Fara í efni  

Bæjarráð

3510. fundur 06. október 2022 kl. 08:15 - 11:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar.

Kristjana Helga Ólafsdóttir, deildarstjóri fjármála- og launa situr fundinn undir þessum lið.
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun verður á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

2.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Í erindinu eru lögð fram drög að samningi við KPMG um aðstoð við mótun heildarstefnu Akraneskaupstaðar ásamt drögum að erindisbréfi fyrir stýrihóp verkefnisins.

Á bæjarstjórnarfundi 7. júní sl. var bæjarstjóra falið að vinna erindisbréf vegna fyrirhugaðrar stefnumótunarvinnu bæjarstjórnar Akraness vegna tímabilsins 2022 - 2026.
Lagt fram.

Á fundi bæjarráðs þann 30. september síðastliðinn var bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins og leggja það að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs sem verður þann 6. október næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf stýrishóps um stefnumótun Akraneskaupstaðar og samning við KPMG um verkefnið.

Ráðstöfunin, samtals að fjárhæð kr. 2.000.000, er færð á lið 21010-4390 og er mætt af liðnum 20830-4980.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

3.Fjöliðjan Smiðjuvellir 28 - leigusamningur

2202071

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að út frá þarfagreiningu stjórnenda Fjöliðjunnar verði stærð fyrirhugaðs rýmis sem leigja á að Smiðjuvöllum 28 fyrir vinnustað Fjöliðjunnar endurskoðað.

Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindaráðs/félagsmálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að þörf er fyrir rýmisaukningu á Smiðjuvöllum 28 vegna leigu að Smiðjuvöllum fyrir starfsemi Fjöliðjunnar sbr. fyrirliggjandi gögn.

Samþykkt 3:0

Sveinborg Kristjánsdóttir víkur af fundi.

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00