Fara í efni  

Bæjarráð

3572. fundur 26. september 2024 kl. 08:15 - 14:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Mánaðayfirlit 2024

2403044

Mánaðaryfirlit janúar til júlí 2024.

Kristjana Helga Ólafsdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 2 og nr. 3.

Lagt fram.

2.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025-2034

2409132

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025 (2026 - 2034).

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og dagskrárlið nr. 3.
Lagt fram.
Áætlunin er til áframhaldandi vinnslu í bæjarráði en fyrirhugaðar er vinnufundur bæjarstjórnar miðvikudaginn 2. október nk. sem helgaður er fjárfestinga- og framkvæmdaáætluninni (vinnufundur nr. 2) en áætlunin er einn veigamesti þátturinn í fjárhagsáætlunargerðinni.

Bæjarráð óskar eftir tiltekinni sviðsmyndaframsetningu frá stjórnsýslu- og fjármálasviði og skipulags- og umhverfissviði sem liggi fyrir í tíma fyrir vinnufundinn.

Samþykkt 3:0

3.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028

2406142

Fjárhagsáætlunin er til áframhaldandi vinnslu hjá bæjarráði.

Vinnubækur fóru út til sviðsstjóra/forstöðumanna þann 20. september sl. og veittur skilafrestur til 4. október nk.
Lagt fram.
Gjaldskrár verða til úrvinnslu á fundum fagráða í næstu viku og er tillagna að vænta til bæjarráðs í framhaldinu.
Áætlunin verður til áframhaldandi vinnslu hjá bæjarráði á komandi fundum.

Kristjana Helga Ólafsdóttir og Sigurður Páll Harðarson víkja af fundi.

4.KFÍA - Tækifærisleyfi á knattspyrnuleik ÍA og FH 6. okt.2024

2409256

KFÍA - tækifærisleyfi á knattspyrnuleik ÍA og FH 6. október 2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda með þeim fyrirvara að jákvæðar umsagnir berist frá slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirliti og öðrum viðbragðsaðilum (umsagnaraðilum).

Samþykkt 3:0

5.Garðavellir - endurskoðun á samningi GL og AK 2023

2303201

Málið hefur verið til úrvinnslu í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar í samstarfi við framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Leynis.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi húsaleigusamninga Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis vegna Garðavalla ásamt fylgigögnum.

Samþykkt 2:0, RBS situr hjá.

6.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023

2303217

Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 17. september 2024 var farið yfir stöðu uppbyggingar á íbúðakjarna að Skógarlundi 42 en samþykkt stofnframlag liggur fyrir vegna framkvæmdarinnar.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessu dagskrárlið.
Bæjarráð óskar eftir að farið verði mjög nákvæmlega yfir kostnaðarforsendur verkefnisins sem og framlagningu frekari gagna frá byggingaraðila.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

7.Menningarverðlaun Akraness 2024

2408060

Tillaga menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraness 2024.
Bæjarráð samþykkir tilnefningu menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraness árið 2024 en ákvörðunin verður kunngerð við setningu Vökudaga þann 24. október nk. kl. 17:00.

Bæjarráð vísar tilnefningunni til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

8.FAB LAB rekstur

2409292

Yfirferð um rekstraráætlun FAB LAB vegna ársins 2024.

Lagt fram.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Afgreiðslu málsins festað til næsta fundar

Samþykkt 3:0

9.Fundir bæjarráðs 2024

2403027

Vegna fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldin dagana 10. og 11. október nk. og því þarf að færa til fund bæjarráðs sem samkvæmt fundadagskrá er þann 10. október nk.
Bæjarráð samþykkir að næstu fundur bæjarráðs verði mánudaginn 14. október nk. kl. 14:30 en ekki þann 10. október nk. líkt og fundadagskrá ársins 2024 gerir ráð fyrir.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 14:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00