Fara í efni  

Bæjarráð

3528. fundur 16. mars 2023 kl. 08:15 - 16:05 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Sementsverksmiðjan á Akranesi - framtíðarstaðsetning

2211098

Þorsteinn Víglundsson stjórnarformaður Sementsverkssmiðjunnar og forstjóri Hornsteins ehf. eiganda Sementsverksmiðjunnar ehf.
Bæjarráð þakkar Þorsteini fyrir komuna á fundinn og framlagða kynningu um mögulega þróun á reitnum.

Málið fer í frekari rýningu m.a. á skipulags- og umhverfissviði og að því loknu til umfjöllunar að nýju hjá skipulags- og umhverfisráði.

Samþykkt 3:0

Þorsteinn Víglundsson víkur af fundi.

2.Starfshópur um stefnumótun öldrunarþjónustu

2109144

Fulltrúar úr starfshópi um stefnumótun í öldrunarþjónustu kynna stöðumat á verkefninu og tilraunaverkefni um samþættingu á þjónustu sbr. tillögur sem fram koma í lokaskýrslu SSV um stefnumótun í öldrunarþjónustu.



Um er að ræða Elsu Láru Arnardóttur, formann hópsins, Önnu Sólveigu Smáradóttur, Ragnheiði Helgadóttur, Hildigunni Árnadóttur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs og Laufeyju Jónsdóttur forstöðumann stuðnings- og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð þakkar fulltrúum starfshópsins fyrir komuna á fundinn og vandaða kynningu.

Vinnunni miðar vel og gert er ráð fyrir reglulegu samtali bæjarráðs og starfshópsins áður en kemur að lokaskýrslu hópsins.

Gestir víkja af fundi.

3.Hausthúsatorg - bensínstöð N1

2112034

Festi hf. óskar eftir að fresta lóðaskiptum til maí 2026.



Ásta Sigríður Fjeldsted forstjóri Festi og Ívar örn Þrastarson forstöðumaður framkvæmdasviðs N1 sitja fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Bæjarráð þakkar fulltrúum Festis fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð telur mikilvægt að fundin verði sameiginleg lausn þannig að hagsmunir beggja aðila fari saman.

Erindið fer til frekari rýningar hjá skipulags- og umhverfissviði.

Gestir víkja af fundi.

4.KFÍA - málefni

2211228

Drög að samningi við KFÍA.

Anney Ágústdóttir verkefnastjóri og Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið og sitja áfram undir dagskrárliðum nr. 5 og nr. 6.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði samningur við KFÍA á grundvelli fyrirliggja vinnuskjals. Samningurinn komi til formlegrar afgreiðslu bæjarráðs á næsta fundi ráðsins sem verður þann 30. mars næstkomandi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

5.Sveigjanleiki í vistun barna - minnisblað

2303044

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 8. mars sl. tillögur um sveigjanleika á vistun barna í leikskólum Akraneskaupstaðar sem felur í sér möguleika á styttingu dvalartíma á föstudögum gegn niðurfellingu gjalda sem nemur þeirri styttingu og vísaði málinu til bæjarráðs til ákvörðunar.
Bæjarráð samþykkir útfærslu um sveigjanleika í vistunartíma barna og að framkvæmdin verði án breytinga í reiknilíkunum leikskólanna.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs framkvæmd málsins í samvinnu við leikskólastjóra.

Gert er ráð fyrir að útfærslan og mögulegur kostnaðarauki verði kynntur fyrir bæjarráði um leið og útfærslan liggur fyrir.

Samþykkt 3:0

6.Innritun í leikskóla 2023

2302134

Skóla- og frístundaráð bókaði eftirfarandi á fundi sínum þann 8. mars sl.



Með vísan í reglur um innritun í leikskóla á Akranesi hefur skóla- og frístundaráð ákveðið að viðmiðunaraldur yngstu barna við innritun í leikskóla haust 2023 verði 14 mánuðir. Foreldrar barna fædd út júnímánuð 2022 og eldri geta sótt um fyrir börn sín og verður þeim úthlutað leikskólapláss fyrir næsta skólaár.



Við byggingu nýs sex deilda leikskóla við Asparskóga hefur leikskólaplássum fjölgað umtalsvert í bæjarfélaginu. Við ákvörðun innritunaraldurs fyrir haustið 2022 var horft til þess að Garðasel flytti starfsemi sína í nýtt og stærra húsnæði þá um haustið. Fengu því um 30 fleiri börn leikskólavist en árið áður.



