Fara í efni  

Bæjarráð

3418. fundur 14. maí 2020 kl. 16:00 - 18:25 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020

2001240

662. mál til umsagnar - frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

776. mál til umsagnar - frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum)
Lagt fram.

Umsögn um 662. mál verður unnin á milli funda bæjarráðs.

2.Fimleikahús framkvæmdir

1901204

Framvinduskýrsla framkvæmda við fimleikhús lögð fram.
Lagt fram.

3.Keilufélag Akraness - fyrirspurn um framkvæmdir

1905069

Lagt fram.

4.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19

2003133

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir næmnigreiningu sína um áhrif COVID-19 á rekstur Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.

5.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2020

2003227

Launaviðauki við fjárhagsáætlun 2020.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun ársins 2020 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar. Viðaukinn felur í sér ráðstöfun að fjárhæð kr. 56.596.000 vegna samþykktar kjarasamnings Sameykis og Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. Akraneskaupstaðar og Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis og er mætt með tilfærslum af deildunum Óviss útgjöld innan hvers málaflokks fyrir sig en nánari sundurliðun ráðstafanna er að finna í meðfylgjandi fylgiskjali.

Viðaukinn felur í sér tilfærslu á milli liða í áætluninni og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.

Samþykkt 3:0

6.Suðurgata 108 - verðmat, framkvæmdir, sala

1904136

Málefni Suðurgötu 108, afgreiðslu máls frestað á fundi 07.05.2020.
VLJ og ELA samþykkja að Suðurgata 108 fari í söluferli þar sem settar verði kvaðir um viðhald, kauprétt og forkaupsrétt og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samræmi við reglur Akraneskaupstaðar um sölu eigna Akraneskaupstaðar og stofnana hans frá 23. september 2014.

RÓ er á móti og bókar:

Á fundi bæjarráðs þann 16. maí 2019 bókaði bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi: Bæjarfulltrúinn RÓ lýsir yfir andstöðu sinni við að selja Suðurgötu 108 á almennum markaði. Í nýju deiliskipulagi á Sementsreit, sem samþykkt var í september 2017, er heimild fyrir því að rífa húsnæðið og hefur umræðan öll verið á þá leið frá því að deiliskipulagsverkefnið byrjaði. Þessi ákvörðun um að halda húsnæðinu við Suðurgötu 108 er því viðsnúningur frá fyrri hugmyndum um uppbyggingu á reitnum. Einnig setur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins miklar spurningar við það hvernig þetta mál hefur þróast frá því að bæjarráð beindi erindi til skipulags- og umhverfisráðs um að undirbúa niðurrif hússins á fundi sínum þann 27. mars síðastliðinn."

Afstaða bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þessu máli hefur ekkert breyst frá þeim tíma er málið kom síðast inn til afgreiðslu í bæjarrráði. Einnig hefur undirrituð miklar efasemdir um þær kvaðir sem settar eru fram í gögnum málins.

Rakel Óskarsdóttir (sign)

Framhald:

Samþykkt 2:1, RÓ á móti.

7.Reiðskemma á Æðarodda - uppbygging

1711115

Uppfærð kostnaðaráætlun ásamt samkomulagi lögð fram til umræðu.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins með gerð sérstaks viðauka við fyrirliggjandi yfirlýsingu/Samkomulag Akraneskaupstaðar og Hestamannafélagsins Dreyra um uppbyggingu reiðskemmu við Æðarodda sem undirrituð var 1. maí 2018.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

8.Úthlutun lóða

1704039

Úthlutun lóða / afturköllun. Afgreiðslu máls frestað á fundi ráðsins 07.05.2020
Bæjarráð samþykkir málsmeðferðartillögu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs sem felur í sér að lóðarhöfum sé veittur tiltekinn lokafrestur að liðnum tilgreindum fresti samkvæmt a. lið 2. mgr. 11. gr. gjaldskrár Akraneskaupstaðar nr. 1109/2017 til að skila inn tilskyldum gögnum vegna útgáfu byggingarleyfis. Bæjarráð samþykkir að lóðarhöfum sé veittur fjögurra vikna lokafrestur og að þeim fresti liðnum tekur bæjarráð ákvörðun um afturköllun lóða.

9.Asparskógar 6 - umsókn um byggingarlóð

2005099

Umsókn Nýjatúns ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 6. Umsóknargjald hefu verið greitt og umsóknin því tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að Asparskógum 6 til umsækjanda.

10.Samningur um akstur á heimsendum mat

2004173

Á 126. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 6. maí 2020 var fjallað um endurskoðun á samning við verksala á akstri á heimsendum mat til eldri borgar og öryrkja á Akranesi. Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir drög að nýjum samningi og vísar honum til staðfestingar í bæjarráði. Viðbótarkostnaður á ársgrundvelli er um kr. 900.000.
Bæjarráðs samþykkir samninginn og þann viðbótarkostnað sem í honum felst. Auknum kostnaði vegna þessa, samtals að fjárhæð kr. 900.000, er ráðstafað af liðnum 20830-4995 og inn á deild 02450-4980.

Fundi slitið - kl. 18:25.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00