Fara í efni  

Bæjarráð

3213. fundur 13. mars 2014 kl. 16:00 - 17:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þröstur Þór Ólafsson formaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Þjónustumiðstöð fyrir aldraða - viðauki

1403086

Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 vegna fyrirhugaðra kaupa á Dalbraut 6.

Bæjarráð samþykkir meðfylgjandi viðauka vegna fyrirhugaðra kaupa Akraneskaupstaðar á fasteigninni Dalbraut 6 og lóðaréttinum, 300 Akranesi (fastanúmer 210-0560).
Bæjarráð vísar viðaukanum til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar.

2.Þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Akranesi

1306073

Fyrirliggjandi drög að kaupsamningi vegna Dalbrautar 6 og viðauka við kaupsamning lögð fram á fundinum.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning vegna fasteignarinnar Dalbraut 6, 300 Akranesi (fastanúmer 210-0560), milli Akraneskaupstaðar og Bifreiðastöðvar Þórðar Þ. Þórðarsonar ehf., kt. 480794-2069) og viðauka við kaupsamninginn milli sömu aðila sem og önnur skjöl og löggerninga sem nauðsynleg eru til að skilyrði kaupsamnings verði uppfyllt, þ.m.t. afsal.
Bæjarstjóra verði falið að skrifa undir framangreind skjöl til staðfestingar þeim skuldbindingum sem í því felast fyrir Akraneskaupstað.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar og staðfestingar í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar.

3.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2013

1301297

Rekstrarstaða janúar - desember 2013.

Deildarstjóri og fjármálastjóri gera grein fyrir rekstrarstöðu Akraneskaupstaðar fyrir tímabilið janúar - desember 2013.

Með fyrirvara er rekstrarniðurstaða aðalsjóðs jákvæð um tæpar 300 mkr. á móti áætlaðri rekstrarniðurstöðu um 40 mkr.

Bæjarráð leggur áherslu á að ársreikningur Akraneskaupstaðar liggi fyrir til samþykktar samkvæmt fyrirliggjandi áætlun.

4.Jaðarsbakkalaug - lengri opnunartími sumarið 2014

1402110

Ábendingar frá starfsfólki Jaðarsbakkalaugar mótt: 10.3.2014.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundi með starfsfólki þann 12. mars. Verið er að vinna að útfærslu á breytingum.

5.Búnaðar- og áhaldakaup 2014 ( tækjakaupasjóður ) - ráðstöfun fjármuna

1312029

Erindi framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 10.3.2014 þar sem óskað er eftir kr. 405.000,- framlagi til kaupa á tveimur tölvum og uppsetningu þeirra fyrir vinnuver leikskólans Vallarsel.

Bæjarráð samþykkir tillögu um fjárveitingu úr tækjakaupasjóði að upphæð kr. 405.000 vegna kaupa á tveimur tölvum og uppsetningu þeirra.
Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum "viðhald áhalda" 21-83-4660.

6.Viðburðir á Aggapalli sumarið 2014

1403018

Erindi menningarmálanefndar dags. 5.3.2014, þar sem óskað er eftir 300 þúsund króna fjárframlagi vegna fyrirhugaðra viðburða á Aggapalli í sumar.

Bæjarráð samþykkir að veita kr. 300.000 til menningarmálanefndar vegna fyrirhugaðra viðburða á Aggapalli sumarið 2014.
Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum "óviss útgjöld" 21-83-4995.

7.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál - breyting á erindisbréfi.

1402245

Erindi fjölskylduráðs dags. 6.3.2014, þar sem óskað er eftir bæjarráð staðfesti breytingu á erindisbréfi starfshóps um íþrótta og æskulýðsmál vegna óska Ungmennaráðs Akraness um að eiga fulltrúa í starfshópnum.

Bæjarráð samþykkir tillögu fjölskylduráðs um breytingu á erindisbréfi starfshóps um íþrótta- og æskulýðsmál og staðfestir erindisbréfið.

8.Mannréttindastefna Akraneskaupstaðar

1303082

Drög að mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar lögð fram.

Bæjarráð þakkar vandaða vinnu starfshóps um mótun mannréttindastefnu fyrir Akraneskaupstað og felur bæjarstjóra að útfæra einstaka þætti varðandi innleiðingu stefnunnar.

