Bæjarráð
Dagskrá
1.Mánaðayfirlit 2025
2503064
Mánaðayfirlit tímabilið janúar - apríl.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
2.Aðalfundur Grundartanga ehf þróunarfélags 30. júní 2025
2506083
Fundarboð - aðalfundur Grundartanga ehf þróunarfélags 30. júní 2025.
Lagt fram.
Haraldur Benediktsson sækir fundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar og fer með atkvæðarétt kaupstaðarins.
Haraldur Benediktsson sækir fundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar og fer með atkvæðarétt kaupstaðarins.
3.Lighthouse restaurant - tækifærisleyfi á Írskum dögum 2025
2506120
Lighthouse restaurant - tækifærisleyfi á Írskum dögum 2025.
Óskað er leyfis vegna tímabilisins:
A. þann 3. júlí nk. frá kl. 12:00 til kl. 01:00 (aðfararnótt þess 4. júlí).
B. Þann 4. júlí nk. frá kl. 12:00 til kl. 04:00 (aðfararnótt þess 5. júlí).
C. þann 5. júlí nk. frá kl. 12:00 til kl. 04:00 (aðfararnótt þess 6. júlí).
Óskað er leyfis vegna tímabilisins:
A. þann 3. júlí nk. frá kl. 12:00 til kl. 01:00 (aðfararnótt þess 4. júlí).
B. Þann 4. júlí nk. frá kl. 12:00 til kl. 04:00 (aðfararnótt þess 5. júlí).
C. þann 5. júlí nk. frá kl. 12:00 til kl. 04:00 (aðfararnótt þess 6. júlí).
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda með fyrirvara um jákvæða umsögn annarra umsagnaraðila.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
4.Tækifærisleyfi - Írskir dagar 2025 - Útgerðin bar
2506178
Umsókn um tækifærisleyfi á Írskum dögum 2025 - veitingar utandyra - Útgerðin bar - Stillholt 16 - 18.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda með fyrirvara um jákvæða umsögn annarra umsagnaraðila.
Bæjarráð vekur athygli leyfisveitanda á að afla þarf væntanlega einnig umsagnar húsfélagsins á Stillholti 16 - 18 vegna erindisins.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vekur athygli leyfisveitanda á að afla þarf væntanlega einnig umsagnar húsfélagsins á Stillholti 16 - 18 vegna erindisins.
Samþykkt 3:0
5.Beiðni um styrk - Þúfan áfangaheimili fyrir konur
2506075
Styrkbeiðni - Þúfan áfangaheimili fyrir konur
Lagt fram.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu en óskar starfseminni alls hins besta í sínum störfum.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu en óskar starfseminni alls hins besta í sínum störfum.
Samþykkt 3:0
6.Verklagsreglur leikskóla - breytingar 2025
2506134
Skóla- og frístundaráð hefur unnið að breytingum á verklagsreglum um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar. Ráðið telur umræddar breytingar á verklagsreglunum nauðsynlegar í ljósi þróunar í starfsumhverfi og breyttra forsendna í kjölfar kjarasamninga. Með fyrirliggjandi tillögum er áhersla lögð á að styrkja faglegt starf, tryggja samfellu í þjónustu og mæta þörfum barna, foreldra og leikskólastarfs á vel ígrundaðan hátt.
Ráðið leggur því til við bæjarráð að samþykkja framlagðar breytingar á verklagsreglunum.
Dagný Hauksdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 7 til og með 11.
Ráðið leggur því til við bæjarráð að samþykkja framlagðar breytingar á verklagsreglunum.
