Fara í efni  

Bæjarráð

3446. fundur 11. janúar 2021 kl. 16:30 - 18:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Sementsverksmiðjan

2101080

Óhapp varð hjá Sementverksmiðjunni þriðjudaginn 5. janúar síðastliðinn og tjón hlaust af á nálægum bílum og mannvirkjum.

Forsvarsmenn Semenstverksmiðjunnar koma fyrir sameiginlegan fund skipulags- og umhverfissvið og bæjarráðs til að skýra ástæður fyrir atburðinum og viðbrögð fyrirtækisins vegna þess.

Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar og Þorsteinn Víglundsson stjórnarformaður Sementsverksmiðjunnar og forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins koma inn á fundinn.
ELA bauð fundarmenn velkomna til fundar.

Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri og Þorsteinn Víglundsson stjórnarformaður gerðu grein fyrir málavöxtum, ástæðum óhappsins, viðbrögðum, úrvinnslu og aðgerðum í framhaldinu til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.

Um mannleg mistök var að ræða sem þeir, f.h. Sementsverksmiðjunnar, harma mjög og líta mjög alvarlegum augum. Þeir vilja sérstaklega koma á framfæri þökkum til Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar fyrir þeirra viðbrögð og veitta aðstoð í kjölfar óhappsins sem og til þeirra fyrirtækja á Akranesi sem komið hafa að úrvinnslu málsins í framhaldinu. Jafnframt þakka þeir bæjaryfirvöldum fyrir að eiga kost á að koma á fund með fulltrúum bæjarráðs og skipulags- og umhverfisráðs og gera grein fyrir sjónarmiðum fyrirtækisins.

Fulltrúar bæjarráðs og skipulags- og umhverfisráðs, bæjarstjóri og forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar áttu frekara samtal um atburðinn, orsök, afleiðingar, viðbrögð og úrvinnslu Sementsverksmiðjunnar á óhappinu til skemmri og lengri tíma.

Bæjarráð þakkar Gunnari og Þorsteini fyrir komu þeirra á fundinn.

Bæjarráð lítur óhappið alvarlegum augum en telur viðbrögð forsvarsmanna Sementsverksmiðjunnar til marks um að fyrirtækið líti málið sömu augum.

Bæjarráð leggur áherslu á að þeir aðilar, íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna óhappsins, fái viðunandi úrlausn sinna mála sem og að fyrirtækið upplýsi sem best og sem víðast þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í framhaldinu til að lágmarka sem mest áhættuna af því að svona nokkuð geti endurtekið sig. Bæjarráð bendir á þann möguleika að nýta heimasíðu Akraneskaupstaðar til upplýsingagjafar til íbúa og annarra ef vilji forsvarsmanna Sementsverkmiðjunnar stendur til þess.

Samþykkt 3:0

2.Grjótkelduflói - landamerki

2002293

Upplýsingagjöf frá bæjarstjóra um stöðu málsins miðað við nýjustu samskipti við Hvalfjarðarsveit.

RÓ vek af fundi vegna annarra verkefna og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 2:0

Fundi slitið - kl. 18:05.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00