Fara í efni  

Bæjarráð

3601. fundur 28. ágúst 2025 kl. 08:15 - 12:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Árshlutauppgjör 2025

2505216

Árshlutauppgjör janúar - júní 2025.

Kristjana Helga Ólafsdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 2 til og með 7.
Tekjur eru 2,6% umfram áætlun en á móti eru gjöld umfram áætlun um 1,7%. Í árshlutauppgjöri 2024 fyrir sama tímabil voru gjöld að vaxa umfram tekjur og hefur jákvæð þróun því orðið á niðurstöðunni en frávik vegna gjalda voru 2,2 prósentustigum hærri en frávik vegna tekjuaukningar.

Bæjarráð óskar eftir sérstakri samantekt á þeim frávikum sem birtast í 6 mánaða uppgjöri.

Samþykkt 3:0.

2.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029

2505217

Gera má ráð fyrir að fjárhagsáætlun verði fastur liður á fundum bæjarráðs fram til endanlegrar samþykktar hennar sem ráðgerð er á fundi bæjarstjórnar þann 9. desember nk.
Bæjarráð þakkar fjármálastjóra fyrir samantektina og fyrstu drög að vinnuskjali og minnir á fyrsta vinnufund bæjarstjórnar um fjárhags-og fjárfestingaáætlun sem fram fer þann 4.september næstkomandi.

3.Viðauki 1 vegna kaupa á uppþvottavél í eldhús Höfða

2508116

Viðauki nr. 1. hjá Höfða við fjárhagsáætlun ársins 2025 og er tilkomin vegna nauðsynlegra kaupa á uppþvottavél í eldhús heimilisins.

Hjá Akraneskaupstað er þetta viðauki nr. 10 við fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð samþykkir erindið og gerð viðauka nr. 10 vegna þess en útgjöldin hafa áhrif á B- hluta samstæðunnar vegna aukins rekstrarkostnaðar Höfða.

Auknum útgjöldunum er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi samstæðunnar.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 10 vegna framangreinds og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0.

4.Viðauki nr. 2. hjá Höfða árið 2025 - vegna leiðréttingar á greiðslum í sjúkrasjóð VLFA.

2508118

Viðauki nr. 2 hjá Höfða við fjárhagsáætlun ársins 2025 er tilkomin vegna nauðsynlegrar leiðréttingar á kjarasamningsbundnum greiðslum vegna starfsfólks Verkalýðsfélags Akraness hjá heimilinu í sjúkrasjóð félagsins.

Hjá Akraneskaupstað er þetta viðauki nr. 11 við fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð samþykkir erindið og gerð viðauka nr. 11 vegna þess.

Auknum útgjöldunum er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi samstæðunnar.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 11 vegna framangreinds og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0.

5.Höfði - Endurgerð ytri klæðninga

2310151

Kostnaðaruppgjör vegna framkvæmda við fasteign Höfða - endurnýjun á 1. áfanga og endurnýjun þak- og útveggjaklæðninga.
Kostnaður vegna endurnýjunar á 1. áfanga heimilisins er kr. 565.365.795 og vegna endurnýjunar þak- og útveggjaklæðninga kr. 247.124.305 að meðtöldum fjármagnskostnaði. Heildarkostnaður þessara tveggja framkvæmda, að meðtöldum fjármagnskostnaði, er því samtals kr. 812.490.100.

Eftirstöðvar Akraneskaupstaðar, miðað við 19. maí 2025, eru kr. 62.886.001.

Lagt fram til kynningar.

6.Fyrirspurn um samstarf og fjárframlög Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar

2508147

Fyrirspurn til bæjarráðs Akraness um samstarf við Hvalfjarðarsveit.

Óskað er eftir upplýsingum um alla gildandi samstarfssamninga milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar, upplýsingar um fjárhagslegt framlag Hvalfjarðarsveitar samkvæmt hverjum samningi, upplýsingar um raunkostnað Akraneskaupstaðar og greiningu á mismuninum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta taka saman þær upplýsingar sem fyrirspyrjandi er að óska eftir.

Samþykkt 3:0

7.Ebbi AK 37 - skipaskrárnúmer 2737 - forkaupsréttur

2508144

Forkaupsréttur - Ebbi AK 37 - skipaskrárnúmer 2737
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 en núverandi lagaumhverfi tryggir sveitarfélögum einungis forkaupsrétt að fiskiskipum en ekki að þeim aflaheimildum sem kunna að fylgja viðkomandi fiskiskipi. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum fylgja engar aflaheimildir eða veiðireynsla með í kaupunum.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 3:0

8.Golfklúbburinn Leynir - æfingaaðstaða innanhúss

2506125

Málið var á dagskrá bæjarráðs þann 13. ágúst og gert ráð fyrir frekari úrvinnslu í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar.

Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 10 og nr. 11.
Bæjarráð boðar forsvarsmenn golfklúbbsins Leynis á fund með bæjarráði 2. september n.k. vegna frekari úrvinnslu máls.

9.Fjárhagsáætlun leikskóla 2025

2505130

Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs þar sem gerð er grein fyrir breytingum á stöðugildum í leikskólum Akraneskaupstaðar fyrir skólaárið 2025-2026.

Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir að breytingar á launaliðum í fjárhagsáætlun leikskólanna verði færðar á tegundarlykil 1691 sbr. meðfylgjandi fylgiskjal, og felur sviðsstjóra Skóla- og frístundasviðs og fjármálastjóra gerð nauðsynlegra viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa.

Samþykkt 3:0

10.Akstursþjónusta Akraneskaupstaðar 2024

2401211

Lokagögn vegna útboðs á akstursþjónustu og kostnaður lagður fram til staðfestingar.

Velferðar- og mannréttindaráð bókaði á fundi sínum 19. ágúst sl.:

Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að notendur þjónustunnar geti einnig óskað eftir akstursþjónustu, utan þess tíma sem tilgreindur er í reglum sveitarfélagsins, en um þá þjónustu myndi gilda sérstök gjaldskrá.

Sviðsstjóra falið að afla upplýsinga um nákvæman lokakostnað frá verksala.

Málinu vísað til bæjarráðs.

Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindaráðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Samþykkt 3:0

11.Sólmundarhöfði 2 - Árnahús

2301245

Bæjarráð óskaði eftir umsögn stjórnar Höfða um erindi til ráðsins varðandi Árnahús og var tekið fyrir á ráðsfundi þann 15. maí 2025. Umsögnina er að finna undir lið 10 í meðfylgjandi fundargerð frá stjórnarfundi þann 18. ágúst s.l.
Bæjarráð vísar umsögnar stjórnar Höfða til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.

Samþykkt 3:0.

12.FVA - tækifærisleyfi vegna nýnemaballs 2. sept. 2025.

2508048

FVA - tækifærisleyfi vegna nýnemaballs 2 . september 2025.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda og að viðburðurinn standi frá kl. 21:00 - 00:00 þann 2. september næstkomandi, með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Slökkviliðs Akraness, Heilbrigðiseftirlitsins og lögreglunnar.

Samþykkt 3:0

13.Aðalfundur Grundartanga ehf þróunarfélags 30. júní 2025

2506083

Þróunarfélag Grundartanga - aðalfundargerð frá 30. júní 2025.
Fundargerðin lögð fram.

14.Ægisbraut 1-7 - skipulag lóðar

2405016

Kristmundur Einarsson lóðarhafi, Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð beinir því til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa að gera ráð fyrir skipulagi Ægisbrautar í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00