Fara í efni  

Bæjarráð

3507. fundur 08. september 2022 kl. 08:15 - 14:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Eignasjóður 2022

2208164

Í ljósi stöðu viðhaldsframkvæmda sbr. fyrirliggjandi minnisblað, leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarráð að viðhaldsfé verði aukið um 70 milljónir króna á árinu 2022. Á móti þessari tölu verði nýtt fjárheimild upp á 40 milljónir króna vegna viðhalds Stillholt 16-18, sem fyrirsjáanlegt er að tafir verða á.

Ljóst er að viðhaldsþörf á stofnunum vegna rakavandamála er meiri en reiknað var með. Ennfremur hafa komið upp stærri viðhaldsverkefni er varða þak yfir sal Brekkubæjarskóla, vatnstjón og aðgerðir er snúa að brunavörnum.

Sigurður Páll Harðason situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 2.
Bæjarráð samþykkir breytingar á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2022 um 30 milljónir króna vegna gjaldfærðra framkvæmda skv. meðfylgjandi skjali.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 19 samtals að fjárhæð kr. 30 milljónir króna sem mætt verður með auknum staðgreiðslutekjum (deild 00010 - 00020) og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

2.Húsnæðismál Akraneskaupstaðar - bæjarskrifstofunnar, Grundaskóla, Fjöliðju, Búkollu, Virk, Hver, dósamóttöku

2209070

Minnisblað vegna húsnæðismála Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna að lausnum í húsnæðismálum á þeim grunni sem lagt er til samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

3.Reglur um úthlutun og afturköllun lóða

2208142

Afturköllun lóða skv. reglum Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst 2022 að lóðarhafar sbr. lista frá byggingarfulltrúa, fái lokafrest til að skila nauðsynlegum gögnum vegna útgáfu byggingarleyfis, til kl. 16:00, þriðjudaginn 6. september.

Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Við afgreiðsluna þá verður gengið út frá þeim gögnum sem höfðu borist til Akraneskaupstaðar fyrir tilgreindan frest samkvæmt útsendum bréfum frá 28. ágúst síðastliðnum.

Samþykkt 3:0

Karl Jóhann Hageensen víkur af fundi.

4.Grundaskóli - stöðugildi 2022 - 2023

2208169

Erindi frá skólastjóra Grundaskóla með óskum að stöðugildaúthlutun skólans verði tekin til endurskoðunar og aukin í samræmi við stærð skólans og breyttar aðstæður.

Endurskoðunarbeiðni beinist einkum að þremur liðum þ.e. úthlutun stuðningsfulltrúa, stöðugildi fagaðila í stoðþjónustu og stjórnunarkvóta. Gert er ráð fyrir að aukningin verði í skrefum og vegferðin hefjist í komandi fjárhagsáætlunargerð.

Valgerður Janusdóttir og Dagný Hauksdóttir sitja fundinn undir þessum lið og Valgerður situr einnig fundinn undir dagskrárlið nr. 5.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra í samvinnu við sviðsstjóra, skólastjóra og deildarstjóra fjármála að vinna frekari greinungu á stöðunni fyrir næsta fund bæjarráðs sem verður næstkomandi fimmmtudag.

Samþykkt 3:0

Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.

5.Söfn Akraneskaupstaðar - opnunartími

2209066

Opnunartími safna Akraneskaupstaðar - haust og vetur.
Bæjarráð óskar eftir að opnunartími Byggðasafns Akraness verði aukinn þannig að opið verði í fjóra klukkutíma á laugardögum til 31. desember og að fjármagn innan fjárhagsáætlunar safnsins nýtt til þess að standa straum af kostnaðinum. Bæjarráð óskar jafnframt eftir að heildaropnunartími safna Akraneskaupstaðar verði yfirfarinn með forstöðumönnum og tillögur unnar um aukinn opnunartíma sem teknar verði til afgreiðslu í tengslum við komandi fjárhagsáætlunargerð.

