Fara í efni  

Bæjarráð

3427. fundur 18. ágúst 2020 kl. 16:00 - 17:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Sameiginlegur fundur bæjarráðs og skóla- og frístundaráðs.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarrstjóri kynnir greiningarvinnu um fjármagn til íþróttafélaga og íþróttabandalagsins á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir stofnun starfshóps sem hafi það hlutverk að leggja fram tillögu um framtíðarfyrirkomulag styrkveitinga Akraneskaupstaðar til íþróttabandalagsins og aðildarfélaga þeirra.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að erindisbréfi og leggja fyrir sameiginlegan fund bæjarráðs og skóla- og frístundaráðs.

2.Covid19 - rekstur íþróttafélaga

2004011

Staða íþróttafélaga vegna COVID-faraldursins tekin til umræðu.

Lögð fram greinargerð og samantekt nokkurra aðildarfélaga ÍA um áhrifin af völdum faraldursins.
Bæjarráð óskar eftir að ÍA kalli eftir nákvæmari greiningu frá öllum aðildarfélöguunum sem taki til raunstöðu, tekjutaps, auknum útgjöldum sem og væntum áhrifum faraldursins.

Bæjarráð óskar eftir að upplýsingar liggi fyrir eigi síðar en 14. september en stefnt er að sameiginlegum fundi bæjarráðs og skóla- og frístundaráðs í framhaldinu.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00