Fara í efni  

Bæjarráð

3419. fundur 28. maí 2020 kl. 08:15 - 11:11 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020

2001240

717. mál til umsagnar - frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi).

775. mál til umsagnar - frumvarp til laga um fjarskipti
Lagt fram.

2.Þjónustuþörf leikskóla skólaárið 2020-2021

2004216

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 19. maí sl. viðbótar þjónustuþörf í leikskólum fyrir starfsárið 2020-2021.

VLJ víkur af fundi undir þessum lið. KHS tekur sæti í hans stað.
Lagt fram.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

KHS víkur af fundi og VLJ tekur sæti á ný.

3.Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga - úthlutun 2020

2004138

Skóla- og frístundaráð samþykkir úthlutun styrkja til íþrótta- og tómstundafélaga og vísar afgreiðslu í bæjarráð.

RÓ víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu skóla- og frístundasvið um úthlutun styrkja til íþrótta- og tómstundafélaga á árinu 2020. Gert er ráð fyrir úthlutuninni í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og er færð undir deild 06750-5948.

Heildarfjárhæð úthlutunarinnar er 20,0 mkr. og skiptist með eftirfarandi hætti:

1. Badmintonfélag Akraness kr. 739.955.
2. Fimleikafélag Akraness kr. 3.744.633.
3. Golfklúbburinn Leynir kr. 1.373.462.
4. Hestamannafélagið Dreyri kr. 735.651.
5. Þjótur kr. 247.074.
6. Karatefélag Akranes kr. 513.387.
7. Keilufélag Akraness kr. 397.982.
8. Knattspyrnufélag ÍA/UKÍA kr. 5.648.231.
9. Körfuknattleiksfélag Akraness kr. 1.003.389.
10. Sundfélag Akraness kr. 2.031.993.
11. Vélhjólaíþróttafélag Akraness kr. 730.592.
12. Knattspyrnufélagið Kári kr. 268.610.
13. Hnefaleikafélagið kr. 328.482.
14. Sigurfari Sjósportsfélag kr. 321.354.
15. Klifurfélagið kr. 551.097.
16. Björgunarfélag Akraness kr. 1.015.208.
17. Skátafélag Akraness kr. 348.901.

RÓ tekur sæti á fundinum að nýju.

4.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Vinnuhópur um fjármagn til íþróttafélaga hefur verið að störfum um nokkurn tíma og hefur kynnt tillögur sínar fyrir bæjarfulltrúum.
Lagt fram. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og því vísað til umfjöllunar í skóla- og frístundaráði.

5.Keilufélag Akraness - fyrirspurn um framkvæmdir

1905069

Staða mála gagnvart Keilufélagi Akraness.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir hækkun á fjárfestingu vegna kaupa á keilubrautum að fjárhæð 5,2 m.kr. sem mætt verður af handbæru fé en gert var ráð fyrir 20,0 m.kr. til verkefnisins í fjárhagsáætlun ársins. Hækkunin er tilkomin vegna óhagstæðrar gengisþróunar.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 14 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Bæjarráð leggur áherslu á að samningur við Keilufélagið verði uppfærður og lagður fyrir næsta fund ráðsins.

6.Reiðskemma á Æðarodda - uppbygging

1711115

Uppfærð kostnaðaráætlun ásamt samkomulagi lagt fram.

Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs og er því málið lagt fyrir að nýju.

Sigurður Páll situr á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi gögn og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins. Gert hefur verið ráð fyrir útgjöldunum í uppfærðri fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2020.

Bæjarráð leggur áherslu á að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst.

7.Fráveitumál Akraneskaupstaðar 2019 - viðauki við stofnsamning frá 2005

1908315

Um allangt skeið hefur staðið yfir vinna með OR um gerð viðauka við samning Akraneskaupstaðar og Orkuveitu Reykjavíkur sf. frá 15. desember 2005 í kjölfar gildistöku laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna og reglugerðar um fráveitur sveitarfélaga nr. 982/2010 frá 2. desember 2010. Athugasemd þessa efnis hefur verið í endurskoðunarskýrslum.

Farið verður yfir gögn sem lúta að þessu og unnið hefur verið að í samstarfi við OR.

Sigurður Páll situr á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

8.Þjóðvegur 3 - samningur um lóð

1903262

Lögð fram drög að samningi við Festi vegna lóðar við þjóðveg 3 undir rekstur eldsneytisafgreiðslu, verslunar-og þjónustu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samþykkja fyrirliggjandi drög að samningi.

Sigurður Páll situr á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun samnings við Festi og samningurinn komi á ný til samþykktar í bæjarráði.

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.9.Villikettir á Vesturlandi - umsókn um húsnæði og fjárstyrk

1907139

Húsnæðisþörf félags villikatta á Vesturlandi.
Lagt fram.

Afgreiðslu málsins frestað.

10.Atvinnumál - verkefni

1905365

Bæjarráð samþykki á fundi sínum í lok apríl að ráðist yrði í könnun meðal íbúa á Akranesi um þann fjölda sem sækir vinnu og nám utan umdæmismarka Akraneskaupstaðar. Hjálögð er tillaga að spurningarlista sem unnin var í samstarfi við Gallup.
Bæjarráð samþykkir spurningalistann með fram komnum athugasemdum og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

11.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19

2003133

Yfirlit á stöðu aðgerða sem bæjarráð samþykkti til viðspyrnu vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélagið.
Lagt fram.

12.Atvinnuátaksverkefni

2004189

Tillaga vinnuhóps vegna þátttöku Akraneskaupstaðar í atvinnuátaksverkefni ríkisstjórnarinnar.

Bæjarráð samþykkir að nýta allt fjármagnið að fjárhæð 25,0 mkr. sbr. fyrri ákvörðun ráðsins um ráðstöfun í viðauka nr. 11, til fjölgunar á sumarstörfum fyrir ungmenni. Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari útfærslu mögulegra starfa til viðbótar þeim 35 störfum sem fengust samþykkt hjá Vinnumálastofnun.

13.Breiðin - valkostagreining

1909080

Þróunaráætlun um uppbygging á Breið og nágrenni.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri kynnir stöðu verkefnisins sem unnið er í samstarfi við KPMG og Brim.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og veitir honum umboð til að ganga frá nauðsynlegri skjalagerð vegna stofnunar sjálfseignarstofnunar vegna fyrirhugaðarar uppbyggingar á Breiðarsvæðinu og næsta nágrenni í samstarfi Akraneskaupstaðar og Brims.

14.Höfði - viðauki við fjárhagsáætlun 2020

2005280

Viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis fyrir árið 2020. Stjórn Höfða samþykkti viðaukan á fundi sínum þann 25. maí sl.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 15. við fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis fyrir árið 2020. Viðaukinn felur í sér aukin rekstrarhagnað í B-hluta samstæðu Akraneskaupstaðar að fjárhæð kr. 66.000 sem hefur áhrif á til hækkunar á handbæru fé.

Bæjarráð vísar viðaukanum til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn Akraness.

15.COVID 19 - greining á fjármálum sveitarfélaga

2005245

Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna greiningar á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins.
Lagt fram.

16.Fjármál sveitarfélaga - framkvæmd á sveitarstjórnarlögum 138/2011 við gerð fjárhagsáætlunar og ársreiknings

2005212

Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um fjármál sveitarfélag í kjölfar Covid-19.
Lagt fram.

17.Sorpurðun Vesturlands - aðalfundur 2020

2005283

Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands, fundurinn verður haldinn á Hótel Hamri 15. júní 2020.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:11.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00