Vegna mikilar fjölgunar barna á leikskólaaldri á yfirstandandi skólaári, ríflegrar inntöku s.l. haust og að útskriftarárgangurinn í vor er tölvert minni en sá hópur barna sem mun innritast í haust er ljóst að verulega hefur gengið á þau leikskólapláss sem sköpuðust við opnun nýs leikskólahúsnæðis. Af þeim sökum neyðist skóla- og frístundaráð til að færa innritunarmörkin fyrir 2022 árganginn um einn mánuð. Fjöldi barna í 2022 árgangi sem fá úthlutað leikskólaplássi í haust, eins og staðan er núna er 65. Í fyrra voru börn í 2021 árganginum sem voru tekin inn 60.



Skóla- og frístundaráð mun fara þess á leit við bæjarráð að nú þegar verði sett af stað vinna við að halda áfram metnaðarfullri uppbyggingu leikskóla hér á Akranesi. Annars er fyrirsjáanlegt að við lendum í þeirri stöðu á næsta ári að við þurfum að hafna börnum á leikskólaaldri um leikskólapláss.

Bæjarráð samþykkir að skipa starfshóp sem ætlað er að meta stöðu og vinna að mögulegum lausnum í leikskólamálum.

Sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs falið að vinna tillögu að erindisbréfi og leggja fram á næsta fundi bæjarráðs þann 30. mars næstkomandi.

Gert er ráð fyrir að vinnu starfshópsins verði áfangaskipt þannig að tillaga að lausnum til skemmri og lengri tíma liggi fyrir strax á vormánuðum.

Samþykkt 3:0

7.Garðaflói - samkomulag

2303084

Umsókn frá Transition Labs ehf. um landsvæði í Garðaflóa.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag Akraneskaupstaðar og Transition Labs varðandi loftlagsgarð í Garðaflóa.

Bæjarráð vísar stefnu Akraneskaupstaðar og Transition Labs um loftlagsgarð í Garðaflóa til bæjarstjórnar Akraness til endanlegar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

8.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023

2303014

25. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf.

782. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar).

795. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026.

165. mál til umsagnar - frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 531972, með síðari breytingum.

128. mál til umsagnar - frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla).

126. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.
Lagt fram.

9.Nesflói 1 Flóahverfi - skil á lóð

2302201

Erindi Votabergs ehf. um skil á lóð við Nesflóa 1 vegna breyttra aðstæðna lóðarhafa.



Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindi Votabergs ehf. um skil á lóðinni.

Samþykkt 3:0

10.Grænir iðngarðar -umsókn um lóð

2302168

Umsókn Merkjaklappar um lóð í Grænum iðngörðum
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

11.Sérstakur húsnæðisstuðningur - endurskoðun 2023

2302059

Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs 6.03.2023, var fjallað um endurskoðun á hámarki reglna um sérstakan húsnæðisstuðning. Lagt var fram minnisblað ásamt viðbótargögnum um fjárhagsleg áhrif og þýðingu hækkunar fyrir fjárhagsáætlun 2023.



Gerð var eftirfarandi bókun: Á grundvelli framlagðra gagna leggur velferðar- og mannréttindaráð til við bæjarráð að hámark samanlagðra húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings verði 90.000 kr. Málinu vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.



Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindaráðs og Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála og launa taka sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 13 og nr. 14.
Bæjarráð samþykkir útfærslu sem felur í sér að hámark samanlagðra húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings verði kr. 80.000 sem taki gildi frá 1. apríl næstkomandi.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 4 vegna þessa samtals að fjárhæð kr. 10.440.000 sem færður verði á deild 02190-5914 og mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

12.Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð

2302013

Á fundi Velferðar- og mannréttindaráðs, 06.03.23, var fjallað um framlagt minnisblað starfsmanna, samanburð við önnur sveitarfélög og þýðingu hækkunar á kvarða fyrir fjárhagsáætlun 2023.



Eftirfarandi bókun var gerð: Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar verði kr. 195.159, frá og með 1. mars og að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar taki breytingum til samræmis við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í janúar ár hvert, miðað við vísitölu í nóvember árið áður. Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hjá Akraneskaupstað verði kr. 195.159 og að fjárhæðin taki framvegis mið af breytingum á vísitölu neysluverð til verðtryggingar í janúar ár hvert miðað við vísitölu nóvember mánaðar árinu áður. Fyrsta breyting á ákvarðaðri grunnfjárhæð samkvæmt þessari reglu verði því í janúar 2024.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 5, samtals að fjárhæð kr. 5.002.000 sem færður verði á deild 02110-5911 og verði mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

13.Þroskahjálp - stofnframlag

2101284

Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs, 06.03.2023, var tölvupóstur Þroskahjálpar, dagsettur sama dag, lagður fram til kynningar.



