - vinnufatnaður

1203009

9.Starfshópur um atvinnumál - 17

1202018

Fundargerð frá 22. febrúar 2012.

Lögð fram.

9.1.Markaðsráð - stofnun

1111090

9.2.Innovit - atvinnu- og nýsköpun

1106158

9.3.Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins

1109059

9.4.Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki - reglur Akraneskaupstaðar

1111088

10.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

1202024

794. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. febrúar 2012.

Lögð fram.

11.SSV - stjórnarfundir 2012.

1203022

Fundargerð stjórnar SSV dags. 16. febrúar 2012.

Lögð fram.

12.Fjallskilasamþykkt - nefnd um sameiningu samþykkta

1202233

7. og 8. fundargerð, nefndar um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta.

Lagðar fram.

13.Akranesstofa - hagræðing í rekstri

1203042

Tillögur Akranesstofu um hagræðingu dags. 5. mars 2012 ásamt tölvupósti frá bæjarbókaverði dags. 8. mars 2012 um hagræðingarmál Bókasafnsins/Héraðsskjalasafnsins.

Málið rætt, afgreiðslu frestað.

14.Jafnréttisáætlun.

912027

Minnisblað starfsmanna- og gæðastjóra dags. 29. febrúar 2012 og tillaga að erindisbréfi fyrir starfshóp um gerð jafnréttisstefnu.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og samþykkir að skipa í starfshópinn á næsta fundi ráðsins.

15.Lánasamningur - höfuðstólslækkun

1110164

Bréf fjármálastjóra dags. 14. mars 2012.
Samkomulag við Íslandsbanka um skuldbreytingu og niðurfellingu erlends láns og töku nýs láns í íslenskum krónum. Gerð er tillaga um að tilboði bankans um höfuðsstólsbreyingu á fjárhæð 46 milljónir króna verði tekið og nýtt lán hjá bankanum tekið í stað eldra lánsins í ísl krónum að fjárhæð 134.734.700.- með kjörvöxtum sem eru í dag 6%. Lánstími til 7 ára.
Á fundinn mætti til viðræðna Andrés Ólafsson, fjármálastjóri.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

16.Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins.

1109059

Bréf bæjarráðs dags. 8. mars 2012 þar sem gerð er grein fyrir tilnefningu í starfshóp um mótun fyrirkomulags allmenningssamgangna á Vesturlandi í framhaldi af gerð samnings á milli SSV og Vegagerðarinnar.
Tilnefning að nýju í starfshópinn.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Gunnar Sigurðsson í starfshópinn í stað Sveins Kristinssonar.

17.Útboð vegna fjarskiptaþjónustu fyrir Akraneskaupstað

1203080

Minnisblað frá Admon ráðgjöf dags. 5.3.2012 og tölvupóstur Ríkiskaupa dags. 6.3.2012. Um lokað örútboð var að ræða á vegum Ríkiskaupa til tveggja ára. Fjórum aðilum var boðin þátttaka, en tvö tilboð bárust frá Vodafone að fjárhæð 8.469.532.- og Símanum að fjárhæð 3.934.204.-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Símans í þjónustuna og felur bæjarritara að ganga frá samningi þar um.

18.Hýsing og rekstrarþjónusta fyrir Akraneskaupstað

1203110

Tæknilýsingar frá Admon ráðgjöf vegna útboðs á hýsingar-, afritunar- og rekstrarþjónustu fyrir Akraneskaupstað. Um opið útboð verður að ræða á vegum Ríkiskaupa sem mun annast endanlegan frágang útboðsins, auglýsingu þess og frágang.

Bæjarráð heimilar auglýsingu útboðsins á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

19.Bifreiðakaup v/ þjónustumiðstöð - ZZ-F23

1203099

Bréf framkvæmdaráðs dags. 9.3.2012, þar sem gerð er grein fyrir kaupum á nýrri bifreið skv. ákvörðun í fjárhagsáætlun ársins. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að eldri bifreið verði seld.

