Fara í efni  

Bæjarráð

3499. fundur 28. apríl 2022 kl. 08:15 - 12:55 á Garðavöllum
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Tjaldsvæði í Kalmansvík

2203220

Tilboð í leigu á tjaldsvæðinu í Kalmansvík.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri mætir á fundinn.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við bjóðanda með þeim fyrirvara að viðkomandi uppfylli öll hæfisskilyrði og felur bæjarstjóra frágang málsins. Samningurinn komi að nýju til samþykktar þegar lokadrög liggja fyrir.

Samþykkt 3:0

Ásbjörn Egilsson víkur af fundi.

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2021 - samstæða

2204099

Lagt fram.

Síðari umræða um ársreikninga Akraneskaupstaðar fer fram þann 10. maí næstkomandi.

3.Skipurit Akraneskaupstaðar 2021

2111039

Skipurit Akraneskaupstaðar - fyrri umræða í bæjarstjórn Akraness fór fram 26. apríl sl. og var vísað til síðari umræðu sem fer fram þann 10. maí nk.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari undirbúning málsins fyrir síðari umræðuna í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

4.Bæjarmálasamþykkt - samþykkt um stjórn og fundarsköp

2204145

Fyrri umræða um breytingar á bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar fór fram á bæjarstjórnarfundi þann 26.apríl sl. og var vísað til síðari umræðu sem fram fer þann 10. maí nk.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari undirbúning málsins fyrir síðari umræðuna í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

5.Útboð endurskoðunarþjónustu

2204151

Útboð á endurskoðunarþjónustu.
Bæjarráð telur mikilvægt að þessi tegund þjónustu verði boðin út með reglubundnum hætti.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna og afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Samþykkt 3:0

6.Faxaflóahafnir sameignarfélagssamningur - breytingar

2204115

Tillaga að nýrri eigendastefnu, breytingu á sameignarfélagssamningi og verkáætlun Faxaflóahafna.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á sameignarfélagssamningi Faxaflólahafna og eigendastefnu fyrirtækisins.

Samþykkt 3:0

7.Eftirlitsmyndavélar við stofnanir.

2203265

Tillögur að eftirlitsmyndavélum við Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Teigasel.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerður verði viðauki til að standa straum af kostnaði vegna kaupa og uppsetningar á eftirlitsmyndavélum við Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Teigasel. Áætlaður kostnaður verkefnis er um 8 millj.kr.
Bæjarráð samþykkir að ráðstafað verði fjármunum í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins til kaupa og uppsetningar á eftirlitsmyndavélum við grunnskóla Akraneskaupstaðar og leikskólanum Teigaseli.

Bæjarráð samþykkir að útgjöldunum,samtals að fjárhæð kr. 8,0 m.kr., verði mætt með tilfærslu milli fjárfestingaliða í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2022.

Samþykkt 3:0

8.Vinnuskólinn - sumarið 2022

2204139

Skipulags- og umhverfisráð vísar tillögu garðyrkjustjóra um laun í vinnuskóla til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillögu garðyrkjustjóra um laun í vinnuskóla Akraness vegna sumarsins 2022.

Gert hefur verið ráð fyrir þessu í fjárhagsáætluninni og því ekki þörf á hækka fjárheimild vinnuskólans vegna tillögunnar.

Samþykkt 3:0

9.Íþróttastefna

2202055

Skóla- og frístundaráð vísar erindi til bæjarráðs um að lagt verði fjarmagn að upphæð kr. 1.500.000 til mótunar íþróttastefnu fyrir Akraneskaupstað og ÍA sbr. samþykkt í skóla- og frístundaráði 27.4.2022.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en telur að dýpra samtal þurfi að eiga sér stað á milli Akraneskuapstaðar og Íþróttabandalagsins varðandi tilgang og markmið verkefnisins. Einnig áréttar bæjarráð mikilvægi þess að ný bæjarstjórn komi að frekari ákvörðun málsins.