9.Húsnæðismál - leiguíbúðir

1402204

Erindi fjölskylduráðs dags. 21.2.2014, þar sem óskað er eftir heimild til að auglýsa eftir leiguíbúðum til að framleigja til tveggja fjölskyldna/einstaklinga.

Bæjarráð samþykkir erindið.

10.Höfði - starfsemi djákna

1402004

Erindi frá Hvalfjarðarsveit varðandi starf djákna við Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

11.Þorrablót Skagamanna 2014 - íþróttahús o.fl.

1401088

Uppgjör Club 71 vegna þorrblóts Skagamanna ásamt niðurstöðu úthlutana til íþróttafélaga og björgunarfélags sem fá úthlutað af hagnaði eftir vinnuframlagi á þorrablótinu, sem haldið var í janúar.

Bæjarráð þakkar Árgangi 71 fyrir framtakið og úthlutun fjármuna til íþróttafélaga á Akranesi og Björgunarfélags Akraness.

12.Sorphirðugjald 2014 - beiðni um endurskoðun

1403072

Bréf Jóns Pálma Pálssonar dags. 9. mars 2014, þar sem óskað er eftir endurskoðun á álagningu gjalda vegna sorphirðu og eyðingar árið 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

13.Lánveitingar til leiguíbúða 2014 - uppreiknuð tekju- og eignamörk.

1402237

Upplýsingar Velferðarráðuneytisins dags. 21.2.2014, um reglugerð vegna lánveitinga Íbúðalaánsjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum.

Lagt fram

14.Rafrænar íbúakosningar - tilraunaverkefni

1401202

Akraneskaupstað stendur til boða að vera fyrsta sveitarfélagið til að taka þátt í tilraunaverkefni innanríkisráðuneytisins um rafræna íbúakosningu.

Bæjarráð telur mikilvægt að fá fram afstöðu íbúa til sameiningarmála og samþykkir fyrir sitt leiti að taka þátt í verkefninu.

15.Sveitarstjórnarkosningar 2014 - 31. maí 2013.

1401042

Erindi Þjóðskrár dags. 4.3.2014, þar sem sveitarfélög eru hvött til að nýta sér nýtt kjördeildarkerfi.

Lagt fram.

16.Lánasjóður sveitarfélaga ohf - aðalfundur 2014

1402281

Aðalfundarboð lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður fimmtudaginn 27.3.2014 á Grand hóteli Reykjavík. Auglýst er eftir framboðum í stjórn lánasjóðsins.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

17.Spölur - aðalfundur 2014

1403070

Fundarboð aðalfundar Spalar sem haldinn verður þriðjudaginn 18.3.2014.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

18.Sorpurðun Vesturlands - aðalfundur 2014

1403064

Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn verður á Hótel Borganesi, föstudaginn 28. mars 2014, kl. 9:30.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

19.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - aðalfundur 2014.

1403082

Aðalfundarboð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem haldinn verður á Hótel Borganesi, föstudaginn 28. mars 2014, kl. 10:20.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

20.Menningarráð - aðalfundur 2014

1403083

Aðalfundarboð Menningarráðs Vesturlands sem haldinn verður á Hótel Borganesi, föstudaginn 28. mars 2014, kl. 11:20.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

21.Símenntunarmiðstöð Vesturlands - aðalfundur 2014

1403084

Aðalfundarboð Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands sem haldinn verður á Hótel Borganesi, föstudaginn 28. mars 2014, kl. 13:00.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

22.SSV - aðalfundur 2014

1403085

Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn verður á Hótel Borganesi, föstudaginn 28. mars 2014, kl. 14:00.

Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúarnir, Sveinn Kristinsson, Einar Benediktsson, Guðmundur Páll Jónsson, Þröstur Ólafsson og Gunnar Sigurðsson mæti á fundinn ásamt bæjarstjóra.

23.Fundargerðir 2014 - starfshóps um atvinnu og ferðamál

1401192

Fundargerðir starfshóps nr. 40 og 41 frá 5.2.2014 og 4.3.2014.

Lagðar fram.

24.Fundargerðir 2014 - Menningarmálanefnd

1401194

Fundargerð menningarmálanefndar nr. 13 frá 4.3.2014.

Lögð fram.

25.Sorpurðun Vesturlands - aðalfundur 2014

1403064

Fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands frá 27.2.2014.

Lögð fram.

26.Fundargerðir 2014 - Samband ísl. sveitarfélaga

1402050

Fundargerð nr. 813 frá 28.2.2014.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:40.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00