Fara í efni  

Bæjarráð

3607. fundur 30. október 2025 kl. 08:15 - 12:05 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029

2505217

Fastur fundarliður bæjarráðs fram að samþykkt fjárhagsáætlunar.

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Málið verður til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi bæjarráðs þann 6. nóvember nk. þar sem fjárhagsáætlun verður afgreidd af hálfu ráðsins og vísað til fyrri umræðu bæjarstjórnar sem fer fram þann 11. nóvember nk.

Bæjarráð gerir verulegar athugasemdir við það hversu seint áætlanir frá Jöfnunarsjóði berast sveitarfélaginu og í ár er þetta sérstaklega erfitt þar sem bæði er búið að gera viðamiklar breytingar á úthlutunarforsendum sjóðsins sbr. nýsamþykkt lög þar að lútandi og því til viðbótar liggja ekki fyrir fjárhagslegar upplýsingar vegna ársins 2026 frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna málefna barna með fjölþættan vanda en sem stendur er verið að kalla eftir upplýsingum frá einstökum sveitarfélögum vegna ársins 2025 og ekki búið að greiða frá 1. júlí sl. sem er það tímamark sem ríkið skv. samkomulagi við Samband íslenska sveitarfélaga ber að miðað við varðandi yfirtöku verkefnisins hvað fjármögnun varðar.

Bæjarráð í góðri samvinnu við stjórnendur Akraneskaupstaðar hefur lagt áherslu á að flýta sem mest fjárhagsáætlunarferlinu til að ná sem best utan um þær hagstærðir sem skipta grundvallarmáli við áætlunargerðina og sem kunnugt er ber sveitarfélögum að hafa lokið fyrri umræðu um fjárhagsáætlun fyrir 1. nóvember ár hvert og síðari umræðu fyrir 15. desember ár hvert. Núverandi fyrirkomulag á skilum Jöfnunarsjóðs á áætluðum fjárveitingum komandi fjárhagsár gerir sveitarfélögum í raun ómögulegt að standast tilvitnaðar lagakröfur.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma þessum ábendingum á framfæri við hlutaðeiganda ráðherra.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

2.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fjárhagsáætlun 2026

2510100

Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2026 ásamt greinargerð vegna tillögu um nýjan starfsmann sem mun sinna tiltekt á lóðum.

Gjaldskrá fyrir heilbrigðis-, mengunarvarna- og matvælaeftirlit á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.



Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 23. október sl. og sviðsstjóra falin frekari úrvinnsla málsins og gert ráð fyrir að málið kæmi að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs þann 30. október nk.
Bæjarráð hyggst leggja til við bæjarstjórn að fjárveitingar til Heilbrigðiseftirlitsins vegna ársins 2026 taki mið af samþykktri áætlun vegna ársins 2025.

Samþykkt 3:0

3.Möguleiki á stofnun rammasamnings við STEF

2510137

STEF, félagasamtök tón- og textahöfunda á Íslandi, hefur óskað eftir viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga um gerð rammasamnings um greiðslur leyfisgjalda fyrir leyfi til flutnings tónlistar hjá sveitarfélögum landsins og stofnunum þeirra.
Bæjarráð er fylgjandi því að gerður verði rammasamningur milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og STEFs og er reiðubúið að veita Sambandinu umboð til þess f.h Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

4.Akstursþjónusta Akraneskaupstaðar 2024

2401211

Málið hefur verið til úrvinnslu í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar um allangt skeið.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 9. október sl. og fól sviðsstjórum skipulags- og umhverfissviðs og velferðar- og mannréttindasviðs að fullvinna útboðsgögnin. Uppfærð gögn lögð fram á fundinum.

Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs og Birgir Ö. Birgisson hjá Consensa sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn en gert ráð fyrir að upphaf þjónustunnar verði 1. mars 2026.

Bæjarráð leggur áherslu á að tryggð verði óbreytt þjónusta fram til þess að nýr þjónustuveitandi taki við.

Samþykkt 3:0

Hildigunnur Árnadóttir víkur af fundi.

5.Golfklúbburinn Leynir - æfingaaðstaða innanhúss

2506125

Málið hefur verið til úrvinnslu í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar.

Umsagnir fulltrúa GL og skóla- og frístundaráðs frá fundi ráðsins þann 22. október, liggja fyrir.

Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 23. október sl. og sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs og stjórnsýslu- og fjármálasviðs falin frekari úrvinnsla málsins og gert ráð fyrir að málið kæmi að nýju fyrir fund bæjarráðs þann 30. október nk.

Unnið hefur verið í drögunum á milli funda og tillaga um endanlega útfærslu liggur fyrir.

Dagný Hauksdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir samkomulag um hússnæðisstuðning en sbr. 4. gr. samkomulagsins er gert ráð fyrir að endanleg samningsdrög leigusamnings verði kynnt fulltrúum Akraneskaupstaðar áður en til undirritunar kemur.

Samþykkt 2:0, RBS situr hjá við afgreiðslu málsins.

Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.

6.FVA - Tækifærisleyfi - Skóladansleikur 6. nóvember 2025

2510158

FVA - Tækifærisleyfi - Skóladansleikur 6. nóvember 2025.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda og að viðburðurinn standi frá kl. 21:00 - 00:00 þann 6. nóvember næstkomandi, með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, Heilbrigðiseftirlitsins og lögreglunnar.

Samþykkt 3:0

7.Uppbygging leiguíbúða á Akranesi

2510165

Fyrirspurn frá Vogun ehf. bygginga- og fasteignafélagi um mögulegt samstarf við Akraneskaupstað um uppbyggingu leiguíbúða á Akranesi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að eiga fund með forsvarsmönnum félagsins sem samkvæmt erindinu hefur verið i samstarfi við Reykjavíkurborg vegna uppbyggingarverkefnis í Reykjavík sem er lokið og er með verkefni í undirbúningi á Selfossi.

Samþykkt 3:0

8.Lækjarflói 14.

2501225

Skil á byggingarlóð.

Bæjarráð samþykkir skil á lóðinni og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að hlutast til um endurgreiðslu umsóknargjaldsins að frádregnu umsýslugjaldi.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:05.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00