Fara í efni  

Bæjarráð

3431. fundur 24. september 2020 kl. 08:15 - 14:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Covid19 - rekstur íþróttafélaga

2004011

Sameiginlegur fundur bæjarráðs og skóla- og frístundaráðs er haldinn undir dagskrárlið 1 og 2 frá kl. 08:15-09:15.

Áhrif Covid-19 á íþróttafélög.
Lagt fram yfirlit/samantekt frá íþróttafélögunum og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

2.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Sameiginlegur fundur bæjarráðs og skóla- og frístundaráðs er haldinn undir dagskrárlið 1 og 2 frá kl. 08:15-09:15.

Tillaga að erindisbréfi starfshóps um framtíðarfyrirkomulag styrkveitinga Akraneskaupstaðar til íþróttafélaga.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf starfshóps um framtíðarfyrirkomulag styrkveitinga Akraneskaupstaðar til aðildarfélaga ÍA.

3.Starfshópur um framtíðarskipulag mötuneytismála

1902095

Staða í vinnu starfshóps um mötuneytismál.

Fulltrúar starfshóps um mötuneytismál koma inn á fund í gegnum fjarfundabúnað kl. 09:30.
Bæjarráð samþykkir að lokaskil starfshópsins verði í lok nóvember næstkomandi og að hópurinn leiti tilboða vegna sérfræðiaðstoðar við frekari rýni.

4.Áhrif FL kjarasamninga á starfsemi leikskóla

2008210

Skóla- og frístundaráð óskar eftir gerð viðauka að fjárhæð kr. 6.074.000 vegna launakostnaðar vegna aukins undirbúningstíma í nýjum kjarasamning Félag leikskólakennara. Einnig er óskað eftir að tekið verði tillit til breytinganna við fjárhagsáætlunargerð 2021.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs kemur inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað kl. 10:00.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu til leikskóla Akraneskaupstaðar vegna aukins undirbúningstíma leikskólakennara samkvæmt nýjum kjarasamningi Félags leikskólakennara sem kemur til framkvæmdar þann 1. október nk.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 26. vegna þessa að heildarfjárhæð kr. 6.074.000 sem deilist niður á leikskólana fjóra samkvæmt meðfylgandi fylgiskjali. Ráðstöfuninni er mætt með lækkun rekstrarafgangs sem nemur umræddri fjárhæð.

Bæjarráð vísar viðaukanum til endanlegrar málsmeðferðar bæjarstjórnar Akraness.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að undirbúa þjónustukönnun er lýtur að gæðum skólastarfs þannig að unnt verði að gera samanburð og mælingu á áhrifum af aukningu undirbúningstíma.

5.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024

2009162

Grunnforsendur fjárhagsáætlunar vegna fjárhagsáætlunargerðar 2021 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2022-2024. Verk- og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunarvinnunar haustið 2020.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri kemur inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað kl. 10:30.
Bæjarráð samþykkir grunnforsendur fjárhagsáætlunargerðar 2021 og þriggja ára áætlunar vegna áranna 2022 til og með 2024 og verk- og tímaætlun vegna vinnunnar.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson víkur af fundi.

6.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2020

2003227

Launaviðauki við fjárhagsáætlun 2020.

Kristjana Helga Ólafsdóttir kemur inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað kl. 11:00.
ELA víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun ársins 2020 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar. Viðaukinn felur í sér ráðstöfun að fjárhæð kr. 77.023.000 vegna samþykktar nýrra kjarasamninga á árinu. Viðaukinn bókast á viðeigandi deildir samkvæmt meðfylgjandi skjali.

Viðbótarkostnaði er mætt af óvissum útgjöldum að fjárhæð kr. 29.197.000 og með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi að fjárhæð kr. 47.826.000.

ELA tekur sæti á fundinum að nýju.

7.Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10

1910179

Starfshópur um framtíðarhúsnæði Fjöliðjunnar kynnir í samræmi við bókun bæjarráðs frá 20. júlí sl. mismunandi sviðsmyndir og kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar á húsnæði Fjöliðjunnar.

Starfshópurinn kemur inná fundinn í gegnum fjarfundabúnað kl. 11:30.
Lagt fram.

Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir veittar upplýsingar og þeirra störf.

8.Stytting vinnuvikunnar hjá Akraneskaupstað

2009164

Tillaga um stofnun stýrihóps vegna innleiðingar á styttingu vinnuvikunnar hjá Akraneskaupstað.
Bæjarráð samþykkir tillögu um stofnun stýrihóps og erindisbréf hópsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

9.Jaðarsbakkar 1 - hönnun

2006228

Tillaga að erindisbréf fyrir stýrihóp um hönnun að Jaðarsbökkum.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf stýrihóps um hönnun að Jaðarsbökkum.

10.Kirkjuhvoll - leigusamningur

2009073

Erindi frá Stay West varðandi rekstur Kirkjuhvols.
VLJ og ELA samþykkja að fresta leigugreiðslum út árið og að væntanlegt uppgjör taki mið af tekjum rekstraraðilans á tímabilinu. VLJ og ELA fela bæjarstjóra að útfæra samkomulag við rekstraraðilann sem taki til þessa.

RÓ er á móti afgreiðslu málsins.

11.Breytingar á samþykktum Brú lífeyrissjóðs

2009167

Á fundi stjórnar Brúar lífeyrissjóðs þann 21. september voru lagðar fram tillögur að breytingum á réttindaákvæðum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar. Stjórn sjóðsins óskaði eftir því að málið yrði lagt til samþykktar fyrir bæjarstjórn Akraneskaupstaðar í samræmi við ákvæði 37. gr. samþykkta sjóðsins. Málið er fyrst um sinn vísað til umfjöllunar i bæjarráði Akraness.
Bæjarráð samþykkir breytinguna og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

12.Björgunarfélag Akraness - starfsemi, útköll og hjálparliðar

2006258

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins. Endurnýjun samningsins verður tekin upp og afgreidd í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins. Málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2021.

13.Áskorun vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði

2009148

Áskorun stjórn félags atvinnurekenda vegna fasteignskatts á atvinnuhúsnæði.
Lagt fram.

14.SSV - fréttabréf og tilkynningar

2002378

Haustþing SSV verður haldið 16. október næstkomandi.
Lagt fram.

15.Samningur um félagsþjónustu og barnavernd milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar

1903222

Áframhaldandi samstarfssamningur við Hvalfjarðarsveit um verkefni á svið barnaverndar og félagsþjónustu.

Afstaða Hvalfjarðarsveitar liggur fyrir, þar sem frekari samvinnu var hafnað og undirbúningur að yfirfærslu verkefna hafinn.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur hafnað tilboði Akraneskaupstaðar um verkefni á sviði barnarverndar og félagsþjónustu.

Samhliða tilboði Akraneskaupstaðar um áframhaldandi samstarf á sviði barnaverndar og félagsþjónustu bauð Akraneskaupstaðar tilteknar úfærslur á öðrum samstarfssamningum en því erindi var ekki svarað.

Fundi slitið - kl. 14:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00