Fara í efni  

Bæjarráð

3420. fundur 10. júní 2020 kl. 16:00 - 18:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020

2001240

838. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð).
Lagt fram.

2.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2020

2006135

Þriggja mánaða uppgjör lagt fram.

Þorgeir H. Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

Frekari greiningar verða unnar af fjármáladeild og lagðar fram í bæjarráði í framhaldinu.

3.Rekstrargreining

2006136

Rekstrargreining Ernst & Young ehf.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

4.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2002074

Viðauki nr. 16 við fjárhagsáætlun 2020 lagður fram til samþykktar í bæjarráði Akraness.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun ársins 2020 sem felur í sér viðbótarútgjöld að fjárhæð kr. 6.105.000 og er þeim mætt með lækkun á handbæru fé. Viðbótarútgjöldin bókast á viðeigandi liði samkvæmt meðfylgjandi bréfi.

Samþykkt 3:0

5.Þjónustuþörf leikskóla skólaárið 2020-2021

2004216

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 19. maí sl. viðbótar þjónustuþörf í leikskólum fyrir starfsárið 2020-2021. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs og er því lagt fyrir að nýju.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum lið.
VLJ víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um úthlutun samkvæmt mati á þjónustuþörf í leikskólunum frá hausti og til áramóta.

Breytingin er eftirfarandi:
Akrasel, fækkun stöðugilda um 2,25 - lækkun fjárhæðar um kr. 5.799.000 - fært á deild 04160-1691.
Vallarsel, aukning stöðugilda um 0,8 - aukning fjárhæðar um kr. 2.205.000 - fært á deild 04120-1691.
Garðasel, aukning stöðugilda um 1,25 - aukning fjárhæðar um kr. 3,360.000 - fært á deild 04140-1691.
Teigasel, fækkun stöðugilda um 0,63 - lækkun fjárhæðar um kr. 1.754.000. - fært á deild 04130-1691

Samtals felur ráðstöfunin í sér lækkun útgjalda að fjárhæð kr. 1.988.000. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun ársins 2020.

VLJ tekur sæti á fundinum að nýju.

6.Barnvænt sveitarfélag- sveitarfélag með réttindi barna að leiðarljósi

2005059

Innleiðing verkefnisins.
Tekið fyrir til umræðu um mörkun áframhaldandi vinnu.
Bæjarfulltrúi RÓ leggur fram eftirfarandi bókun:
Á fundi bæjarráðs þann 11. maí bókaði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja sig ekki á móti hugmyndinni að Akranes taki þátt í verkefninu "Barnvænt samfélag" sem er samvinnuverkefni Félags- og barnamálaráðherra, UNICEF og útvalinna sveitarfélaga á Íslandi. Hins vegar gagnrýna bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins meðferð meirihlutans á málinu. Aðdragandi og undirbúningur málsins var lítill sem enginn og afgreiðsla keyrð í gegn með aukafundum fagráða og bæjarráðs þvert á það sem kveðið er á um í gögnum UNICEF um innleiðingu sveitarfélaga að "Barnvænu samfélagi".
Undirskrift samningsins fór fram tveimur dögum eftir að málið var keyrt í gegnum bæjarstjórn, svo mikið lá á að verkefnið yrði að veruleika. Nú hefur komið Í ljós að ekkert annað sveitarfélag hefur skrifað undir slíkan samning samtímis eða á eftir Akraneskaupstað og kapphlaupið við tímann því ekki eðlilegt. Þá hefur einnig komið upp eftir undirskrift að verkefninu þarf að fylgja 30% stöðugildi til að fylgja því úr hlaði. Þær upplýsingar fylgdu ekki erindi meirihlutans heldur að einungis væri um einskiptis kostnað að ræða upp á kr. 500.000. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki unað við þessi vinnubrögð.

Rakel Óskarsdóttir (sign)

Bæjarfulltrúarnir VLJ og RBS fagna undirritun samnings um innleiðingu Barnvæns sveitarfélags.

Valgarður L. Jónsson (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)

7.Reiðhöll á Æðarodda / Blautós - uppbygging

1711115

Lokadrög yfirlýsingar og húsaleigusamnings
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi drög og felur bæjarstjóra frágang málsins með undirritun á löggerningana.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00