Málið verður tekið aftur fyrir á fundi bæjarráðs sem fram fer fimmtudaginn 5. maí næstkomandi.

Samþykkt 3:0

10.Brunavarnaráætlun Akraness og Hvalfjarðarsveitar 2022-2026

2204143

Brunavarnaráætlunin hefur verið til vinnslu og nú tæk til ákvörðunar.
Lagt fram.
Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir kynninguna. Brunavarnaráætlunin er í lokarýningu hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og væntanlega innan tíðar.

Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt 3:0

11.Hitaveita á Grundatanga

2204190

Stofnun hita- og gufuveitu á Grundartanga.

Á Grundartanga verður til talsvert magn varma í tengslum við starfsemi iðnfyrirtækjanna þar. Horft hefur verið til þess að nýta þessa orkulind sem í dag fer til spillis.

Markmið með orkuendurvinnslu á Grundartanga eru m.a. eftirfarandi:
-Draga úr orkusóun (glatvarma, raf- og olíukyndingu á svæðinu)
-Koma upp hitaveitu á Grundartanga og nærumhverfi sem í dag er kalt svæði
-Draga úr losun á koltvísýringi (CO2)
-Styðja við fjölnýtingu
-Styðja við klasasamstarf
-Stunda nýsköpun og tækniþróun

Einn af þeim kostum sem er nærtækastur er að nýta umframvarmann sem orkugjafa til hita- og gufuveitu fyrir fyrirtæki á Grundartanga. Til þessa hefur orka til upphitunar húsnæðis og fyrir heitt neysluvatn verið fengin úr 1-3 MW af raforku sem nýta mætti til verðmætari þarfa. Til lengri tíma litið er mun hagkvæmara að kynda hús með hitaveitu sem mun því gera rekstur fyrirtækja á Grundartanga hagkvæmari. Til þessa hefur ekki verið boðið upp á hitaveitu á Grundartanga og því hafa núverandi fyrirtæki sett upp rafmagns hitakerfi.

Jafnframt því að útbúa hitaveitu fyrir Grundartangasvæðið miðar hönnun verkefnisins að því að geta seinna meir einnig veitt hita til nærliggjandi býla sem nú njóta niðurgreiðslu vegna rafhitunar og þannig bætt nýtingu hitaveitunnar og orku á svæðinu.

Hitaveita á Grundartanga sem nýtir umframvarma er frábrugðin hefðbundnum hitaveitum á Íslandi að því leiti að þetta er fjarvarmaveita sem er í lokuðu tvöföldu kerfi þannig að vatn til upphitunar er endurnýtt og því eykst notkun ferskvatns ekkert miðað við núverandi notkun.

Þróunarfélagið á Grundartanga undirbýr stofnun hita- og gufuveitu á Grundartanga í samstarfi við fyrirtæki á Grundartangasvæðinu og nálæg sveitarfélög.

Fyrirhuguð er umsókn um stofnstyrk til Orkusjóðs og óskað er eftir vilyrði bæjarráðs um þátttöku í styrkumsókninni.

Ólafur Adolfsson, aðalfulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Þróunarfélagsins á Grundartanga situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir viljayfirlýsingu f.h. Akraneskaupstaðar vegna styrkumsóknar Þróunarfélagsins til Orkusjóðs.

Samþykkt 3:0

Ólafur Adolfsson víkur af fundi.

12.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

2110054

Varðar samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 27. apríl síðastliðinn tillögu stýrihóps og vinnuhóps um ráðstöfun fjármagns frá Jöfnunarsjóði vegn verkefnisins sem felur í sér ráðningu tengiliða í skólum og ráðningu málstjóra í 100% stöðu. Ráðið leggur til að ráðningin vegna þessara starfa verði frá 1. ágúst 2022 og verði til tveggja ára.

Skóla- og frístundasvið vísaði erindinu til málsmeðferðar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir erindið og að gerð verði ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun vegna áranna 2023 og 2024.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:55.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00