Fara í efni  

Bæjarráð

3402. fundur 20. febrúar 2020 kl. 10:00 - 11:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar

1706056

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar á fundi sínum þann 19. febrúar síðastliðinn og vísaði henni til bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar er sett í samræmi við reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018. Húsnæðisáætlunin er heildstæð áætlun sveitarfélagsins varðandi stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu og er hún gerð til næstu sjö ára, frá árinu 2020 til og með 2026.
Bæjarráð fagnar fyrirliggjandi Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar sem lýsir stöðu og framtíðarsýn Akraneskaupstaðar í húsnæðismálum á Akranesi.

Bæjarráð vill nota tækifærið og þakka Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra, Sædísi Alexíu Sigurmundsdóttur verkefnastjóra og Hrefnu Rún Ákadóttur félagsmálastjóra fyrir þeirra vinnuframlag við gerð húsnæðisáætlunar.

Bæjarráð samþykkir áætlunina og vísar henni til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði og að því loknu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness þriðjudaginn 25. febrúar næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 11:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00