Fara í efni  

Bæjarráð

3216. fundur 10. apríl 2014 kl. 15:00 - 17:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Gamla kaupfélagið - lengri opnunartími 2014

1404031

Beiðni Gamla Kaupfélagsins dags. 2.4.2014, um lengri opnunartíma föstudaginn 11. apríl til kl. 04:00.

Bæjarráð samþykkir erindið.

2.Fundargerðir 2014 - Samband ísl. sveitarfélaga

1402050

814. fundargerð stjórnar frá 21.3.2014.

Lögð fram.

3.Fundargerðir 2014 - Menningarmálanefnd

1401194

14. fundargerð menningarmálanefndar frá 1.4.2014

Lögð fram.

4.Vinabæjarmót í Tönder 2014

1404059

Boðsbréf og kynning á dagskrá og skráningu á vinabæjarmót til Tönder í Danmörku sem fram fer 2. - 6. júlí 2014.

Lagt fram.

5.Sorpurðun Vesturlands - arðgreiðsla

1404018

Bréf Sorpurðunar Vesturlands dags. 3.4.2014, þar sem gerð er grein fyrir greiðslu arðs til hluthafa fyrir árið 2013.

Lagt fram.

6.Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - arður ársins 2013

1404010

Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 2.4.2014, þar sem gerð er grein fyrir greiðslu arðs tilhluthafa fyrir árið 2013.

Lagt fram.

7.Suðurgata 22 - lóð til sölu

1403197

Erindi Ásmundar Ármannssonar dags. 26.3.2014, þar sem hann býður Akraneskaupstað að kaupa lóð sína við Suðurgötu 22.
Framkvæmdaráð hafnaði tilboðinu á fundi sínum þann 3. apríl sl. og taldi ekki væri ástæða til að gera tilboð í kaup á lóðinni.

Bæjarráð staðfestir ákvörðun framkvæmdaráðs um synjun.

8.Suðurgata 64 - framtíð húss

1305178

Erindi Vilhjálms Þórs Guðmundssonar dags. 21.3.2014, um hugsanleg kaup Akraneskaupstaðar á fasteigninni við Suðurgötu 64.
Framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum þann 3. apríl s.l. að leggja til við bæjarráð að gera tilboð í fasteignina.

Bæjarráð samþykkir erindi framkvæmdaráðs.

9.Höfrungur AK 91 - hugmyndir um varðveislu

1403158

Erindi Einars J. Guðleifssonar dags. 20.2.2014, þar sem hann gerir grein fyrir þeirri hugmynd sinni, að koma Höfrungi AK 91 í fyrra horf.

Bæjarráð þakkar fyrir hugmyndirnar og óskar eftir umsögn stjórnar Byggðasafnsins í Görðum um erindið.

10.Kanon arkitektar - kynning á skýrslu um íbúafund

1309103

Skýrsla Kanon arkitekta um íbúafund sem haldinn var um svæði Sementsverksmiðjunnar 18. janúar 2014.

Lögð fram til kynningar.

11.Heiðarbraut 40 - breytt notkun lóðar

1401127

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fjárhæðinni, kr. 7.000.000 verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 21-83-4995.

12.Skátaskálinn Skorradal - endurnýjun á samningi

1404016

Beiðni skálanefndar skátaskálans um viðræður við bæjarráð um endurnýjun á samningi við Akraneskaupstað um rekstur og uppbyggingu Skátafells í Skorradal.

Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar við fjárhagsáætlunargerð vegna ársins 2015.

13.Líkan af Íslandi í þrívídd - samstarf

1403123

Ketill Björnsson mætir á fundinn.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða hugmyndina við skipulags- og umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar.

14.Baski - mósaíkmyndir

1403185

Erindi Bjarna Skúla Ketilssonar dags. 24.3.2014, þar sem hann kynnir mósaíkverkefni sem hann býðst til að hanna fyrir skóla og bæjarfélagið.

Bæjarráð óskar eftir umsögn menningarmálanefndar um verkefnið.

15.Höfði - starfsemi djákna

1402004

Afrit af bréfi Hvalfjarðarsveitar til Höfða, dags. 28.3.2014, þar sem gerð er grein fyrir samþykkt sveitarstjórnar um að veita kr. 290.750,- til Höfða vegna starfsemi djákna.

Lagt fram.

16.Framlög úr Jöfnunarsjóði 2014

1309120

Erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 2.4.2014, þar sem gerð er grein fyrir fyrstu áætlunum úthlutana úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2014.

Lagt fram.

17.Grundaskóli - samgöngusamningur

1403149

Beiðni heilsueflingarhóps Grundaskóla um gerð samgöngusamnings við starfsfólk skólans og jafnvel fleiri starfsmenn bæjarins.

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að afla frekari upplýsinga um málið, m.a. kostnaðargreiningu og útfærslu annarra sveitarfélaga á slíkum styrk.

18.Starfsmannastefna Akraneskaupstaðar

1403167

Drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um endurskoðun starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið.

19.Þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara

1302181

Starfshópur um þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara óskar eftir heimild bæjarráðs til skoðunarferðar í önnur sveitarfélög.

Bæjarráð samþykkir erindið.

20.SSV - Íbúa og fyrirtækjakönnun

1404021

Niðurstaða íbúa- og fyrirtækjakönnunar SSV í mars 2014.

Lögð fram.

21.Akurshóll - rekstur ferðaþjónustu

1402267

Umsókn Akranes Adventure Tours um rekstur ferðaþjónustu á Akurshól.
Umsóknin var eina umsóknin sem barst.
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfis og framkvæmdasviðs.

Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við Akranes Adventure Tours.

Samningurinn verði lagður fyrir bæjarráð.

Gunnar Sigurðsson áréttar fyrri afstöðu sína um fyrirhugaðar framkvæmdir á Akurshól.

22.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013 - samstæða

1401034

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2013.

Samstæðan.
Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar var jákvæð um 190,7 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 5 mkr. jákvæðri niðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 316,1 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 40,4 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða B-hluta var neikvæð um 125,4 mkr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 35,4 mkr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok var 5.252,3 mkr. samkvæmt efnahagsreikning en eigið fé A-hluta var 5.936,8 mkr.

Lykiltölur:

Framlegð: 8,2% en var 1,8% árið 2012.

Veltufé frá rekstri: 12,79 % en var 9,18% árið 2012.

Skuldahlutfall: 129% en var 143% árið 2012.

Skuldaviðmið: 113% en var 109% árið 2012.

Bæjarráð staðfestir samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar með undirritun og leggur til við bæjarstjórn að reikningurinn verði samþykktur.

23.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013 - B - hluti

1401033

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013 - B - hluti
2.1 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2 Háhiti ehf.

B-hlutinn.
Rekstrarniðurstaða B-hluta var neikvæð um 125,4 mkr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 35,4 mkr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ársreikningarnir verði samþykktir.

24.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013 - A hluti

1401032

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013 - A hluti
1.1 Aðalsjóður
1.2.Eignasjóður
1.3 Gáma
1.4 Byggðasafn
1.5 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

A-hlutinn.
Lagður fram ársreikningur A-hluta Akraneskaupstaðar.

Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 316,1 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 40,4 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Lykiltölur:
Framlegð í A-hluta: 10,9% en var 3,4% árið 2012
Veltufé frá rekstri í A-hluta: 14,99% en var 10,32% árið 2012
Skuldahlutfall A-hluta: 119% en var 135% árið 2012
Skuldaviðmið A-hluta: 105% en var 107% árið 2012

Bæjarráð staðfestir ársreikninga Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Gámu, Byggðasafns og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. verði samþykktir.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00