Fara í efni  

Bæjarráð

3445. fundur 23. desember 2020 kl. 10:00 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Höfði - endurbætur 2020

2001138

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 26. október síðastliðinn að standa straum af fyrirliggjandi hönnunarkostnaði vegna endurbóta á 2. hæð á Höfða en sú fjárfesting mun nýtast verði sótt um að nýju á næsta ári er opnað verður fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð aldraða.

Bæjarráð samþykkti á fundinum viðauka nr. 30 að fjárhæð kr. 15.478.568 á deild 02410-5946 og var hann samþykktur í bæjarstjórn Akraness þann 24. nóvember síðastliðinn og var ráðstöfuninni mætt með lækkun á handbæru fé.

Komin er fram ósk um viðbótarframlag eigenda að fjárhæð kr. 1.467.800 vegna viðbótarhönnunarkostnaðar (reikningar Mannvits dags. 31.10 og 30.11) sem skiptist á milli þeirra í hlutföllunum 90:10 (Akraneskaupstaðar:Hvalfjarðarsveit).
Bæjarráð samþykkir að standa straum af áföllnum viðbótarhönnunarkostnaði vegna fyrirhugaðra endurbóta að fjárhæð kr. 1.321.020 sem færist á deild 02410-5946. Ráðstöfuninni er mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð leggur áherslu á að ekki verði stofnað til frekari útgjalda en fyrirhugað er að sækja um styrk að nýju á næsta ári í Framkvæmdasjóð aldraðra.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.


Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 10:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00