Fara í efni  

Bæjarráð

3444. fundur 17. desember 2020 kl. 08:15 - 12:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020

2001240

369. mál til umsagnar - frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð.
Lagt fram.

2.Eigendahlutur Borgarbyggðar í Orkuveitu Reykjavíkur

2004056

Vinna rýnihóps tengt gjaldskrá fráveitu og vatnsveitu OR.

Jóhann Þórðarson endurskoðandi Akraneskaupstaðar kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Jóhanni fyrir greinargóða yfirferð um stöðuna.

Jóhann Þórðarson endurskoðandi víkur af fundi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

3.Covid19 - rekstur íþróttafélaga

2004011

Viðauki vegna aukinnar fjárveitingar til íþróttafélaga vegna Covid-19.

RÓ víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 35 vegna úthlutunar fjármagns til íþróttafélaga hjá Íþróttabandalagi Akraness vegna COVID-19 áhrifa á árinu 2020.

Heildarúthlutun er 10,0 m.kr., færð á liðinn 06750-594, er mætt af liðnum 13080-1691 og hefur því ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 2:0.

RÓ tekur sækir á fundinum á ný.
Fylgiskjöl:

4.Langtímaveikindi starfsmanna 2020 (veikindapottur)

2006182

Umsóknir í veikindapott Akraneskaupstaðar vegna tímabilsins júlí til og með desember.

ELA víkur af fundi undir þessum lið og RBS kemur inn í hennar stað.
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna vegna kostnaðar stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2020. Úthlutunin er vegna tímabilsins 1. júlí til og með 31. desember og nemur samtals kr. 21.474.880.

Ráðstöfuninni er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 36 að fjárhæð kr. 21.474.880. og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.

Heildarúthlutun til stofnana Akraneskaupstaðar vegna kostnaðar við afleysingar vegna langtímaveikinda starfsmanna á árinu 2020 er samtals kr. 73.912.660

RBS víkur af fundi og ELA tekur sæti á fundinum á ný.

5.Jaðarsbakkar 1 - hönnun

2006228

Á sameiginlegum fundi skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs, um hönnun á áfanga 1 á Jaðarsbökkum, var samþykkt að leggja til við bæjarráð að á grunni fyrirliggjandi forteikninga verði vinnu við arkitektahönnun haldið áfram og boðin út verkfræðihönnun.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að boðin verði út verkfræðihönnun vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Jaðarsbökkum. Gert er ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun 2021.

Samþykkt 3:0

6.Þjóðbraut 5 - samningur um uppbyggingu

2012211

Samningur Akraneskaupstaðar og Bestla Þróunarfélag ehf. um uppbyggingu á lóðinni Þjóðbraut 5.
Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 3:0

7.Slökkvilið - tækjabúnaður

2011281

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 30. nóvember sl. beiðni slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, um að auglýsa til sölu bifreið með fastanúmer VA-050. Bifreiðin hefur gengt hlutverki körfubíls/björgunartæki.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir sölu bifreiðarinnar VA-050 og að söluverðinu verði ráðstafað til tækjakaupa fyrir slökkviliðið.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

8.Akralundur Asparskógar Suðurgata - úthlutun lóða

2011291

Úthlutun lóða við Akralund (ein lóð, 1-3-5), Asparskóga (fjórar lóðir, nr. 1, nr. 5, nr. 11. og nr. 17) og Suðurgötu (10 lóðir við Suðurgötu, nr. 92,94,96,98,106,110,112 og 118 sem liggja við Sementsreit og lóðir nr. 31 og 93).

Tímabilið 18. nóvember til og með 8. desember síðastliðinn voru ofantaldar 15 lausar lóðir auglýstar til úthlutunar.

Útdráttur lóðanna var á opnum aukafundi bæjarráðs sem var streymt beint á TEAMS en í bæjarþingsalnum voru starfsmenn Akraneskaupstaðar. Auk þess var viðstaddur Ásta Valdimarsdóttir lögfræðingur/fulltrúi sýslumanns.

Heildarfjöldi gildra umsókna voru alls 71 talsins.


Útdráttur lóða:

A. Raðhúsalóðin Akralundur 1-3-5

Alls bárust 2 umsóknir frá eftirtöldum aðilum:
Gestur ehf.
Búlandshöfði ehf.

Dreginn var út umsækjandinn Búlandshöfði ehf. og vara umsækjandinn Gestur ehf.

B. Fjölbýlishúsalóðin Asparskógar 1

Alls bárust 3 umsóknir frá eftirtöldum aðilum:
Bryggja 2 ehf.
SH Holding ehf.
HS Holding ehf.

Dreginn var út umsækjandinn Bryggja 2 ehf., til vara umsækjandinn HS Holding ehf. og til þrautavara SH Holding ehf.

C. Fjölbýlishúsalóðin Asparskógar 5

Alls bárust 3 umsóknir frá eftirtöldum aðilum:
Bryggja 2 ehf.
SH Holding ehf.
HS Holding ehf.