Í tölvupóstinum kemur fram að stjórn húsbyggingasjóðs muni ekki víkja frá þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið, um að byggja ekki íbúðakjarna með fleiri en fimm íbúðum. Þroskahjálp mun því tilkynna HMS um að ekki verði sótt um stofnframlag vegna verkefnis á Akranesi við næstu úthlutun, en að áframhaldandi vilji sé til samstarfs um verkefni á næstu misserum eða árum.



Velferðar- og mannréttindaráð fagnar áframhaldandi vilja til samstarfs og þakkar skilning Þroskahjálpar gagnvart þeirri stöðu sem Akraneskaupstaður er í varðandi þá lóð sem nú hefur verið tekin frá fyrir íbúðakjarna. Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að leita leiða til samstarfs um uppbyggingu kjarna með sex íbúðum.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Þroskahjálpar fyrir þeirra vilja til áframhaldandi samstarfs við Akraneskaupstað um uppbyggingu þó ekki verði samstarf um fyrirhugaða uppbyggingu á Tjarnarskógum 15.

Gert er ráð fyrir frekari uppbyggingu skv. lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir í fjárhagsáætlun vegna áranna 2024 til og með 2026 og verður því hugað að formlegri umsókn stofnframlags til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þegar á næsta ári.

Samþykkt 3:0

14.Endurskoðun stefnu um græna iðngarða

2303104

Til samþykktar, endurskoðuð stefna Akraneskaupstaðar um græna iðngarða.



Með málinu er tillaga að nýrri/endurskoðaðri stefnu sem og núgildandi stefna frá janúar 2022.



Helstu breytingar milli útgáfa eru önnur uppsetning á stefnunni (úr glærum í word), settir eru inn nýir kaflar þar sem skerpt er m.a. á gildissviði og ábyrgð og hlutverki aðila, tekinn út texti sem tengist meira markaðsmálum og texti stefnunnar er styttur.



Enn á eftir að klára útfærslu á miðlægu þjónustufyrirtæki eða klasafélagi, sjá kafla 4.4 í útgáfu 2.0 (uppfærð stefna) en það er í vinnslu.



Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða stefnu Akraneskaupstaðar um græna iðngarða og vísar henni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Valdís Eyjólfsdóttir víkur af fundi.

15.Grænir iðngarðar Flóahverfi

2302205

Samkomulag við Brimilshólma ehf. um lóð í FLóahverfi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi Akraneskaupstaðar og Brimilshólma ehf. um úthutun lóðarinnar Kelduflóa 2 í Flóahverfi.

Samþykkt 3:0

16.Mánaðaryfirlit 2023

2303108

Mánaðaryfirlit janúar.



Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála og launa tekur sæti á fundinum undir þessum lið sem og undir dagskrárlið nr. 17.
Lagt fram.

17.Lánssamningur - Höfði

2303110

Lánssamningur milli Akraneskaupstaðar og Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimilis.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lánssamning Akraneskaupstaðar og Höfða vegna yfirstandandi framkvæmda og endurbóta á heimilinu en þessi leið er hagstæðasta fyrirkomulagið þar til gengið verður frá langtímafjármögnun vegna verkefnisins.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar bæjarstjórnar Akraness.

Samþykkt 3:0

18.Jaðarsbakkar - hótel og baðlón - uppbygging

2211263

Starfshópur vegna uppbyggingar við Langasand.
Bæjarráð áréttar að viljayfirlýsingin tilgreinir að aðilar muni setja á stofn starfshóp sem mun á næstu 8 vikum draga fram áskoranir og tækifæri sem ferðamál á Akranesi standa frammi fyrir og móta stefnu og markmið út frá þeim. Stefnan sem um ræðir snýr að verkefninu við Jaðarsbakka. Síðan verður aðgerðaáætlun sett fram þar sem sundurliðað er það sem snýr að m.a. hóteli, baðlóni, heilsulind og íþróttamannvirkjum á svæðinu.

Bæjarráð Akraness samþykkir að fulltrúar bæjarstjórnar Akraness í starfshópnum verði Líf Lárusdóttir og Ragnar Sæmundsson.

Samþykkt 3:0





Fundi slitið - kl. 16:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00