Fara í efni  

Bæjarráð

3534. fundur 11. maí 2023 kl. 15:15 - 15:40 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Einar Brandsson varamaður
Starfsmenn
 • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Skógarhverfi 5 og 3A - úthlutun mars 2023

2303008

Tímabilið 10. mars til og með 19. apríl sl voru samtals 9 einbýlishúsalóðir í Skógarhverfi, áfangar 3A og 5, auglýstar lausar til úthlutunar.Í áfanga 3A voru það lóðirnar: Skógarlundur nr. 2, nr. 3 og nr. 5.Í áfanga 5 voru það lóðirnar:

Tjarnarskógar nr. 3, nr. 5, nr. 7, nr. 9, nr. 11 og nr. 13.Alls bárust sjö umsóknir í þrjár lóðir; ein umsókn í Skógarlund nr. 2, tvær umsóknir í Skógarlund nr. 3 og fjórar umsóknir í Skógarlund nr. 5.Vistödd útdráttinn er Ásta Valdimarsdóttir, fulltrúa sýslumannsins á Vesturlandi, sem lögbókandi.
Formaður bæjaráðs fór yfir fyrirkomulag á útdrættinum og áréttaði að umsækjandi sem dreginn yrði út, hefði samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar, átta mánuði til að hefja uppbyggingu, skila inn tilhlýðilegum gögnum og greiða gatnagerðargjöld. Einungis yrði einn umsækjandi dreginn út og við skil á lóð færi viðkomandi lóð á listann yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.

Útdráttur lóða:
A. Einbýlishúsalóðin Skógarlundur 2.
Alls barst ein umsókn frá Vil ehf. sem fær því lóðinni úthlutað til sín.

B: Einbýlishúsalóðin Skógarlundur nr. 3.

Alls bárust 2 umsóknir frá eftirtöldum aðilum:
Vil ehf.
Jónasi Þórðarsyni

Dreginn var út umsækjandinn Jónas Þórðarson.

C. Einbýlishúsalóðin Skógarlundur 5
Alls bárust 4 umsóknir frá eftirtöldum aðilum:
Gísla Runólfssyni
Herði Svavarssyni
Yl pípulagningarþjónustu
Jónasi Þórðarsyni

Dreginn var út umsækjandinn Hörður Svavarsson.

Opnað verður að nýju fyrir umsóknir lóða í Skógarhverfi, í áföngum 3A og 5, þriðjudaginn 16. maí 2023, kl. 13:00. Til umsóknar eru þá m.a. þær lóðir við Tjarnarskóga sem ekki var sótt um nú og að auki aðrar þær lóðir sem áður hafa verið auglýstar en verið skilað eða kunna að hafa verið í ranni Akraneskaupstaðar af mismunandi ástæðum, sbr. fyrirliggjandi reglur Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða og skv. gildandi gatnagerðargjaldskrá.

Bæjarráð þakkar umsækjendum fyrir þeirra umsóknir og þeim sem úthlutað var lóð til hamingju.

Bæjarráð þakkar einnig fulltrúa sýslumanns fyrir hans störf á fundinum.

Fundi slitið - kl. 15:40.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00