Dreginn var út umsækjandinn SH Holding ehf, til vara umsækjandinn Bryggja 2 ehf. og til þrautavara HS holding ehf.

D. Fjölbýlishúsalóðin Asparskógar 11

Alls bárust 13 umsóknir frá eftirtöldum aðilum:
Mardalur hf.
Sjammi ehf.
Kalmannsvellir 3 ehf.
Lagna - og vélahönnun ehf.
Tryggðabönd ehf.
Raflax ehf.
HM pípulagnir
A1 málun almenn þjónusta
Gestur ehf.
Trésmiðjan Akur
Hagaflöt ehf.
Mjölnir ehf.
Búlandshöfði ehf.

Dreginn var út umsækjandinn A1 málun almenn þjónusta, til vara umsækjandinn HM pípulagnir og til þrautavara Gestur ehf.

E. Fjölbýlishúsalóðin Asparskógar 17

Alls bárust 10 umsóknir frá eftirtöldum aðilum:
Sjammi ehf.
Kalmannsvellir 3 ehf.
Lagna- og vélahönnun ehf.
HM pípulagnir
Tryggðabönd ehf.
Raflax ehf.
A1 málun almenn þjónusta
Trésmiðjan Akur
Hagaflöt ehf.
Mjölnir ehf.

Dreginn var út umsækjandinn Lagna- og vélahönnun ehf., til vara umsækjandinn A1 málun almenn þjónusta og til þrautavara HM pípulagnir.

F. Fjölbýlishúsalóðin Suðurgata 31

Alls bárust 2 umsóknir frá eftirtöldum aðilum:
Barði ehf.
Fjölsprot ehf.

Dreginn var út umsækjandinn Fjölsprot ehf. og til vara umsækjandinn Barði ehf.

G. Fjölbýlishúsalóðin Suðurgata 93

Alls bárust 11 umsóknir frá eftirtöldum aðilum:
Gæfusmiður ehf.
Þórishamar ehf.
Fannar Magnússon ehf.
SF smiðir ehf.
SM kraftur ehf.
Fjölsprot ehf.
Ylur pípulagnir slf.
S1012 ehf.
SG Síur
Blikksmiðja Guðmundar
RAF - Pro ehf.

Dreginn var út umsækjandinn SG Síur, til vara umsækjandinn SM kraftur ehf. og til þrautavara Gæfusmiður ehf.

H. lóðin Suðurgata 92

Ekki barst umsókn í lóðina og fer hún því á lista Akraneskaupstaðar yfir lausar lóðir.

I. lóðin Suðurgata 94

Ein umsókn barst í lóðina:
Fastefli ehf.

Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.

J. lóðin Suðurgata 96

Ein umsókn barst í lóðina:
Fastefli ehf.

Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.


K. lóðin Suðurgata 98

Alls bárust 9 umsóknir frá eftirtöldum aðilum:

Klara Ívarsdóttir
Björgvin Andri Garðarsson
Karólína Íris Jónsdóttir
Kristófer Garðarsson
Heiðrún Sif Garðarsdóttir
Garðar Jónsson
Sólrún Perla Garðarsdóttir
Ævar Valgersson
Bk Eignir ehf.

Dreginn var út umsækjandinn Sólrún Perla Garðarsdóttir, til vara umsækjandinn Klara Ívarsdóttir og til þrautavara Karólína Íris Jónsdóttir.

L. lóðin Suðurgata 106

Alls bárust 9 umsóknir frá eftirtöldum aðilum:
Þórishamar ehf.
Gæfusmiður ehf.
Fannar magnússon ehf.
SF smiðir ehf.
SM kraftur ehf.
Ylur pípulagnir slf.
SG Síur
Blikksmiðja Guðmundar
RAF - Pro ehf.

Dreginn var út umsækjandinn SM kraftur ehf., til vara umsækjandinn SG Síur og til þrautavara Þórishamar ehf.

M. lóðin Suðurgata 110

Ein umsókn barst í lóðina:
Fannar Magnússon ehf.

Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.

N. lóðin Suðurgata 112

Alls bárust 6 umsóknir frá eftirtöldum aðilum:
S1012 ehf.
Bjarni Ingi Björnsson
Sævar Jónsson
Björn Ingi Bjarnason
Valdimar Þorvaldsson
Sigmundur G. Sigurðsson

Dreginn var út umsækjandinn Sævar Jónsson, til vara umsækjandinn Sigmundur G. Sigurðsson og til þrautavara Björn Ingi Bjarnason.

P. lóðin Suðurgata 118

Ekki barst umsókn í lóðina og fer hún því á lista Akraneskaupstaðar yfir lausar lóðir:


Bæjarráð þakkar umsækjendum kærlega fyrir þeirra framlag og fulltrúa sýslumanns fyrir hans störf.