Bæjarráð telur mikilvægt að opnunin verði kynnt á heimasíðu, samfélagsmiðlum og staðarmiðlum, sem og regluleg kynning á starfsemi safnsins. Þá leggur bæjarráð áherslu á að haldið verði vel utan um tölfræði vegna gestakomu.

Samþykkt 3:0

6.Búnaðar- og áhaldakaup (tækjakaupasjóður) 2022

2201092

Beiðni í tækjakaupsasjóð frá leikskólanum Akraseli vegna kaupa á þvottavél og þurrkara.
Bæjarráð samþykkir erindið sem felur í sér útgjöld samtals að fjárhæð kr. 552.000.

Ráðstöfuninni er mætt af lið nr. 20830-4660 og færð á deild 04160-4660.

Samþykkt 3:0

7.Árshlutauppgjör 2022

2205065

Árshlutauppgjör janúar - júní 2022.

Kristjana Helga Ólafsdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 8.
Lagt fram.



8.Mánaðaryfirlit 2022

2203037

Mánaðaryfirlit janúar - júlí 2022

Lagt fram.

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

9.Almenningssamgöngur (landsbyggðastrætó leið 57)

2209071

Strætó.

Halldór Jörgenson forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni kemur inn á fundinn kl. 10:00 í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð þakkar Halldóri Jörgensen fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð leggur áherslu á að gjaldskrá Strætó vegna ferða á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins taki mið af vegalengdinni á milli þessara svæða og að afsláttarkjör vegna magnferða(árskort og árshlutakort) séu í samræmi við fargjald fyrir stakar ferðir. Fyrirkomulagið eftir síðustu gjaldskrárbreytingar í sumar eru með öllu óásættanlegar en verð á árskorti var þá hækkkað úr kr. 140.000 í kr. 239.200 en slíkar ákvarðanir eru m.a. úr öllum takti við áherslur stjórnvalda í umhverfismálum og til byggðaþróunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Samþykkt 3:0

10.Þjóðbraut 3 - kaupsamningur um 1 íbúð

2209035

Kaupsamningur Akraneskaupstaðar og Bestla Þróunarfélags um kaup á 1 íbúð að Þjóðbraut 3.

Íbúðin verður nýtt undir starfsmenn á vegum Akraneskaupstaðar sem verða til þjónustu fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar sem leigja munu samtals 9 íbúðir af Brák hses. að Þjóðbraut 3, en þar eru alls 5 íbúðir, og að Þjóðbraut 5, en þar eru alls 4 íbúðir.

Um er að ræða búsetuúrræði samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir og Akraneskaupstaður veitir Brák hses. stofnframlag vegna kaupa félagsins á íbúðunum.

Með kaupunum nú og þeim gjörningum sem eru til afgreiðslu samkvæmt dagskrárliðum nr. 4 og nr. 5 er í raun verið að ljúka því ferli sem að var stefnt með samningum Akraneskaupstaðar og Bestla Þróunarfélags við uppbyggingu mannvirkjanna á Þjóðbraut 3 og Þjóðbraut 5 en þar átti Akraneskaupstaður eða tilgreindur aðili af Akraneskaupstað, kauprétt á samtals 10 íbúðum.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning dags. 29. ágúst síðastliðinn, um kaup Akraneskaupstaðar af 1 íbúð í fjöleignarhúsinu að Þjóðbraut 3 af Bestla Þróunarfélagi ehf.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir jafnframt fyrirliggjandi samkomulag Akraneskaupstaðar við Brák hses. sem varðar m.a. fyrirkomulag og uppgjör vegna kaupa félagsins á samtals 9 íbúðum af Bestla Þróunarfélagi ehf.

Samþykkt 3:0

11.Þjóðbraut 3 - kaupsamningur um 5 íbúðir

2209001

Kaupsamninggur Brákar hses. og Bestla Þróunarfélags um kaup á 5 íbúðum að Þjóðbraut 3.