Dagný Hauksdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 7 til og með 11.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir framlagðar breytingar á verklagsreglum um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
7.Skráningardagar 2025-2026
2506081
Skráningardagar í leikskólum Akraneskaupstaðar hafa fest sig í sessi og gefið góða raun. Skóla- og frístundaráð undirstrikar mikilvægi verkefnisins og leggja leggja til við bæjarráð eftirfarandi tillögur að fyrirkomulagi skráningardaga skólaárið 2025 - 2026:
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir fyrirliggjandi tillögur að fyrirkomulagi skráningardaga skólaárið 2025 til 2026.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
8.Gjaldskrá leikskóla - breytingar 2025
2506124
Skóla- og frístundaráð hefur allt þetta ár unnið að því, í samstarfi við leikskólastjóra, að móta leiðir til að mæta styttingu vinnuviku starfsfólks leikskóla án þess að skerða þjónustu við börn og foreldra. Ráðið hefur unnið að útfærslu sem felur m.a. í sér breytingar á gjaldskrá leikskóla sem vísað er til umfjöllunar hjá bæjarráði.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla á Akranesi.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð leggur áherslu á að breytingarnar verði kynntar vel í foreldrasamfélagi leikskólabarna á Akranesi sem og forsendurnar fyrir þeim sem eru fyrst og fremst þær að mæta þjóðfélagsbreytingum um styttingu vinnuviku starfsfólks með sem minnstri þjónustuskerðingu og fjölbreyttari afsláttarkjörum.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð leggur áherslu á að breytingarnar verði kynntar vel í foreldrasamfélagi leikskólabarna á Akranesi sem og forsendurnar fyrir þeim sem eru fyrst og fremst þær að mæta þjóðfélagsbreytingum um styttingu vinnuviku starfsfólks með sem minnstri þjónustuskerðingu og fjölbreyttari afsláttarkjörum.
9.Golfklúbburinn Leynir - æfingaaðstaða innanhúss
2506125
Erindi framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Leynis vegna aðstöðu í kjallara o.fl.
Bæjarráð óskar eftir frekari rýningu á mögulegum valkostum í stöðunni og felur sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs, skipulags- og umhverfissviðs og stjórnsýslu og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Gert er ráð fyrir að málið verði tekið fyrir að nýju á næsta reglulega fundi ráðsins sem fyrirhugaður er þann 17. júlí nk.
Samþykkt 3:0
Gert er ráð fyrir að málið verði tekið fyrir að nýju á næsta reglulega fundi ráðsins sem fyrirhugaður er þann 17. júlí nk.
Samþykkt 3:0
10.Ályktun Aðalfundar Golfklúbbsins Leynis - Samningur um landnýtingu Leynis á deiliskipulagi golfvallar 5455
2506087
Ályktun Aðalfundar Golfklúbbsins Leynis - Samningur um landnýtingu Leynis á deiliskipulagi golfvallar 5455.
Bæjarráð þakkar erindið.
Málið fer til frekari úrvinnslu og gert ráð fyrir að málið verði tekið fyrir að nýju á næsta reglulega fundi ráðsins sem fyrirhugaður er þann 17. júlí nk.
Samþykkt 3:0
Málið fer til frekari úrvinnslu og gert ráð fyrir að málið verði tekið fyrir að nýju á næsta reglulega fundi ráðsins sem fyrirhugaður er þann 17. júlí nk.
Samþykkt 3:0
11.Líkamsrækt á Jaðarsbökkum
2501063
Framlagning lokagagna en gert er ráð fyrir undirritun samnings og fylgiskjala síðar í dag.
Sigurður Páll Harðarson tók þátt símleiðis í umfjöllun um þennan dagskrárlið.
Sigurður Páll Harðarson tók þátt símleiðis í umfjöllun um þennan dagskrárlið.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og fylgiskjöl með þeim og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn f.h. Akraneskaupstaðar.
Samþykkt 3:0
Dagný Hauksdóttir og Sigurður Páll Harðarson viku af fundi.
Samþykkt 3:0
Dagný Hauksdóttir og Sigurður Páll Harðarson viku af fundi.
12.Erindi frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
2506156
Erindi frá samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi um hækkun veiðigjalds.
Lagt fram.
13.Akranesapp
2505236
Akranesapp.
Tillaga að erindisbréfi liggur fyrir.
Tillaga að erindisbréfi liggur fyrir.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og skipan vinnuhóps um Akranesapp.
