Fara í efni  

Bæjarráð

3439. fundur 20. nóvember 2020 kl. 16:00 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og staðfesta fundarmenn fundargerð með rafrænum hætti í lok fundar.

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020

2001240

43. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
81. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum.
276. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.).
187. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega.
275. mál til umsagnar (uppfært)- frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis).
240. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
265. mál til umsagnar - frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi).
Lagt fram.

2.Reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

2009128

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á 135. fundi sínum þann 16. september 2020 fyrirliggjandi drög að reglum Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilum og vinnulag vegna úthlutunar. Ráðið tók málið einnig fyrir á 140. fundi sínum þann 18. nóvember 2020 og samþykkti tillögu að breytingum sem sneru að umsóknarferlinu.

Reglurnar eru byggðar á samþykkt ríkisstjórnarinnar sem í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Samþykkt var 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.

Reglur Akraneskaupstaður eru í samræmi við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar til endanlegrar afgreiðslu i bæjarstjórn Akraness.

3.Höfði - fjárhagsáætlun 2021-2024

2010228

Fjárhagsáætlun Höfða 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022 - 2024.
Lagt fram.

Gert er ráð fyrir endurskoðaðri áætlun frá stjórn Höfða fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness.

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember nk. kl. 08:15.

4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2021-2024

2010230

Áframhaldandi vinna við gerð fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar.
Lagt fram.

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember nk. kl. 08:15.

5.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024

2009162

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2021 og þriggja ára áætlunar vegna tímabilsins 2022-2024.

ELA og VLJ víkja af fundi undir umræðum er varða tillögur um aðhaldsaðgerðir hjá Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.

RBS tekir sæti í stað ELU og KHS í stað VLJ.

Kristjana Helga Ólafsdóttir verkefnastjóri kemur inn á fundinn undir þessum lið vegna funda sem fjármálasviðið átti með tilteknum forstöðumönnum á skóla- og frístundasviði sem fóru fram fyrr í dag.
Lagt fram.

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember nk. kl. 08:15.

6.Birting fundargagna

2011210

Birting fundargagna hjá fagráðum og nefndum hjá Akraneskaupstað.
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Akraneskaupstaðar leggur til að tekið verði upp skýrari verklag við birtingu gagna í fundargerðum ráða og nefnda á vegum Akraneskaupstaðar með það að markmiði að gera stjórnsýsluna gagnsæjari. Lagt er til að öll gögn er fylgja málum í fundargátt nefndarmanna verði birt með fundargerðum nema þegar um ræðir trúnaðarupplýsingar.

Bæjarráðs samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

7.Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga - frestir

2010130

Frestir vegna fjárhagsáætlunargerðar sveitarfélaga árið 202 vegna ársins 2021 og þriggja ára áætlunar vegna tímabilins 2022 - 2024.
Bæjarráð samþykkir breytingu á tíma- og verkáætlun fjárhagsáætlunar 2021 og þriggja ára áætlunar þannig að fyrri umræða áætlunarinnar fari fram í bæjarstjórn Akraness á aukafundi þann 1. desember og síðari umræða áætlunarinnar fari fram í bæjarstjórn Akraness á aukafundi þann 15. desember nk.

Ákvörðunin er í samræmi við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 15. október sl. þar sem heimild er veitt til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember í stað 1. nóvember komi og að síðari umræða fari fram eigi síðar en 31. desember.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00