Fara í efni  

Bæjarráð

3515. fundur 03. nóvember 2022 kl. 08:15 - 14:45 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022

2201152

231. mál til umsagnar - frá efnahags- og viðskiptanefnd tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara

382. mál Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd)
Lagt fram.

2.Húsnæðismál Akraneskaupstaðar - bæjarskrifstofunnar, Grundaskóla, Fjöliðju, Búkollu, Virk, Hver, dósamóttöku

2209070

Húsnæðismál Búkollu, dósamóttöku Fjöliðju, hnefaleika og kraftlyfinga voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs þann 8.9.2022. Nú liggur fyrir lausleg skoðun Verkís á húsnæðinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

3.Guðlaug - opnunartími

2209065

Tillaga um lengingu opnunartíma Guðlaugar árið 2023.

Sigrún Ágústa Helgudóttur verkefnastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um lengingu opnunartíma Guðlaugar sem miðast við að sumaropnun verði tímabilið 1. maí til 15. október og að opið verði alla daga vikunnar yfir vetrartímabilið.

Tillagan felur ekki í sér viðbótarkostnað umfram fyrirliggjandi fjárheimildir samkvæmt grunnforsendum fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð leggur áherslu á að opnunartíminn sem og möguleikinn á sérstökum hópabókunum í mannvirkið utan hefðbundins opnunartíma verði vel kynntur meðal ferðaþjónustuaðila.

Samþykkt 3:0

Sigrún Ágústa Helgudóttur víkur af fundi.

4.Bókasafn - viðbótarstarfsmaður

2209286

Erindi forstöðumanns Bókasafns Akraness vegna fjárhagsáætlunargerðar 2023.

Dagny Hauksdóttir sviðsstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið sem og undir dagskrárliðum nr. 5 og nr. 6.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar frekari umræðu til stefnumótunarvinnu Akraneskaupstaðar en fyrsti fundur stýrihóps sem hefur það verkefni fer fram í næstu viku.

Bæjarráð leggur áherslu á að umrædd breyting er tímabundin til eins árs og rúmast innan gildandi fjárheimilda Bókasafnsins sem samkvæmt forsendum fjárhagsáætlunar vegna næsta árs eru óbreyttar.

Samþykkt 3:0

5.Klifurfélag ÍA - aðstöðumál

2111203

Erindi Klifurfélagsins varðandi aðstöðu, hækkun samningsframlags o.fl.
Bæjarráð hyggst bjóða stjórn Klifurfélagsins ásamt fulltrúa Íþróttabandalagsins á næsta fund bæjarráðs sem verður næstkomandi fimmtudag þann 10. nóvember.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og m.a. að tryggja fundartíma sem hentar stjórnarmönnum félagsins.

Samþykkt 3:0

6.Menningar- og safnanefnd - 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar

2207051

Menningar- og safnanefnd samþykkti á fundi sínum þann 19. október síðastliðinn að farið yrði í verkefni sem lýtur að myndatökusvæði á Breið í tilefni 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar.

Nefndin lagði til að vinnuhópur yrði myndaður og samþykkir að Ólafi Páli Gunnarssyni verði falin umsjón verkefnisins undir stjórn vinnuhóps.

Forsenda verkefnisins var sú er að samþykki fyrir framkvæmdinn lægi fyrir frá skipulags- og umhverfisráði.

Verkefnastjóra á skrifstofu sveitarfélagsins var falin frekari úrvinnsla málsins.

Guðríður Sigurjónsdóttir formaður menningar- og safnanefndar situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að menningar- og safnanefnd vinni málið áfram en forsenda þess að nefndin geti tekið ákvörðun til samræmis við sínar heimildir er að fyrir liggi nánari útfærsla verkefnisins þannig að unnt sé að kostnaðarmeta það sem og umhverfisleg áhrif sem skipulags- og umhverfisráð þarf að fjalla um.

Samþykkt 3:0

Guðríður Sigurjónsdóttir og Dagný Hauksdóttir víkja af fundi.

7.Grasvöllur ÍA á Jaðarsbökkum - vökvunarkerfi

2208122

Skipulags- og umhverfisráð fjallaði 3. október sl. um erindi frá KFÍA vegna vökvunarkerfis.Ráðið tók jákvætt í erindið en vísaði því til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

LL víkur af fundi undir þessum lið og EBr tekur sæti á fundinum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að eiga fund vegna þessa með forsvarsmönnum Íþróttabandalagsins og KFÍA.

Samþykkt 3:0

EBr víkur af fundi og LL tekur sæti á fundinum á ný.

8.Fjárhagsáætlun Höfða 2023 - 2026

2211018

Fjárhagsáætlun Höfða 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024 - 2026.

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála- og launa situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 9 og nr. 10.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023 til og með 2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð fyrirhugar frekari rýningu á áætluninni á milli umræðna.

Samþykkt 3:0

9.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2023 - 2026

2208072

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024- 2026.
Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024 - 2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

10.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Lokafundur fyrir framlagningu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn Akraness á fundi sem fram fer þann 8. nóvember næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun árins 2023 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2024 til og með 2026 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni.

Samþykkt 2:0, RBS situr hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun árins 2023 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2023 til og með 2026 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

Fundi slitið - kl. 14:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00