Bæjarráð
|
1. 2601-0650 - Umsókn um styrk vegna fyrirhugaðra kaupa á björgunarskipi Beiðni Björgunarfélags Akraness um fjárstyrk vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á björgunarskipinu Gísla Jóns frá Ísafirði samtals að fjárhæð kr. 2,0 m.kr. þar sem helmingur fjárhæðarinnar yrði nýttur til rekstrar bátsins verði kaupin að veruleika. Jafnframt óskar Björgunarfélagiðeftir að rekstrarfjárhæðin verði árleg styrkveiting og yrði bætt við núgildandi samning Akraneskaupstaðar og Björgunarfélagsins. Bæjarráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 18. desember 2025 en um útgjöld eru að ræða sem tilheyra rekstrarárinu 2026 og fjárhagsáætlun ársins var sem kunnugt er afgreidd þann 9. desember sl. Bæjarráð óskaði eftir að fulltrúar Björgunarfélagsins komi á fyrsta fund bæjarráðs á nýju ári sem m.a. til að ræða mögulega útfærslu styrkveitingarinnar. Bæjarráð þakkar Ásgeiri fyrir komuna á fundinn. Bæjarráð samþykkir að veita félaginu styrk til kaupa á björgunarskipinu samtals að fjárhæð 1,0 m.kr. Bæjarráð samþykkir einnig uppfærslu rekstrarsamningsins sem taki mið af erindi félagsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu þess þáttar. Viðbótarútgjöldum verði mætt af liðnum 20830-4994 samtals að fjárhæð 2,0 m.kr. og verði færður á liðinn 07830-5948. Samþykkt 3:0 Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga samskipti við Faxaflóahafnir um gerð viðbragðsáætlunar og áhættumats fyrir Akraneshöfn í ljósi atburða sem átt hafa sér stað á svæðinu. Á síðasta ári var lögfest breyting við Siglingaverndarlög nr. 50/2004 um að útbúa skuli áhættumat fyrir hafnaraðstöður og verndaráætlun sem Siglingastofnun Ísland þarf að staðfesta. Mikilvægt er að ná utan um áhættu á svæðinu og móta áhættuminnkandi aðgerðir. Bæjarráð leggur mikla áherslu á lykilhlutverk og ábyrgð Faxaflóahafna við slíka vinnu og að hún verði unnin í samvinnu við hagsmunaaðila og viðbragðsaðila. Samþykkt 3:0.
|
|
2. 2601-0559 - Tækifærisleyfi - Þorrablót Skagamanna 07.02.2026 Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis fyrir Þorrablót Skagamanna þann 7. febrúar 2026. Gert er ráð fyrir að viðburðinum ljúki kl. 03:00 þann 8. febrúar 2026. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda með fyrirvara um jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila. Samþykkt 3:0
|
|
3. 2601-0482 - Tilboð til Höfða um rekstur samþættrar þjónustu við eldra fólk Akraneskaupstaður og HVE eru sammála um að óska með formlegum hætti eftir að samþætt stuðningsþjónusta og heimahjúkrun verði veitt á einum stað frá Höfða. Á fundi Velferðar- og mannréttindaráðs þann 13. janúar sl. var samþykkt að tilboð þetta verði sent til umfjöllunar í stjórn Höfða. Málinu vísað til málsmeðferðar bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir að tilboðið verði sent til umfjöllunar í stjórn Höfða. Samþykkt 3:0 |
|
4. 2601-0487 - Jafnaðartaxti vegna skammtímaveikinda - NPA miðstöðin Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa hafnað tillögu NPA miðstöðvarinnar á hækkun jafnaðartaxta vegna skammtímaveikinda í 7%. Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs tók ráðið undir bókun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi 7% hækkun á jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar vegna veikindaálags. Í handbók félagsmálaráðuneytisins um NPA (2019), kafla 2.2., kemur fram að framlag til launakostnaðar skuli nægja til að standa undir launum, launatengdum gjöldum og svigrúmi til tilfallandi veikinda og þjálfunar nýrra starfsmanna. Velferðar- og mannréttindaráð telur, í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála nr. 542/2024, að núverandi jafnaðartaxtar, sem byggja á gildandi kjarasamningum, uppfylli þessa skyldu. Að framangreindu virtu hafnar velferðar- og mannréttindaráð tillöguumbreytingar á jafnaðartaxta vegna skammtímaveikinda. Bæjarráð tekur undir bókun velferðar- og mannréttindaráðs frá 13. janúar 2026 og hafnar tillögu NPA miðstöðvarinnar um hækkun jafnaðartaxta um 7% vegna skammtímaveikinda. Samþykkt 3:0
|
Fundi slitið, fundargerð samþykkt og undirrituð rafrænt.





