Fara í efni  

Bæjarráð

3548. fundur 16. nóvember 2023 kl. 08:15 - 11:45 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Jónína Margrét Sigmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023

2303014

238. mál til umsagnar - frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

47. mál til umsagnar - um grunnskóla (kristinfræðikennsla).
Lagt fram.

Bæjarráð vísar málinu til skoðunar hjá sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs.

Samþykkt 3:0

2.Aflið, samtök fyrir þolendur ofbeldis - styrkbeiðni

2310251

Aflið, samtök fyrir þolendur ofbeldis, óskar eftir styrk að upphæð kr. 250.000 til að tryggja áframhaldandi þjónustu við þolendur ofbeldis.Aflið býður upp á einstaklingsviðtöl og hópastarf þolendum að kostnaðarlausu.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Samþykkt 3:0

3.Þorrablót Skagamanna 2024

2311009

Erindi frá Sjötíu og níu menningarfélagi um styrk og aðstoð vegna Þorrablóts Skagamanna.
Bæjarráð samþykkir að styðja hið árlega Þorrablót Skagamanna með sambærilegum hætti og undanfarin ár með endurgjaldlausum afnotum af íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar en viðburðurinn verður þann 20. janúar 2024 í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum.

Bæjarráð telur mikilvægt í ljósi sérstakra aðstæðna varðandi Íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar að röskun á skipulagi íþróttastarfs að Jaðarsbökkum verði sem minnst í aðdraganda viðburðarins og að samstarf verði haft við hlutaðeigandi íþróttafélög, grunnskólana og forstöðumann íþróttamannvirkja og íþróttamála um framkvæmdina.

Bæjarráð áréttar að skipuleggjendur gæti sem fyrr að því að fylgja gildandi áfengislöggjöf hvort sem það lítur að þátttöku ungmenna í viðburðinum sjálfum eða við afgreiðslu veitinga til gesta.

Skipuleggjendur bera allan tilfallandi viðbótarkostnað vegna viðburðarins svo sem vegna leigu á salernisgámum o.þ.h.

Samþykkt 3:0

4.Námsmannaíbúðir

2309168

Erindi Byggingarfélags námsmanna varðandi stofnframlag til uppbyggingar námsmannaíbúðum á Akranesi.
Bæjarráð telur mikilvægt að möguleiki á uppbyggingu námsmannaíbúða samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir (stofnframlag ríkis og sveitarfélaga) á Akranesi verði skoðaður til hlítar.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar skipulags- og umhverfisráðs m.a. með tilliti til hentugrar lóðar fyrir slíka uppbyggingu og málið komið svo að nýju til bæjarráðs.

Samþykkt 3:0

5.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027

2306146

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027 fór fram í bæjarstjórn Akraness þann 14. nóvember sl.Nú fer í hönd áframhaldandi rýning á milli umræðna.Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð óskar eftir frekari greiningu á eftirtöldum þáttum:

- Frekari rýning á launaútgjöldum.
- Frekari rýning á fasteignasköttum.
- Frekari rýning á gjaldskrám.
- Frekari rýning á öðrum rekstrarliðum.
- Frekari rýning á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun.

Einnig er ráðgerð að skipuleggja fund með KPMG vegna frekari verkefnavinnu og til undirbúnings aðgerðaráætlunar.

Vinnugögn verði lögð fyrir á næsta fundi bæjarráðs þann 30. nóvember næstkomandi.

Bæjarstjóra falin úrvinnsla málsins.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

6.ÍA - rekstur, samskipti og samningur 2022-2026

2204124

Viðauki við þjónustusamning milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness.Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka við þjónustusamning á milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Dagný Haukdsdóttir víkur af fundi.

7.Tjarnarskógar 1 - Umsókn um byggingarlóð

2305185

Skil á lóð við Tjarnarskóga 1.
Bæjarráð samþykkir skil á lóðinni enda lóðin formlega enn á hendi Akraneskaupstaðar.

Lóðin Tjarnarskógar nr. 1 fer því að nýju á lista yfir lausar lóðir Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

8.Kaup á félagslegum íbúðum

2310127

Bæjarráð ákvað á fundi sínum þann 10. ágúst sl. að óska eftir kaupum á eign af tilteknum gæðum sbr. fyrirliggjandi greiningu félagsþjónustu Akraneskaupstaðar.Frestur til að skila inn söluyfirlitum vegna hentugra íbúða var veittur til og með 10. nóvember sl. og gert ráð fyrir að málið fari fyrir fund þann 16. nóvember 2023,
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera formlegt kauptilboð í Asparskóga 5b sem þykir henta miðað við fyrirliggjandi þarfir Akraneskaupstaðar sbr. auglýsingu á heimasíðu Akraneskaupstaðar frá 25. október síðastliðinn.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð þakkar öllum þeim sem sendu inn söluyfirit eigna en alls bárust Akraneskaupstaðar 10 slík.

9.Tjarnarskógar 4 - umsókn um byggingarlóð

2311192

Umsækjandi hafði boðað í umsóknarferli um lóðina að hann hygðist stofna nýjan lögaðila um verkefnið og fjármögnun er tryggð samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabanka viðkomandi.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar Tjarnarskógar 4 til Akraskjól ehf. en tekur fram að aðilaskiptin breyta engu varðandi fyrirliggjandi skilmála og fresti sem haldast óbreyttir.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 11:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00