Um er að ræða úrræði samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016 en Akraneskaupstaður veitir stofnframlag til Brákar hses. vegna kaupanna en íbúðirnar verða til afnota fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar samkvæmt leigusamningi sem gerður verður á milli Brákar hses. og hvers þjónustuþega fyrir sig.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ráðstafanir um uppgjör vegna kaupa Brákar hses. á samtals 5 íbúðum af Bestla Þróunarfélagi ehf. í fjöleignarhúsinu að Þjóðbraut 3 sbr. meðfylgjandi kaupsamning dags. 29. ágúst síðastliðinn.

Samþykkt 3:0

12.Þjóðbraut 5 - kaupsamningur um 4 íbúðir

2209002

Kaupsamninggur Brákar hses. og Bestla Þróunarfélags um kaup á 4 íbúðum að Þjóðbraut 5.

Um er að ræða úrræði samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016 en Akraneskaupstaður veitir stofnframlag til Brákar hses. vegna kaupanna en íbúðirnar verða til afnota fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar samkvæmt leigusamningi sem gerður verður á milli Brákar hses. og hvers þjónustuþega fyrir sig.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ráðstafanir um uppgjör vegna kaupa Brákar hses. á samtals 4 íbúðum af Bestla Þróunarfélagi ehf. í fjöleignarhúsinu að Þjóðbraut 5 sbr. meðfylgjandi kaupsamning dags. 29. ágúst síðastliðinn.

Samþykkt 3:0

13.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Akraneskaupstað 2022 - 2026

2206059

Samkvæmt 29. gr. sveitarstjórnarlaga skal bæjarstjórn setja sér siðareglur og senda ráðuneyti sveitarstjórnarmála.

Ef siðarreglur eru í gildi skal ný bæjarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra.

Telji bæjarstjórn ekki tilefni til endurskoðunar halda reglurnar gildi sínu en tilkynna skal ráðuneytinu um þá niðurstöðu.
Bæjarráð telur ekki þörf á endurskoðun gildandi siðareglna bæjarstjórnar Akraness.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

14.Guðlaug - opnunartími

2209065

Opnunartími Guðlaugar - vetraropnun
Bæjarráð samþykkir að opnunartími Guðlaugar verði aukinn þannig að sumaropnun gildi lengur fram á haustið og tekur breytingin strax gildi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kostnaðarmeta aukin opnunartíma Guðlaugar og hyggst bæjarráð taka ákvörðun á næsta fundi um fasta opnunartíma Guðlaugar allt árið um kring sem skiptir m.a. máli varðandi markaðssetningu með það að markmiði að þetta einstaka mannvirki nýtist með sem bestum hætti.

Samþykkt 3:0

15.Umdæmisráð barnaverndarþjónustu Akraneskaupstaðar

2209025

Á 187. fundi velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var þann 6. september 2022 var tekið fyrir málið Umdæmisráð barnaverndarþjónustu Akraneskaupstaðar. Vegna breytinga á barnaverndarlögum þá munu barnaverndarnefndir í núverandi mynd verða lagðar niður og meginábyrgð daglegra verkefna barnaverndar falin barnaverndarþjónustu. Ný umdæmisráð barnaverndar munu fara með úrskurðarvald í ákveðnum barnaverndarmálum á vettvangi sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa rætt um samstarf um fyrirkomulag umdæmisráða og fyrirliggjandi eru drög að samning þess efnis sem velferðar- og mannréttindaráð hefur fjallað um.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að sækja um aðild að umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Málinu vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri og Sveinborg Kristjánsdóttir sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir f.h. Akraneskaupstaðar að standa að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndarþjónustu en óskar nánari skýringa á fyrirkomulagi vegna greiðslna fyrir hvert og eitt mál sem fer til meðferðar hjá umdæmisráði.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

Svala Hreinsdóttir og Sveinborg víkja af fundi.

Fundi slitið - kl. 14:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00