Fara í efni  

Bæjarráð

3406. fundur 13. mars 2020 kl. 15:00 - 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19

2003133

Aðgerðir Akraneskaupstaðar til umræðu og kynningar vegna Covid-19 og samkomubanns sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. mars nk.

Hrefna Rún Ákadóttir félagsmálastjóri, Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði og Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs tóku þátt í hluta fundarins.
Bæjarráð samþykkir auka skipulagsdag þann 16. mars næstkomandi í grunn- og leikskólum Akraneskaupstaðar, frístundastarfi í Þorpinu og Tónlistarskóla Akraness. Dagurinn verður nýttur til að ákveða næstu skref í skóla- og frístundastarfi miðað við ákvörðun heilbrigðisráðherra um samkomubann o.fl. sem gildir frá 15. mars næstkomandi. Beðið er leiðbeininga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um starfsemi skólanna við þessar aðstæður og mikilvægt að stjórnendum gefist tóm til útfærslu og að samræmt verklag verði viðhaft milli sveitarfélaga eins og kostur er.

Samþykkt.

Bæjarráð áréttar að bæjarstjóri sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og fulltrúi sveitarfélagsins í Almannvarnanefnd Vesturlands hafi fullt og óskorað umboð til þeirra ákvarðana sem blasir við að taka þurfi við þessar fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi. Bæjarfulltrúar verði uppýstir eftir þörfum samkvæmt mati og aðstæðum sem bæjarstjóri stendur frammi fyrir.

Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00