9.Samstarfssamningar við Hvalfjarðarsveit

2012212

Erindi Hvalfjarðarsveitar um uppsögn samstarfssamninga á sviði félags- og íþróttamála.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og ítreka fyrri svör Akraneskaupstaðar vegna þessa en rekstur íþróttamannvirkja er á hendi Akraneskaupstaðar en ekki ÍA.

Samþykkt 3:0

10.Íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga - stofnstyrkur til Brynja hússjóður

1904086

Bæjarráð samþykkti í apríl 2019 vilyrði fyrir stofnframlagi Akraneskaupstaðar til Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalagsins að fjárhæð 36 m.kr. (12% af heildarstofnvirði sem áætlað var 300 m.kr.) vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á samtals 10 íbúðum á Akranesi sem leigðar yrðu til öryrkja og fatlaðra. Gert var ráð fyrir að úthlutun framlagsins færi fram á árunum 2020 og 2021 og var vilyrðið veitt með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu Íbúðalánasjóð (nú Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS)). Umsóknin var samþykkt af úthlutunarnefnd stofnframlaga í október 2019 en endanlegt samþykki(úthlutun) raungerist þó ekki fyrr en Brynja Hússjóður hefur skilað kaupsamningum eða kauptilboðum til HMS sem metur hvort kaupin uppfylli skilyrði laga um almennar íbúðar sbr. lög 52/2016 og ákvæði reglugerðar nr. 183/2020 (áður 555/2016). Vilyrði Akraneskaupstaðar um stofnframlag til Brynju Hússjóðs var jafnframt veitt með skilyrði um endurgreiðslu stofnframlagsins í samræmi við ákvæði laga nr. 52/2016 og reglugerðar nr. 183/2020, sbr. reglur Akraneskaupstaðar frá árinu 2016 um stofnframlög.

Verkefnið er unnið í samvinnu félagsins, Bestla Þróunarfélags ehf. og Akraneskaupstaðar og gert ráð fyrir að íbúðirnar verði í mannvirkjum Bestla Þróunarfélags ehf. á lóðunum að Þjóðbraut nr. 3 og nr. 5 og er uppbygging mannvirkjanna þegar hafin. Frá þeim tíma sem umsókn félagins var unnin og til meðferðar hjá HMS hefur orðið ljóst að íbúðirnar verða dýrari en áætlað var sem nemur um kr. 2,9 m.kr. á hverja íbúð eða samtals um 29 m.kr. Akraneskaupstaður samþykkir að veita viðbótarstofnframlag til Brynju Hússjóðs sem þessu nemur (29 m.kr.) með sömu forsendum og gildir um grunnframlagið (36 m.kr.), þar með talið skilyrðinu um endurgreiðslu viðbótarframlagins í samræmi við ákvæði laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir og reglugerðar nr. 183/2020.

Unnið er að nánari útfærslu verkefnis m.t.t. til stofnframlags Akraneskaupstaðar og ríkisins í samvinnu við HMS og fyrir liggur m.a. samkomulag Akraneskaupstaðar og Brynju Hússjóðs sem tekur til úthlutunar íbúðanna þar sem tryggt er að íbúðirnar fari til öryrkja samkvæmt biðlista Akraneskaupstaðar sem og um að leigufjárhæðir fari samkvæmt reglum laga 52/2016 og reglugerðar nr. 183/2020, sbr. afgreiðslu bæjarráðs frá 16. september síðastliðinn.

Með vísan til framangreinds samþykkir bæjarráð að veita Brynju Hússjóð stofnframlag að fjárhæð 65 m.kr. (36 m.kr. í grunnframlag og 29. m.kr. í viðbótarframlag) vegna kaupa félagsins á allt að samtals 10 íbúðum í mannvirkjum á Þjóðbraut nr. 3 og Þjóðbraut nr. 5. Framlagið í heild er veitt með því skilyrði að HMS samþykki endanlega úthlutun stofnframlags til verkefnisins og að stofnframlagið í heild sé endurgreitt Akraneskaupstað í samræmi við reglur laga nr. 52/2016 og reglugerðar nr. 183/2020. Gert hefur verið ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun ársins 2021 sbr. samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá 15. desember síðastliðnum.

Samþykkt 3:0

11.Þrettándinn og íþróttamaður ársins 2021

2012159

Leyfi Akraneskaupstaðar fyrir flugeldasýning á þrettándanum sem verður færð á Hafnarsvæðið í ár til að tryggja betra aðgengi og fyrirbyggja hópsöfnun. Enginn brenna verður haldin í ár út af Covid-19.
Lagt fram.

12.Heilbrigðiseftirlitssvæði - hugsanleg breyting

2009171

Erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á heilbrigðiseftirlitssvæðum.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að það komi inn á fund bæjarráðs í janúar næstkomandi.

Samþykkt 3:0

13.Velferðarvaktin - tillögur til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID 19

2012200

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögur til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna Covid-19.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00