Fara í efni  

Bæjarráð

3211. fundur 13. febrúar 2014 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þröstur Þór Ólafsson formaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.OR - eigendanefnd 2014

1401093

Erindi eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 11.2.2014, þar sem óskað er staðfestingar eigenda á sameignarsamningi og eigendastefnu.

Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti sameignarsamning og eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur.

2.Fyrirspurn varðandi breytta notkun lóðar við Heiðarbraut 40.

1401127

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 4.2.2014, þar sem gerð er grein fyrir fyrirspurn Skarðseyrar ehf. um heimild til að breyta deiliskipulagi Arnardalsreits vegna Heiðarbrautar 40.
Nefndin tók jákvætt í erindið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

3.Deiliskipulagsbreyting Smiðjuvalla, Kalmansvellir 6 og Smiðjuvellir 3.

1401126

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 4.2.2014, vegna umsóknar Akraborgar ehf. um heimild til að stækka lóð fyrirrtækisins. Stækkunin felst í að sameina hluta lóðar Smiðjuvalla 3 við Kalmansvelli 6.
Nefndin féllst á að farið yrði í breytingu á deiliskipulagi í samræmi við undirritað samkomulag lóðarhafa á lóðunum við Smiðjuvelli 3 og Kalmansvelli 6.

Bæjarráð samþykkir að framkvæmda- og umhverfissvið hefji skipulagsvinnu vegna breytinga á deiliskipulagi Smiðjuvalla til samræmis við samkomulag lóðarhafa að Smiðjuvöllum 3 og Kalmansvöllum 6.

4.Breiðargata 8b - lóðarstækkun

1401204

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 5.2.2014, um fyrirhugaða stækkun HB Granda hf. á Breiðargötu 8B og ósk um úthlutun lóðar í eigu Akraneskaupstaðar.
Nefndin leggur til að haldinn verði fundur með nefndinni og bæjarstjórn þar sem forsvarsmenn HB Granda kynni hugmyndir sínar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða til fundar með bæjarstjórn, skipulags- og umhverfisnefnd og forsvarsmönnum HB-Granda við fyrsta hentuga tækifæri.

5.Bæjarskrifstofur - beiðni um tölvukaup

1402032

Tillaga bæjarstjóra dags. 10.2.2014.
Minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs dags. 10.2.2014.
Erindi aðalbókara dags. 4.2.2014, þar sem gerð er grein fyrir þörf á endurnýjun á tölvubúnaði.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um fjárveitingu úr tækjakaupasjóði að upphæð kr. 2.532.000 vegna kaupa á borð/fartölvum og kr. 445.000 vegna kaupa á spjaldtölvum fyrir Tónlistarskólann.
Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum viðhald áhalda 21-83-4660.

6.Grunnskólar - tækjakaup

1311117

Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og stjórnsýslu- og fjármálasviðs dags. 6.2.2014.

Bæjarráð samþykkir að fjárfestingaráætlun vegna upplýsingatæknimála í grunnskólum Akraneskaupstaðar verði lögð fram fyrir 1. maí.

7.Fjárfestingaráætlun 2014

1312024

Minnisblað framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs dags. 8.2.2014.

Bæjarráð samþykkir að fjárfestingaráætlun verði lögð fram fyrir 20. mars nk.

8.Framkvæmdaáætlun 2014

1312025

Minnisblað framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs dags. 8.2.2014.

Bæjarráð samþykkir að framkvæmdaáætlun verði lögð fram fyrir 20. mars nk.

9.Jaðarsbakkalaug - lengri opnunartími sumarið 2014

1402110

Opnunartími Jaðarsbakkasundlaugarinnar á Akranesi sumarið 2014.

Bæjarráð samþykkir að lengja opnunartíma sundlaugarinnar á Akranesi í sumar. Opið verði til klukkan 21:00 allar helgar í sumar og opið á sérstökum frídögum. Áætlaður kostnaður er 1,2 mkr. og verði fjárhæðinni ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 21-83-4995.

10.Markaður á Akranesi sumarið 2014

1401195

Umsögn starfshóps um atvinnu- og ferðamál varðandi markað á Akranesi sumarið 2014.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu allt að 2 milljónum króna til að standa straum af kostnaði við að koma á fót markaði á Akranesi sumarið 2014.
Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum "Óviss útgjöld" 21-83-4995.

