Fara í efni  

Bæjarráð

3440. fundur 26. nóvember 2020 kl. 08:15 - 12:11 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.

1.Umbótavinna á rekstri og innra vinnulagi hjá Akraneskaupstað

2001210

Nýtt skipurit ásamt greinargerð og tillögum um stjórnkerfisbreytingar lagðar fram.

Gert er ráð fyrir málsmeðferð hjá bæjarstjórn Akraness á tveimur fundum, fyrri umræðu þann 1. desember og síðari umræða þann 15. desember næstkomandi.
Stjórnkerfisbreytingar hjá Akraneskaupstað hafa verið til meðferðar hjá embættismönnum og kjörnum fulltrúum síðastliðna mánuði.

Upphafið af þeirri vinnu má rekja til samþykktar bæjarráðs Akraness frá 27. febrúar sl. um að ráðast í umbótavinnu á rekstri og innra vinnulagi kaupstaðarins. Markmið þess verkefnis var að ná fram aukinni skilvirkni í starfsemi stjórnsýslu sveitarfélagsins með breytingum á stjórnun, verkferlum og samstarfi.

Bæjarráð samþykkir tillögurnar og skipurit og vísar til endanlegrar málmeðferðar og samþykktar í bæjarstjórn Akraness í tveimur umræðum í samræmi við bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 2:1, RÓ er á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er að stórum hluta á móti þeim stjórnkerfisbreytingum sem bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknar og frjálsra leggja hér fram til samþykktar. Tillögurnar hafa í för með sér kostnaðarauka á stærsta útgjaldalið sveitarfélagsins, launa og launatengdra gjalda, á sama tíma kreppir að og sveitarfélagið þarf að horfa til verulegrar hagræðingar í rekstri. Sjálfstæðisflokkurinn mun gera frekari grein fyrir afstöðu sinni á fundi bæjarstjórnar 1. desember nk.

Rakel Óskarsdóttr(sign)

2.Höfði - fjárhagsáætlun 2021-2024

2010228

Fjárhagsáætlun Höfða 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022 - 2024.

Ný tillaga er kominn fram frá framkvæmdastjóra Höfða vegna síðari umræðu um áætlunina í stjórn Höfða sem fram fer mánudaginn 30. nóvember næstkomandi.

Formaður bæjarráðs gerir tillögu um að mál nr. 2 til og með nr. 4 verði tekin til umræðu saman en fundarmenn geti bókað undir hverjum og einum lið óski þeir þess.

Tillagan samþykkt.

Jóhann Þórðarson endurskoðandi kemur inn á fundinn undir dagskrárliðum nr. 2 til og með nr. 4 en víkur af fundi fyrir afgreiðslu málanna.
Bæjarráð samþykkir breytta fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022 til og með 2024.

Samþykkt 3:0

3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2021-2024

2010230

Áframhaldandi vinna við gerð fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar.
Bæjarráð samþykkir 2:0 fyrirliggjandi fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2021 og þrigga ára áætlun vegna áranna 2022 til og með 2024.

Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.

4.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024

2009162

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024.


Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun árins 2021 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2022 til og með 2024 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 1. desember næstkomandi.

Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.

5.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2020

2003227

Launaviðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2020 er lagður fram til samþykktar.

Breytingin felst fyrst og fremst í nýsamþykktum kjarasamningi félags grunnskólakennara.

VLJ víkur af fundi undir þessum lið og KHS tekur sæti á fundinum í hans stað.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 32 við fjárhagsáætlun ársins 2020. Viðaukinn felur í sér ráðstöfun að fjárhæð kr. 53.130.489 vegna samþykktar kjarasamnings Félags grunnskólakennara og er mætt með auknum tekjumframlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.

Bæjarráð vísar viðaukanum til samþykktar í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

KHS víkur af fundinum og VLJ tekur sæti tekur sæti á fundinum að nýju.

6.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2002074

Viðauki nr. 33 við fjárhagsáætlun 2020 lagður fram til samþykktar í bæjarráði Akraness.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 33 við fjárhagsáætlun ársins 2020 sem felur í sér breytingar milli liða sem ekki hafa áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu.

Í viðaukanum er einnig breyting á fjárhagsáætlun vegna aukinna gatnagerðargjalda sem leiðir til hækkunar á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð vísar viðaukanum til samþykktar í bæjarstjórn.

Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá og leggur fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu viðauka nr. 33 sem lagður er fram á fundi bæjarráðs 26.11.2020. Ástæða þess er að inn í viðaukanum eru mál sem undirrituð hefur ekki samþykkt í efnislegri afgreiðslu bæjarráðs fyrr á árinu. Einnig eru mál í viðaukanum sem hafa í för með sér aukin fjárútlát sem ekki hafa fengið formlega afgreiðslu á fundum bæjarráðs, eingöngu afgreidd af meirihlutanum í gegnum tölvupóstssamskipti, slík vinnubrögð eru ekki fagleg.

Rakel Óskarsdóttir (sign)

7.Lækjarflói 7 - umsókn um byggingarlóð

2010145

Lóðarumsækjandi hefur greitt umsóknargjald og umsóknin tæk til umfjöllunar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að Lækjarflóa 7 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

8.Breyting á staðgreiðslutekjum, framlagi Jöfnunarsjóðs og arðgreiðslna í fjárhagsáætlun 2020

2010238

Við afgreiðslu málsins á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 12. nóvember sl. var bæjarráði falin frekari úrvinnsla málsins m.t.t. mögulegrar ályktunar.
Vegna áforma stjórnvalda um skerðingar á framlögum ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkir bæjarráð eftirfarand ályktun:

Flest sveitarfélög glíma nú við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs, Covid-19 sem lýsir sér í auknum rekstrarkostnaði og í mörgum tilfellum umtalsverðum tekjumissi.

Bæjarráð fagnar þeim skrefum sem stigin hafa verið í stuðningi ríkisins við sveitarfélög og leyfir sér að vona að skrefin verði bæði fleiri og stærri.

Bæjarráð telur hins vegar að fyrirhuguð áform um skerðingu á framlögum ríkisins til Jöfnunarsjóðs séu misráðin og til þess fallin að gera mörgum sveitarfélögum nær ókleift að sinna lögbundnu hlutverki sínu s.s. rekstur grunnskóla og þjónustu við fólk með fötlun.

Bæjarráð vekur athygli á þeirri staðreynd að frá því Akraneskaupstaður tók við málefnum fatlaðs fólks árið 2011 hafa framlög ríkisins verið mun lægri en kostnaður við málaflokkinn.

Á síðasta ári (2019) var meðgjöf Akraneskaupstaðar tæplega 131 milljónir króna og uppsafnað á árunum 2011 til 2019 nemur sá kostnaður nær 381 milljónum króna. Skerðing á framlagi ríkisins til jöfnunarsjóðs mun leiða til aukins halla í þessum mikilvæga málaflokki.

Bæjarráð hvetur ríkisstjórnina til að falla frá öllum áformum um skerðingu framlaga til Jöfnunarsjóðs og hvetur hana jafnframt til að stíga fleiri góð og markviss skref í að aðstoða sveitarfélög í þeim vanda sem nú blasir við enn um sinn.

Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Valgarður L. Jónsson (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)

Bæjarráð felur bæjastjóra að koma ályktun bæjarráðs á framfæri við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.

Samþykkt 3:0

9.Stafrænt ráð sveitarfélaga

2011265

Tillögur stafræns ráðs til sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:11.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00