Hópurinn taki til starfa 1. september nk. og skili kostnaðaráætlun ásamt verk- og tímaáætlun til bæjarráðs þann 1. október nk. Gert er ráð fyrir að hópurinn ljúki formlega störfum þann 31. desember nk. og að hópurinn hittist á um tveggja vikna fresti á tímabilinu og alls verði þetta því um 8 fundir.
Fulltrúar bæjarstjórnar í hópnum verða: Líf Lárusdóttir, Jónína Margrét Sigmundsdóttir og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir. Starfsmenn starfshópsins verði Sigrún Ósk Kristjánsdóttir upplýsingafulltrúi og Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri menningarmála. Um greiðslur til starfshópsins fer samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um laun til bæjarfulltrúa og fyrir setu í ráðum, nefndum og starfshópum frá 9. apríl 2019.
Samþykkt 3:0
Hópurinn taki til starfa 1. september nk. og skili kostnaðaráætlun ásamt verk- og tímaáætlun til bæjarráðs þann 1. október nk. Gert er ráð fyrir að hópurinn ljúki formlega störfum þann 31. desember nk. og að hópurinn hittist á um tveggja vikna fresti á tímabilinu og alls verði þetta því um 8 fundir.
Fulltrúar bæjarstjórnar í hópnum verða: Líf Lárusdóttir, Jónína Margrét Sigmundsdóttir og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir. Starfsmenn starfshópsins verði Sigrún Ósk Kristjánsdóttir upplýsingafulltrúi og Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri menningarmála. Um greiðslur til starfshópsins fer samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um laun til bæjarfulltrúa og fyrir setu í ráðum, nefndum og starfshópum frá 9. apríl 2019.
Samþykkt 3:0
14.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
2410062
Umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytið hefur lokið rýni á samþykkt um meðhöndlun úrgangs fyrir Akraneskaupstað og er samþykktin tilbúin til síðari umræðu í bæjarstjórn sbr. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði en ráðið fundar nk. mánudag þann 30. júní.
Málið komi svo að nýju fyrir bæjarráð.
Samþykkt 3:0
Málið komi svo að nýju fyrir bæjarráð.
Samþykkt 3:0
15.Fundir bæjarráðs 2025
2504070
Ákvörðun um tímasetningu næsta reglulega fundar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarráðs verði fimmudaginn 17. júlí nk.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
16.Gott að eldast, aðgerðaráætlun um þjónustu við fólk með heilabilun
2410206
Bæjarráð samþykkti erindið 12.6.2025 en óskaði eftir nánari kynningu á fyrirhugaðri útfærslu þjónustunnar m.a. yfir sumarmánuðina. Þá leggur bæjarráð áherslu á að þrýst sé á frekari svör frá ráðuneytinu m.t.t. fjármögnunar verkefnis af þessum toga sbr. bókun bæjarráðs frá fundi ráðsins nr. 3589 þann 13. mars síðastliðinn.
Umbeðnar skýringar liggja fyrir og eru undir málinu.
Umbeðnar skýringar liggja fyrir og eru undir málinu.
LL víkur af fundi.
Lagt fram.
Bæjarráð þakkar fyrirliggjandi skýringar.
Bæjarráð samþykkir erindið en afgreiðslu á formlegum viðauka er frestað til næsta fundar bæjarráðs.
Samþykkt 2:0
Lagt fram.
Bæjarráð þakkar fyrirliggjandi skýringar.
Bæjarráð samþykkir erindið en afgreiðslu á formlegum viðauka er frestað til næsta fundar bæjarráðs.
Samþykkt 2:0
Fundi slitið - kl. 12:10.
Rekstrarliðir eru heilt yfir að þróast áfram í jákvæða átt.
Bæjarráð áréttar mikilvægi áframhaldandi aðhalds í rekstri og óskar eftir skýringum og gögnum á þeim frávikum sem birtast í fyrirliggjandi mánaðayfirliti sbr. nánari útlistun í ítarbókun.
Samþykkt 3:0
Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi