Fara í efni  

Bæjarráð

3560. fundur 11. apríl 2024 kl. 08:15 - 11:25 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinbar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Mánaðayfirlit 2024

2403044

Mánaðaryfirlit jan - feb 2024

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 2.
Lagt fram.

2.Lánssamningur - Höfði 2024

24042203

Lánssamningur milli Akraneskaupstaðar og Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis.



Höfði hefur óskað eftir "brúarláni frá Akraneskaupstað, samtals að fjárhæð 120 m.kr., vegna fyrirhugaðarar verkframkvæmdar vegna endurnýjunar þak- og útveggjaklæðninga.
Bæjarráð samþykkir fyrirhugaða lánveitingu að fjárhæð kr. 120.000.000 til Höfða vegna verkframkvæmdar sem tekur til endurnýjunar þa-k og útveggjaklæðninga en fyrir liggur samþykktur verksamningur á milli Höfða og Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar ehf., dagsettur 15. desember 2023, en áætluð verklok eru eigi síðar en 31. október 2024.
Höfði skuldbindur sig til að endurgreiða lánið með einni greiðslu þegar gengið verður frá langtímafjármögnun verksins.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akranes til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

3.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023

2401064

143. mál til umsagnar - málefni aldraðra - réttur til sambúðar.
Lagt fram.

4.Aðgerðaáætlun matvælastefnu - fundur vegna umsagnar

2403239

Erindi (tölvupóstur HEV) vegna fyrirhugaðs fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands með eigendum vegna umsagnar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi varðandi matvælaáætlun matvælaráðherra.
Lagt fram.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands stefnir að því að eiga upplýsingafund varðandi umsögnina með eigendum nú lok apríl.

Bæjarráð gerir ráð fyrir að f.h. Akraneskaupstaðar mæti fulltrúar bæjarráðs auk bæjarstjóra.

5.Starfsdagur bæjarskrifstofu 2024

2404041

Óskað er eftir heimild til að loka afgreiðslu bæjarskrifstofu Akraness frá kl. 12:00 til kl. 15:00 miðvikudaginn 24. apríl 2024 vegna starfsdags.



Einnig er fyrirhuguð kynningarferð starfsfólk bæjarskrifstofu til annars sveitarfélags í maí nk. og gert ráð fyrir að skerða þurfi opnunartíma bæjarskrifstofu þann tiltekna dag.
Bæjarráð samþykkir að bæjarskrifstofan loki frá hádegi þann 24. apríl og í lok maí nk.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð óskar eftir að gerðar verði ráðstafanir sem tryggi að erindi sem ekki þoli bið verði sinnt þrátt fyrir lokun þjónustuvers fyrirkomulag vegna þessa kynnt ítarlega á heimasíðu kaupstaðarins.

6.Brynja leigufélag - stofnframlag vegna íbúða 2023

2303125

Samningar Akraneskaupstaðar og Brynju leigufélags hses. vegna Asparskóga 1, íbúðar nr. 109 og íbúðar nr. 213, lagður fram til ákvörðunar bæjarráðs.

Fellur undir árið 2023 og gert ráð fyrir í fyrirliggjandi drögum að ársreikningi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samninga sem eru í samræmi við fyrri samþykktir Akraneskaupstaðar vegna ársins 2023.

Stofnframlag Akraneskaupstaðar vegna íbúðar nr. 109 eru kr. 6.158.136 og kr. 7.529.376 vegna íbúðar nr. 213. Þinglýst verður kvöð á eignirnar sem lúta að takmörkunum varðandi sölu og veðsetningu eignanna nema með samþykkis Akraneskaupstaðar. Einnig er gert ráð fyrir endurgreiðslu stofnframlagsins til Akraneskaupstaðar er lán sem tekin voru til fjármögnunar byggingar eða kaupa hafa verið greidd upp eða ef selja á eignirnar út úr kerfi almennra íbúða samkvæmt lögum nr. 52/2016.

Samþykkt 3:0

7.ÍA hátíðarsalur Jaðarsbökkum - rekstarleyfi fyrir veitingastað í flokki II

24042167

Umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Knattspyrnufélags ÍA um veitingaleyfi í flokki II í hátíðarsal Jaðarsbakka.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skóla- og frístundaráðs og Brúar fornvarnarhóps.

Samþykkt 3:0

8.Frístundamiðstöðin Garðavöllum - tækjakaup

24042213

Tækjakaup fyrir Frístundamiðstöðina á Garðavöllum.

Jóhann Guðmundsson kerfisstjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið og gerir nánari grein fyrir mismuninum á fyrirliggjandi tilboðum á búnaði og fer einnig yfir hvort vilji sé til að fara einhverja aðra leið í málinu.
Bæjarráð felur kerfisstjóra að afla frekari gagna frá fleiri þjónustuaðilum til samanburðar við fyrirliggjandi tilboð og leggja fram á næsta fundi.

Samþykkt 3:0

Jóhann Guðmundsson víkur af fundi.

9.Staða stafræns samstarfs - Kynning fyrir fulltrúa svf í stafrænum málum apr.2024

24042211

Staða stafræns samstarfs sveitarfélaga í apríl 2024. Minnisblað lagt fram til kynningar.

Valdís Eyjólfsdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.
Bæjarráð þakkar Valdísi fyrir greinargóðar upplýsingar varðandi stöðu verkefnisins.

Valdís Eyjólfsdóttir víkur af fundi.

10.Ársreikningur 2023 - endurskoðun

2401228

Endurskoðun ársreiknings 2023.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal endurskoðandi sem ábyrgð ber á endurskoðum sveitarfélags taka sér hlé frá endurskoðun þess í a.m.k. tvö ár samfelld eigi síðar en sjö árum eftir að hann var ráðinn til verksins. Ákvæðið tekur til þess endurskoðanda sem áritar ársreikninginn en ekki til endurskoðunarfyrirtækisins sem ráðningarsamningur er við hverju sinni. Í framkvæmd hefur þettta verið með þeim hætti að annar endurskoðandi innan saman endurskoðunarfyrirtækis eða samstarfsfyrirtækis áritar ársreikning sveitarfélagsins og ber ábyrgð á endurskoðuninni í tvö ár.



Þetta felur í sér að þá formbreytingu að undirritun fer fram undir nafni annars endurskoðanda/endurskoðunarskrifstofu en að öðru leyti er vinnuferlið óbreytt. Sams konar fyrirkomulag hefur verið viðhaft tvisvar áður og rétt að geta þess að sama á við um Hvalfjarðarsveit við afgreiðslu á ársreikningi sveitarfélagsins vegna ársins 2023.



Gert er ráð fyrir aukafundi í bæjarráði fimmtudag 18. apríl eða föstudag 19. apríl næstkomandi vegna framlagningar ársreikningsis og fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness þann 23. apríl nk.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00