Fara í efni  

Bæjarráð

3489. fundur 10. febrúar 2022 kl. 08:15 - 12:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022

2201152

271. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 1162012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð).
12. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara.
Lagt fram.

2.Brekkubæjarskóli - tjón vegna bruna

2201153

Alfreð Alfreðsson, rekstrarstjóri áhaldahúss fór yfir stöðu málsins er varðar hreinsunarstarf og uppbyggingu í Brekkubæjarskóla eftir bruna sem varð í smíðastofu skólans.

Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarráðs að skoðaðar verði breytingar á 1. hæð Brekkubæjarskóla m.t.t. betri nýtingar á kennslurými og um leið að vinna á rakaskemmdum sbr. skýrslu Verkís þar að lútandi.

ELA víkur af fundi undir þessum lið og RBS tekur sæti á fundinum í hennar stað.
Bæjarráð samþykkir að skipulags- og umhverfisráð haldi áfram vinnu sinni vegna mögulegra breytinga á 1. hæð Brekkubæjarskóla. Málið komið að nýju til bæjarráðs er unnin hefur verið tillaga að breytingu á fyrirliggjandi fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

RBS víkur af fundi og ELA tekur sæti á ný.

3.FVA - tækifærisleyfi vegna árshátíðar Nemendafélags Fjölbrautaskólans á Vesturlandi

2202051

Beiðni frá Sýslumanni um umsögn fyrir FVA vegna tækifærisleyfis fyrir árshátíð Nemendafélags Fjölbrautaskólans á Vesturlandi.
Bæjarráð, með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra og e.a. annarra viðbragðsaðila, gerir ekki athugasemdir við að umbeðið tækifærisleyfi verði veitt af hálfu sýslumanns.

Samþykkt 3:0

4.Dalbraut 8 - uppbygging

2201087

Á 172. fundi velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var þann 19. janúar 2022 var tekið fyrir erindið - Dalbraut 8 - uppbygging. Drög að erindisbréfi fyrir stýrihóp vegna uppbyggingar samfélagsmiðstöðvar að Dalbraut 8.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti fyrirliggjandi drög að erindisbréfi stýrihóps og vísar drögunum til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi stýrihóps vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar Samfélagsmiðstöðvar að Dalbraut 8.

Samþykkt 3:0

Gert er ráð fyrir að í stýrihópnum verði tveir fulltrúar bæjarstjórnar og annar þeirra gegni formennsku, ytri verkefna- eða fagstjóri og fulltrúar frá viðkomandi fagsviðum þ.e. velferðar- og mannréttindasviði, skóla- og frístundasviði og skipulags- og umhverfissviði. Er stýrihópnum ætlað að leggja fyrir tillögur á sameiginlegum fundi bæjarráðs, velferðar- og mannréttindaráðs, skóla- og frístundaráðs og skipulags- umhverfisráðs ásamt öðrum hagsmunaðilum eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi. Eðli máls samkvæmt getur breyting orðið á skipan bæjarfulltrúa í hópnum í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í vor.

5.Kalmansvellir 5 - áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla - Uppbygging á húsnæði

2201071

Á 172. fundi velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var þann 19. janúar 2022 var tekið fyrir og samþykkt drög að erindisbréfi fyrir stýrihóp vegna uppbyggingar á húsnæði fyrir Áhaldshús, Fjöliðjuna vinnuhluta og Búkollu.

Velferðar- og mannréttindaráð vísaði drögunum til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi stýrihóps vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á húsnæði fyrir Áhaldahús, Fjöliðjuna vinnuhluta- og Búkollu.

Samþykkt 3:0

Gert er ráð fyrir að í stýrihópnum verði tveir fulltrúar bæjarstjórnar og annar þeirra gegni formennsku, fulltrúar Fjöliðjunnar, áhaldahúss og Búkollu og fulltrúar frá viðkomandi fagsviðum þ.e. velferðar- og mannréttindasviði og skipulags- og umhverfissviði. Er stýrihópnum ætlað að leggja fyrir tillögur á sameiginlegum fundi bæjarráðs, skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs ásamt öðrum hagsmunaðilum eigi síðar en 2. apríl næstkomandi.

6.Reiknilíkan leikskólanna

1906136

Fjárhagsáætlun leikskóla 2022 - viðauki.

