Fara í efni  

Bæjarráð

3484. fundur 06. janúar 2022 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Ólafur Adolfsson varamaður
 • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.

1.Akranes hses - húsnæðissjálfseignarfélag

2112166

Stofnun húsnæðissjálfseignarfélags - Akranes hses.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara í viðræður við fulltrúa Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að væntanleg húsnæðissjálfseignarstofnun, sem ætlað er það hlutverk að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða á landsbyggðinni, sæki um stofnframlag vegna kaupa á 10 íbúðum í mannvirkjum sem fyrirhugað er að reisa á Þjóðbraut 3 og 5 af byggingaraðilanum Bestla Þróunarfélagi ehf.

Kallað verður eftir yfirlýsingu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um skuldbindingu vegna framlags væntanlegrar húsnæðissjálfseignarstofnunar. Koma þarf m.a. fram heimilað hámarkskaupverð íbúða svo skilmálar verkefnisins verði uppfylltir.

Akraneskaupstaður hefur þegar samþykkt heildarstofnframlag vegna íbúðakaupanna að fjárhæð kr. 65 m.kr. sbr. samþykkt bæjarráðs frá fundi nr. 3444 þann 17. desember 2020 (10. tl. - mál nr. 1904086).

Samþykkt 3:0

2.Þorrablót Skagamanna 2022

2110220

Beiðni um sérstaka styrkveitingu.
Bæjarráð samþykkir sérstaka styrkveitingu að fjárhæð kr. 500.000 til viðburðarins sem í ljósi sérstakra aðstæðna vegna heimsfaraldursins mun fara fram í streymi.

Útgjöldin verða færð af liðnum 20830-4995.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 09:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00