Bæjarráð
3599. fundur
28. júlí 2025 kl. 08:15 - 09:00
í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
- Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
- Valgarður L. Jónsson varaformaður
- Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
- Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
- Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði:
Steinar Adolfsson
sviðsstjóri
Dagskrá
1.Fyrirhugaðir verndartollar Evrópusambandsins á kísiljárn frá EES-ríkjunum.
2507127
Boðuð hefur verið ákvörðun ESB um verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Bæjarráð vill einnig vekja athygli á því að á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga er nú í farvatninu gríðarlega mikil uppbygging og fjárfesting nýrra framleiðslufyrirtækja sem hafa beina hagsmuni af rekstri Elkem. Þá er nú unnið að nýsköpunarverkefnum sem miða að því að nýta betur efnis- og orkustrauma innan svæðisins í anda hringrásarhagkerfisins. Öll þessi áform eru nú sett í uppnám.
Tjón á rekstri fyrirtækja á Grundartanga yrði alvarlegt efnahagslegt áfall og hefði með beinum hætti áhrif á afkomu þjóðarbúsins. Þá er ljóst að atvinnu og afkomu hundraða einstaklinga er ógnað með beinum hætti.
Áform ESB eru algjörlega óskiljanleg og í engu samhengi við stefnu sambandsins um að gæta að viðkvæmum aðfangakeðjum fyrir mikilvæg aðföng til iðnaðarframleiðslu. Bæjarráð krefst þess að ríkisstjórn Íslands mótmæli nú þegar harðlega slíku broti á EES samningnum. Bæjarráð óskar þegar í stað eftir fundi með forsætis-, utanríkis- og atvinnumálaráðherrum um þá alvarlegu stöðu sem blasir við á allra næstu dögum.