VLJ víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir aukna fjárveitingu að fjárhæð kr. 6,9 m.kr. til Teigasels vegna fjölgunar barna í þjónustu umfram áætlun sem tekur til tímabilsins mars til og með desember næstkomandi. Gera þarf ráð fyrir auknu fjármagni sem þessu nemur við fjárhagáætlun ársins 2023. Ráðstöfuninni er mætt af liðnum 20830-4995 og fært á liðinn 04130-1691.

Samþykkt 2:0

VLJ tekur sæti á fundinum á ný.

7.Búnaðar- og áhaldakaup (tækjakaupasjóður) 2022

2201092

Ósk frá íþróttahúsinu á Vesturgötu um kaup á þvottavél.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjármagn að fjárhæð kr. 650.000 til íþróttahússins að Vesturgötu vegna kaupa á þvottavél. Ráðstöfuninni er mætt af liðnum 20830-4660 og fært á liðinn 06520-4660.

Samþykkt 3:0

8.80 ára afmælisnefnd Akraneskaupstaðar

2102138

Ýmsar hugmyndir um viðburði á afmælisárinu.
Lagt fram.

Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

Samþykkt 3:0

9.Löggæslumál á Akranesi

2111191

Bæjarráð óskaði eftir fundi með nýjum lögreglustjóra á Vesturlandi til að fara yfir stöðu löggæslumála á Akranesi.

Gunnar Örn Jónsson lögreglustjóri ásamt yfirlögregluþjónum hjá embættinu sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar gestunum fyrir komu þeirra á fundinn og góð og hreinskiptin samskipti.

Bæjarráð mun sem fyrr í samskiptum við ríkisvaldið leggja áherslu á að fjárveitingar til embættisins verði þannig því sé unnt að veita íbúum Akraneskaupstaðar og umdæmisins þá mikilvæga grunnþjónustu sem lögreglunni er ætlað að veita.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins en gert er ráð fyrir að samtalið haldi áfram innan skamms.

Samþykkt 3:0

10.Covid-19 - aðgerðir Akraneskaupstaðar 2021 og 2022

2107508

Framlenging COVID-19 aðgerða Akraneskaupstaðar sbr. fyrri bókanir bæjarráðs í þessu máli.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3477 þann 11. nóvember síðastliðinn tilteknar aðgerðir vegna COVID-19, tímabundið út nóvembermánuð og var sú ákvörðun framlengd út desembermánuð á fundi bæjarráðs nr. 3479. þann 2. desember síðastliðinn og framlengd til 2. febrúar sl. á fundi bæjarráðs nr. 3487, þann 27. janúar síðastliðinn.

Samþykktin sem gerð var þann 11. nóvember síðastliðinn var orðuð þannig:

Þann 5. nóvember sl. tók bæjarráð ákvörðun með hliðsjón af útbreiddu COVID-19 smiti hér á Akranesi að fella niður starfsemi í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólanum og frístundastarfi Akraneskaupstaðar föstudaginn 6. nóvember. Jafnframt var lágmarksstarfsemi í þessum stofnunum frá hádegi þann 5. nóvember og þess óskað að foreldrar ungra barna, sæktu börn sín um hádegisbilið þann sama dag.

Vegna þessarar ráðstöfunar samþykkir bæjarráð að í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla, tónlistarskólanum og frístundarstarfi fellur niður eða skerðist vegna samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða COVID-19 veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við.

Ofangreint nær til þjónustugjalda leik- og grunnskóla, tónlistarskólans og starfsemi frístundar í Þorpinu.

Ákvörðunin er tímabundin og gildir frá hádegi fimmtudagsins 5. nóvember síðastliðinn og út nóvember mánuð næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að framlengja ráðstafnir Akraneskaupstaðar vegna þjónustu leik- og grunnskóla, tónlistarskólans og starfsemi frístundar í Þorpinu til og með 28. febrúar næstkomandi. Samþykktin tekur til þeirra tilvika þar sem þjónusta leik- og grunnskóla, í tónlistarskólanum eða frístundastarfi Þorpsins fellur niður eða skerðist vegna veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrri viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Sama á við ef börn vegna COVID-19 veikinda sinna, geta ekki nýtt sér þjónustuna.

Ákvörðun bæjarráðs mun taka breytingum til samræmis við ákvarðanir heilbrigðisyfirvalda.

Samþykkt 3:0.

Fundi slitið - kl. 12:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00