Bæjarráð samþykkir erindið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka gildandi reglur til skoðunar í ljósi umræðna á fundinum.

20.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar - stjórnarseta

1203118

Bréf bæjarstjóra dags. 5. mars 2012 vegna breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Andrés Ólafsson, fjármálastjóri, verði fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn lífeyrissjóðsins í stað bæjarstjóra og að Sævar Þráinsson verði formaður stjórnar.

21.Akraneshöfn 2012 - starfshópur v. uppbyggingar

1112153

Afgreiðslu erindisbréfs fyrir starfshóp vegna uppbyggingar Akraneshafnar var frestað á bæjarráðsfundi 16. febrúar 2012.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og vísar tilnefningu í starfshópinn til afgreiðslu bæjarstjórnar.

22.Fjárhagsáætlun 2012 Fjölskyldustofa - hagræðing

1201203

Bréf fjölskylduráðs dags. 12. mars 2012, þar sem fjallað er um hagræðingu í rekstri stofnana sem heyra undir fjölskylduráð.

Málið rætt. Afgreiðslu frestað.

23.Tjaldsvæði og almenningssalerni 2012

1112148

Greinargerð verkefnastjóra Akranesstofu dags. 14. mars 2012. Stjórn Akranesstofu leggur til að gerður verði samningur við núverandi rekstraraðila tjaldsvæðisins fyrir árið 2012, en reksturinn verði síðan boðinn út fyrir árið 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Akranesstofu og felur verkefnisstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við bókun stjórnar Akranesstofu.

24.Söluferli erlendra eigna Reykjavík Energy Invest.

1203013

Upplýsingablað Orkuveitu Reykjavíkur, um söluferli erlendra eigna Reykjavík Energy Investsent, sent í tölvupósti 1. mars 2012

Lagt fram.

25.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

Bréf Draupnis lögmannsþjónustu dags. 29. febrúar 2012.
Minnisblað dags. 14. mars 2012 frá framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu varðandi málsmeðferð skipulagsvinnu. Á fundinn mætti til viðræðna Þorvaldur Vestmann, framkvæmdastjóri skipulags- og umhverfisstofu.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu skipulags- og umhverfisnefndar varðandi breytingu skipulagsins, til afgreiðslu bæjarstjórnar.

26.Skagaverk ehf - skaðabótakrafa

1201083

Afrit af bréfi Landslaga til Lögfræðistofu Reykjavíkur dags. 29. febrúar 2012 vegna bótakröfu f.h. Skagaverks.

Lagt fram.

27.Umhverfisvaktin við Hvalfjörð - mælingar á mengandi efnum í neysluvatni.

1201426

Afrit af bréfi bæjarstjóra til Umhverfisstofnunar dags. 6. mars 2012, ásamt gögnum vegna ábendinga Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 19. febrúar 2012.

Lagt fram.

28.Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar

1202132

Bréf Hvalfjarðarsveitar dags. 1. mars 2012, vegna gjaldskrár Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Lagt fram.

29.Strætó bs. - ársreikningur 2011

1203086

Bréf strætó bs. dags. 5.3.2012 vegna ársreiknings 2011.

Lagt fram.

30.FEBAN - styrkbeiðni v. ferðar til Siglufjarðar

1203083

Bréf FEBAN dags. 6. mars 2012, þar sem sótt er um styrk vegna ferðar bocciaspilara á Íslandsmót til Siglufjarðar 14.-15. aðríl n.k.

Lagt fram.

31.Styrkir 2012 - v/menningar, íþróttamála, atvinnumála og annara mála.

1202070

Minnisblað bæjarritara, framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu og verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 12. mars 2012, þar sem gerð er tillaga um úthlutun styrkja fyrir árið 2012.

Afgreiðslu frestað.

32.Frumvarp til laga, mál nr. 555 - Málefni innflytjenda

1203025

Tölvupóstur alþingis dags. 29. febrúar 2012, þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um málefni innflytjenda - mál nr. 555.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00