11.Styrkir 2014 - úthlutun

1310198

Úthlutun samkvæmt reglum bæjarstjórnar frá 29.10.2013.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra nánari útfærslu á greiðslu styrkjanna sem er að heildarfjárhæð kr. 4.325.000.
Úthlutunin er eftirfarandi:
Norræna félagið kr. 175.000
Snorrasjóður Snorraverkefnið kr. 100.000
Kvennaathvarfið kr. 250.000
Stígamót kr. 250.000
Inga Elín Cryer kr. 200.000
Egill Guðvarð Guðlaugsson kr. 200.000
Valdís Þóra Jónsdóttir kr. 200.000
Íþróttafélagið Þjótur kr. 300.000
Keilufélag Akraness kr. 300.000
Saman hópurinn kr. 60.000
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna kr. 80.000
Skemmtismiðjan Sumarsmiðja fyrir unglinga kr. 60.000
Hnefaleikafélag Akraness kr. 200.000
Karatefélag Akraness kr. 200.000
Haraldur og Friðþjófur, Heimildarmynd um Dúmbó og Steina kr. 200.000
Kór Akraneskirkju, Sálumessa kr. 200.000
Skagaleikflokkurinn kr. 1.200.000

Sögufélag Borgarfjarðar kr. 150.000

12.Reglur 2014 um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

1402094

Tillaga bæjarstjóra um viðmiðunarfjárhæðir vegna lækkunar og niðurfellingar fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega árið 2014.

Bæjarráð samþykkir að gildandi viðmiðunarfjárhæðir vegna lækkunar og niðurfellingar fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega árið 2014 verði svohljóðandi:
Hjá einstaklingum með tekjur allt að kr. 2.641.000 verði 100% niðurfelling á fasteignaskatti. Niðurfellingin lækki hlutfallslega með hækkandi tekjum og falli niður ef tekjur fara yfir kr. 3.657.000.
Hjá hjónum/sambýlingum með tekjur allt að kr. 3.699.000 verði 100% niðurfelling á fasteignaskatti. Niðurfelling lækki hlutfallslega með hækkandi tekjum og falli niður ef tekjur fara yfir kr. 5.119.000.

13.Frumvarp til laga nr. 250 - um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði - umsögn

1401224

Tillaga að umsögn vegna frumvarps til laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu í héraði.

Bæjarráð samþykkir umsögnina.

14.Frumvarp til laga nr. 251 - um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996, með síðari breytingum (fækkun

1401225

Tillaga að umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögreglulögum.

Bæjarráð samþykkir umsögnina.

15.Rafrænar íbúakosningar - tilraunaverkefni

1401202

Erindi Innanríkisráðuneytis dags. 27.1.2014, þar sem vakin er athygli á tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að útbúa umsókn um þátttöku í tilraunaverkefni innanríkisráðuneytisins um rafræna íbúakosningu sem Þjóðskrá Íslands annast.

16.Kútter Sigurfari - staða mála

903133

Umsögn stjórnar Byggðasafnsins í Görðum dags. 7.2.2014.

Bæjarráð samþykkir að fela stjórn Byggðasafnsins að vinna áfram að málinu.

17.Eftirlitsnefnd sveitarfélaga - vegna fjármála

1310203

Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 27.1.2014, þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðu nefndarinnar um að óska ekki eftir frekari upplýsingum um fjármál sveitarfélagsins vegna ársreiknings 2012.

Lagt fram til kynningar.

18.Sementsverksmiðjan - starfsleyfi

906001

Afrit af svari Umhverfisstofnunar dags. 28.1.2014, um skil á starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar ehf.

Lagt fram til kynningar.

19.Seeds sjálfboðaliðasamtök

1401001

Erindi Seeds sjálfboðaliðasamtaka dags. 3.2.2014, þar sem leitað er eftir nýjum verkefnum.

Lagt fram til kynningar.

20.Inkasso - samstarf um innheimtu

1402095

Beiðni Inkasso dags. 31.1.2014, um samstarf í innheimtu.

Lagt fram til kynningar.

21.Styrktarsjóður EBÍ

1306114

Erindi styrktarsjóðs eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 4.2.2014, þar sem vakin er athygli á breyttri dagsetningu á umsóknarfresti til að sækja um styrk, hækkun á framlagi í Styrktarsjóðinn og að umsóknir þurfa að vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerðir 2014 - stjórn Byggðasafnsins í Görðum

1401227

7. fundargerð stjórnar Byggðasafnsins í Görðum frá 30.1.2014.

Lagt fram til kynningar.

23.Fundargerðir 2014 - Menningarmálanefnd

1401194

12. fundur menningarmálanefndar frá 4.2.2014.

Lagt fram til kynningar.

24.Fundargerðir 2014 - Faxaflóahafnir sf.

1401090

117. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 7.2.2014.

Lagt fram til kynningar.

25.Fundargerðir 2014 - Samband ísl. sveitarfélaga

1402050

812. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.1.2014

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00